Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1978, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 1978, Qupperneq 21
hvort það liefur flust hingað með mönnum á síðari tímum. Eins og áður segir vex fitjasefið við Leiruvog í stórum og þroskamiklum breiðum. Þessar breiður eru dökk- grænar og skera sig úr gróðrinum í kring og sjást auðveldlega á nokkurra km færi, m. a. á loftmyndum Land- mælinga íslands. Elstu loftmyndir, sem eru nægilega skýrar til þess að greina fitjasefsbreiðurnar, eru frá ár- inu 1954, og er ekki annað að sjá en þær hafi þá verið svipaðar að vexti og nú rúmlega 20 árum síðar. Virðist því ekki ósennilegt að fitjasefið liafi vaxið á þessum stað um miklu lengri tíma. Tvö atriði benda til þess að þessi tegund kunni að leynast víðar hér á landi en nú er kunnugt. í fyrsta lagi eru fitjar, ekki síst árósafitjar, lítt kannaðar hér á landi og er þar því enn að vænta viðbóta við flóru lands- ins, enda eru hér mjög víðáttumikil ósasvæði sem mega heita ókönnuð að náttúrufari. f öðru lagi eru sjávar- fitjar víðast hvar þaulbeittar af bú- peningi og líklegt að beit hafi veru- leg áhrif á gróðurfar þeirra. Þá vil ég tína hér til þau atriði sem helst gætu bent til þess að fitjasefið sé nýflutt hingað og þá sennilega af mannavöldum. Vaxtarstaðurinn sjálf- ur, sem næst á mesta þéttbýlis- og um- ferðarhorni landsins, vekur grunsemd- ir um að tegundin hafi slæðst liingað með mönnum, og reyndar er hún þekkt sem slæðingur erlendis (sbr. hér á undan). Hafi sefið slæðst hingað til lands, verður þó að gera ráð fyrir því að það hafi verið hér a. m. k. frá því fyrir stríð. Loks gæti það vakið grun- semdir að tegundin blómgast seint við Leiruvog og þroskaði a. m. k. ekki ald- in votviðrasumarið 1976. Þetta gæti þó alveg eins bent til þess að tegund- in væri liér á norðurmörkum vaxtar- skilyrða sinna og kynni að þroska fræ í hlýjum sumrum. Að svo stöddu er ekki liægt að skera úr með vissu hvort íitjasef er inn- lend planta eða hvernig líklegast er að það hafi borist til landsins. í sjálfu sér verður að gera ráð fyrir að strand- plöntur berist auðveldlega milli landa, vitað er að fitjasefið hefur vaxið hér áratugum saman, og kjör- lendi þess heyrir til minnst könnuðu gróðurlenda landsins. Þetta allt bend- ir frernur til þess að fitjasef sé inn- lend planta, og óvarlegt sé að álíta hana slæðing nema annað sannist. Varla er hægt að skilja svo við þennan greinarstubb, að ekki sé minnst á framtíðarhorfur fitjasefsins í Leiruvogi. Stóraukin byggð og til- heyrandi athafnasemi er nú að færast niður undir Leiruvog (sbr. 3. mynd), og er vonandi að viðeigandi ráðstaf- anir verði gerðar sem fyrst í því skyni að vernda óshólmana og voginn fyrir frekara raski. Ég vil að lokurn Jiakka þeirn Árna Einarssyni, Agnari Ingólfssyni, Skarp- héðni Þórissyni og Þrándi Arnþórs- syni fyrir fúslega veitta aðstoð við at- huganir og mælingar á vettvangi, og Herði Kristinssyni fyrir að lesa þessa grein yfir í handriti. HEIMILDIR Babington, C. C. 1871: A revision of the flora of Iceland. J. Linnean Soc. Bot. II: 282-348. Chapman, V. J. 1976: Coastal vegetation. Oxford. 2. útg. 147
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.