Náttúrufræðingurinn - 1978, Qupperneq 21
hvort það liefur flust hingað með
mönnum á síðari tímum.
Eins og áður segir vex fitjasefið við
Leiruvog í stórum og þroskamiklum
breiðum. Þessar breiður eru dökk-
grænar og skera sig úr gróðrinum í
kring og sjást auðveldlega á nokkurra
km færi, m. a. á loftmyndum Land-
mælinga íslands. Elstu loftmyndir,
sem eru nægilega skýrar til þess að
greina fitjasefsbreiðurnar, eru frá ár-
inu 1954, og er ekki annað að sjá en
þær hafi þá verið svipaðar að vexti
og nú rúmlega 20 árum síðar. Virðist
því ekki ósennilegt að fitjasefið liafi
vaxið á þessum stað um miklu lengri
tíma.
Tvö atriði benda til þess að þessi
tegund kunni að leynast víðar hér á
landi en nú er kunnugt. í fyrsta lagi
eru fitjar, ekki síst árósafitjar, lítt
kannaðar hér á landi og er þar því
enn að vænta viðbóta við flóru lands-
ins, enda eru hér mjög víðáttumikil
ósasvæði sem mega heita ókönnuð að
náttúrufari. f öðru lagi eru sjávar-
fitjar víðast hvar þaulbeittar af bú-
peningi og líklegt að beit hafi veru-
leg áhrif á gróðurfar þeirra.
Þá vil ég tína hér til þau atriði sem
helst gætu bent til þess að fitjasefið
sé nýflutt hingað og þá sennilega af
mannavöldum. Vaxtarstaðurinn sjálf-
ur, sem næst á mesta þéttbýlis- og um-
ferðarhorni landsins, vekur grunsemd-
ir um að tegundin hafi slæðst liingað
með mönnum, og reyndar er hún
þekkt sem slæðingur erlendis (sbr. hér
á undan). Hafi sefið slæðst hingað til
lands, verður þó að gera ráð fyrir því
að það hafi verið hér a. m. k. frá því
fyrir stríð. Loks gæti það vakið grun-
semdir að tegundin blómgast seint við
Leiruvog og þroskaði a. m. k. ekki ald-
in votviðrasumarið 1976. Þetta gæti
þó alveg eins bent til þess að tegund-
in væri liér á norðurmörkum vaxtar-
skilyrða sinna og kynni að þroska fræ
í hlýjum sumrum.
Að svo stöddu er ekki liægt að skera
úr með vissu hvort íitjasef er inn-
lend planta eða hvernig líklegast er
að það hafi borist til landsins. í sjálfu
sér verður að gera ráð fyrir að strand-
plöntur berist auðveldlega milli
landa, vitað er að fitjasefið hefur
vaxið hér áratugum saman, og kjör-
lendi þess heyrir til minnst könnuðu
gróðurlenda landsins. Þetta allt bend-
ir frernur til þess að fitjasef sé inn-
lend planta, og óvarlegt sé að álíta
hana slæðing nema annað sannist.
Varla er hægt að skilja svo við
þennan greinarstubb, að ekki sé
minnst á framtíðarhorfur fitjasefsins
í Leiruvogi. Stóraukin byggð og til-
heyrandi athafnasemi er nú að færast
niður undir Leiruvog (sbr. 3. mynd),
og er vonandi að viðeigandi ráðstaf-
anir verði gerðar sem fyrst í því skyni
að vernda óshólmana og voginn fyrir
frekara raski.
Ég vil að lokurn Jiakka þeirn Árna
Einarssyni, Agnari Ingólfssyni, Skarp-
héðni Þórissyni og Þrándi Arnþórs-
syni fyrir fúslega veitta aðstoð við at-
huganir og mælingar á vettvangi, og
Herði Kristinssyni fyrir að lesa þessa
grein yfir í handriti.
HEIMILDIR
Babington, C. C. 1871: A revision of the
flora of Iceland. J. Linnean Soc. Bot.
II: 282-348.
Chapman, V. J. 1976: Coastal vegetation.
Oxford. 2. útg.
147