Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 52
10. mynd. Skissa af h'klegum breytingum í Ásbyrgisgljúfrum í stórhlaupum: I. Gil-
botnar eftir hlaup fyrir 4600 árum. II. Eftir hlaup fyrir 3000 árum. III. Núverandi
gljúfurbotnar. (Byggt á jarðvegssniðum.) — Probable changes of the Asbyrgi Canyon
in catastrophic floods. Position of waterfalls after each big flood, 4600 y B.P., 4000 y
B.P. and 2000 y B.P., respectively.
6) Ásbyrgi er grafið í áföngum,
einkum á síðustu 5000 árum.
Lokaorð
Hér hefur einkum verið stuðst við
mola frá nyrstu 45 km flóðfarvegsins.
Eyður eru þó nokkrar og spurningum
ósvarað. Hér eru samt leidd rök að
nokkrum þáttum í fornri hlaupasögu
Jökulsár, sem vafalítið er þó enn þá
flóknari. Með athugunum á nyrstu
80—100 km flóðfarvegsins má þó
sennilega allvel rekja aðalþættina í
stórhlaupasögu árinnar, annað en
upptök hlaupanna.
Verulegur hluti Jökulsárgljúfra er
nú þjóðgarður og almenningseign, og
er það vel. Mótunarsaga þeirra er
hrikaleg og sérstæð. Eldgos, jarð-
skjálftar og hamfarahlaup eiga ægi-
lega kafla í þeirri sögu.
Þakkir
Jarðfræðingarnir Haukur Tómas-
son og Kristján Sæmundsson eiga
miklar þakkir skilið fyrir yfirlestur
handritsins og margar hollar ábend-
ingar. Þá ekki síður Oddur Sigurðs-
son, jarðfræðingur, fyrir hollar um-
ræður og margháttaða fyrirgreiðslu,
svo sem að láta hreinteikna kort og
snið á vinnustofu Orkustofnunar, auk
annars stuðnings.
178