Náttúrufræðingurinn - 1978, Side 7
lýst lauslega hér að ofan. Helluhraun-
ið, sem Jóhannes telur eldra, er vaxið
birkikjarri og þroskamiklum lág-
gróðri. Aftur á móti er Bruninn nær
eingöngu þakinn mosaþembu, en þó
er kjarr í dýpstu kvosunum, þar sem
styst er niður á vatn. Hálsarnir, sem
ganga út frá Borginni, eru vaxnir
þéttu kjarri og gróskumiklum lág-
gróðri. Það er auðséð, að sá hluti
hraunsins sent er sléttur, helluhraun-
ið og Hálsarnir, er mun betur gróinn
en apalhraunið (Bruninn).
Mörg svipuð dæmi eru á Snæfells-
nesi um hraun, þar sem bæði apal- og
helluhraunstaumar liafa runnið í sarna
gosi, og eru helluhraunstaumarnir
þá ávallt mun betur grónir. Ein af
ástæðunum fyrir þessu er, að vatn
stendur rneira uppi í helluliraunum,
en hripar niður í gegnum apalhraun-
in. Jóhannes Áskelsson skýrir svo frá,
að heimamenn telji ,,að gróður Brun-
ans hafi færst mjög í aukana á allra
síðustu árum“ (Jóhannes Áskelsson,
1955, bls. 127). Höfundur fékk stað-
festingu á þessu hjá Snorrastaðamönn-
um, en þeir telja einnig, að gróðri í
hrauninu í heild liafi farið fram. Ein
af ástæðunum fyrir þessu er án efa
sú, að vetrarbeit hefur minnkað mjög
hin síðari ár og er nú að mestu af-
lögð.
Jóhannes athugaði einnig innri
gerð helluhraunsins og Brunans.
Helluhraunið segir hann vera ,,grá-
grýtiskennt“ (þ. e. grófkornótt) með
smáum ólivíndílum en Brunann fín-
kornóttari með stórum feldspat- og
allstórum ólivíndílum.
3. mynd. Jaðar Eldbórgarhrauns við Borgarlæk. — Section at. tlie margin of the Eld-
borg lava flow.
m
SKÝRINGAR:
EI dborgarhraun
Logskiptur sondur og mo'l
~1 Lagskiptur jökulleir meðskeljum
. n.nii, Groið lond
133