Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 1978, Page 60
L O F T N E T mottokutæki 2. mynd. Issjá Raunvísindastofnunar. — The radio-echo sounding equipment. náði þó ekki að mæla nema 450 metra þykkan jökul. Veturinn 1976—77 var íssjá smíðuð á Raunvísindastofnun. Við þá smíði var byggt á reynslu af samstarfinu við Breta, upplýsingum frá Jarðfræða- stofnun Bandaríkjanna og síðast en ekki síst á áralangri reynslu Raunvís- indastofnunar við smíði flókinna raf- eindatækja. Marteinn Sverrisson verk- fræðingur og Ævar Jóhannesson tækjafræðingur hafa skipulagt íssjána frá grunni og sett saman af miklu hugviti. íssjá Raunvísindastofnunar er nú fullkomnasta tæki, sem völ er á við könnun á þíðjöklum með raf- segulbylgjum (2. mynd). Tækið sendir á hverri sekúndu þúsund 300 nanó- sekúndna langa einbylgjupúlsa út í 30 metra langt tvískauta breiðbands- loftnet. Endurkast frá botni jökulsins er skynjað með sanis konar loftneti, magnað með myndmagnara og Ijós- myndað af sveiflusjá, sem svipar til sjónvarpsskerms. Sé tækið fært úr stað á yfirborði jökulsins skráir það dýpi jökulsins svipað og dýptarmælir í skipum skráir sjávarbotn (3. mynd). íssjáin skynjar einnig endurkast inn- an úr jöklinum og skráir t. d. öskulög í jöklinum svipað og dýptarmælir fisktorfur í sjó. Issjáin opnar því nýtt svið í jöklarannsóknum. Með henni er jökullinn gegnumlýstur. Gagn þessa tækis við jöklarannsóknir er því sambærilegt við gagn dýptarmælis við hafrannsóknir og röntgentækja í læknisfræði. Á 186

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.