Náttúrufræðingurinn - 1978, Qupperneq 48
klettahrauns úr Kvíafarvegi, aðeins
örmjó berghöft skilja nú aðalgljúfur
og Kvíagljúfur. Öll hin stórfenglega
hamrasmíð á Svínadal er mótuð í öll-
um þremur hlaupum. Að líkindum
var þetta síðasta hlaupið, sem fór
norður Áskvíar, þá sérkennilegu
landslagsmyndun, því trúlega er
grunna gljúfrið í farveginum og Eyj-
ardalurinn í Ásbyrgi mynduð í sjatn-
andi flóði þessa hlaups.
Ummerki á Söndunum eftir hlaup-
ið eru lítil, nema rof og hlauprastir.
Hefur önnur meginkvíslin hlaupið
niður Sandá, en hin út og vestur í
Hólskrók (hjá Hóli). Fornir hlaupfar-
vegir, stráðir stórgerðri urð, liggja úr
báðum kjöftum Ásbyrgis í sveig til
NV og grunnir, grýttir farvegir úr
kjafti Landsgljúfra. Urðirnar samein-
ast í mikla breiðu austan Veggjarenda
(sjá kort) og deyja út í Hólskrók, um
10 km frá Landsgljúframynni. Er
þarna aragrúi grettistaka, tugi lesta
hvert, mörg ekki úr bergi Stóravítis-
hrauns. í miðri urðarbreiðunni er t. d.
um 40 lesta móbergsbjarg, auk margra
smærri, en slíkt berg er næst að finna
í flóðfarvegunum uppi í Landsgljúfr-
um, 7—8 km í burtu. Mikil stórgrýtis-
röst liggur 5—6 km niður með Sandá.
Sigurður Þórarinsson (1959, 1960)
ályklaði út frá jarðvegsþykkt í Ás-
byrgi og víðar meðfram Jökulsá, að
u. þ. b. 2500 ár væru síðan Jökulsá
„hætti að renna um Ásbyrgi“, og
Haukur Tómasson tekur upp þennan
aldur á síðasta stórhlaup. Hér má
gera smáathugasemd. Sigurður hafði
ekki við annað að styðjast en vöntun
8. mynd. Grjótlagið á Eyjubarminum hlykkjast í rofabarði. I dökku gryfjunni undir
eru bæði H3 og H4. — The boulder layer on llie Eyjan Islancl. Ashlayers in tlie darh
hole to ieft beneath the rock debris.
174