Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 61

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 61
MÆLINGAR MEÐ ÍSSJÁ Könnun á Mýrdalsjökli Sumarið 1977 var unnið að könnun á Mýrdalsjökli með íssjánni. Skal hér lýst niðurstöðum. Við erum stödd á Háubungu á Mýrdalsjökli og horfum í norður (4. mynd). Bak við okkur er Vík í Mýrdal í 20 km fjarlægð. Fyrir fótum okkar er mikil slétta, 60 km2 að flatarmáli, í urn 1300 m hæð yfir sjó, en umgirt hæðum, sem rísa 100— 200 rnetra upp yfir hana. Það eru Háabunga, sem við stöndum á, Goða- bunga að vestan, Austmannsbunga í norðri og Kötlukollar að austan. Milli bungnanna skríða jöklar út úr sléttunni: Sólheimajökull milli Háu- bungu og Goðabungu niður á Sól- heimasand, Entujiikull milli Goða- bungu og Austmannsbungu og Kötlu- jökull (öðru nafni Höfðabrekkujök- ull) austur og niður á Mýrdalssand. Undir þessari íssléttu leynist ein virk- asta eldstöð lantlsins. Sautján sinnum vitum við með vissu, að hún hefur gosið frá því land byggðist, eldsúlan skorið sig gegnum íshelluna og ógur- leg jökulhlaup fallið niður á lág- lendi. Flest hafa hlaupin farið niður á Mýrdalssand, en a. m. k. tvö niður Sólheima- og Skógasand (Þórarinsson 1975). Þrisvar hafa menn gengið á jökul eftir gos til þess að skoða Kötlu. Árið 1756 gengu Eggert Ólafsson og Bjarni Pálssön fast að Kötlu, en sáu varla handaskil fyrir snjókomu. Árið 1823 gekk Jón Austmann á jökulinn og lýsti ummerkjum eftir gos. Sr. Jón hefur komist manna næst því að sjá Kötlu berum augum. Þegar Víkverjar komu á jökul árið 1919 hafði ís sigið 3. mynd. Þversnið af jökli séð í íssjá. — Rndio-echo sounding film record. 187

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.