Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1978, Blaðsíða 4
hrauni og hraunum frá Rauðamels- kúlum) eru frá því mjög snemma á nútíma, þar sem engar gróðurleifar er að finna undir þeim. ELDBORG OG ELDBORGARHRAUN Lega og lýsing hrauns og eldstöðva Eldborgarhraun markast að austan af Kaldá og Borgarlæk, að norðan af Skjálgurlæk og Landbrotalæk, að vest- an nær það vestur undir Haffjarðará og í suður í sjó fram í Kaldárós (f. mynd). Eldborgin, sem hraunið er kennt við, stendur austan til í miðju hrauninu og er hún stærsti gígurinn af fimm á liðlega eins kílómetra langri sprungu (2. mynd). Gígaröðin stefnir um N60°V. Eldborgin er alger að formi, eins og Jóhannes Áskelsson (1955) kemst að orði. Hún er spor- öskjulöguð, um 250 m löng í stefnu gossprungunnar og um 180 m breið; hún rís um 50 m yfir umhverfi sitt og gígskálin er um 50 m djúp. Gíg- veggirnir eru brattir og hallar um 40— 60° að utan en eru allt að þverhníptir að innan. Gígbarmarnir eru mjóir og skörðóttir og lieita dýpstu skörðin, sem eru í suðvesturbarminum, Arn- kinnargeilar. Borgin er gerð úr fjöl- mörgum 2—6 cm þykkum frauðkennd- um hraunskánum eða -lögum, en nær ekkert er af lausum gosefnum. Skammt vestan við borgina er nafn- laus gígræfill, sem er um 30—40 m í þvermál og er hann einnig úr þunn- um hraunskánum. Austan við Eld- borgina eru þrír gígar. Næst henni og nær samvaxin henni er Öxl. Hún er 80 m í þvermál og flöt að ofan (þ. e. a. s. gígskálina vantar) og gerð úr frauðkenndum hraunskánum. Austan við Öxl er gígur um 50 m í þvennál sem nefnist Litla Eldborg. Hún er gjallkenndari en áðurnefndir gígar. Milli Axlar og Litlu Eldborgar er kvos sem heimamenn nefna „Hvamm- inn milli Borganna", og er hún aug- ljóslega leifar af sprungu sem mynd- ast hefur í upphafi gossins. Austast er hálfmánalagaður gjallgígur sem lieitir Rauðhóll. Reyndar eru fleiri Rauðhólar í Eldborgarhrauni, en þeir eru gjallhrúgur sem borist hafa með hrauninu frá gígunum (flakkarar). Ut frá Eldborginni ganga svo- nefndir Hálsar. Þeir eru úr frauð- kenndu hrauni nokkuð sléttir og vaxnir gróskumiklu kjarri. Utan við Hálsana að sunnan, vestan og norð- an tekur við Bruninn, sem næst Borg- inni að sunnan nefnist Hái-Bruni. Bruninn er dæmigert apalhraun, mjög úfinn og illur yfirferðar. Hann er ein- göngu gróinn mosa, en þó finnast kjarrblettir í djúpurn kvosuni og skvompum í hrauninu. Jaðar Brun- ans er sýndur sem brotin lína á 1. mynd og nær hann lengst um 3.5 km frá Borginni og rnyndar yfirleitt glögga og nokkuð háa hraunbrún, oft um 10—15 m. Utan við Brunann tek- ur við helluhraun, sem þó er nokkuð úfið með köflum. Það gengur undir ýmsum nöfnum, en oftast er það kennt við jrá bæi sem eiga land í hrauninu, en aðrir fiákar ganga und- ir nöfnum eins og Flatahraun, Mjóa- hraun, Vörðuhraun o. s. frv. Hellu- hraunið er yfirleitt nokkuð gróið kjarri og einnig eru grashvammar í jöðrum Iiraunsins. Hraunjaðarinn er víða lægri en 2—3 m, en suðurjaðar- inn er þó víðast um 4—6 m hár. Víða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.