Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 63

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 63
við nesendann, og kalla ég þennan hrygg Kötluhrygg. Þá sjáum við annan hrygg í stefnu nær hornrétt á Kötluhrygg. Þessi hryggur nær frá Háubungu í norð- vesturátt yfir að upptökum Merkur- jökuls ofan við Þórsmörk. Báðir eru hryggirnir jafnháir og mynda saman flöt í um 900 m hæð yfir sjó. Að vestan rís Goðabunga upp úr fletin- um, en Sólheimajökull sker sig inn í hann. Enn vantar 1 km á, að Sól- heimajökull hafi étið sig í gegnum hrygginn yfir í fyrrnefndan dal, sem endar inni í miðjum jökli í krikan- um milli hryggjanna tveggja. Hrygg- urinn milli Háubungu og Merkur- jökuls markar því vatnaskil undir Mýrdalsjökli. Gjósi vestan hans, t. d. í Goðabungu, getur jökulhlaup fallið yfir Skóga- og Sólheimasand. Gjósi hins vegar í Kötluhrygg er eðlilegt að vatn hlaupi niður á Mýrdalssand. Snið yfir vesturhlula Vatnajökuls Sumrin 1976 og 1977 var unnið að mælingum með íssjá á vesturhluta Vatnajökuls. Á 6. mynd sést mælisnið frá Grímsfjalli vestur að jaðri Tungn- árjökuls. Síðujökull og Skaftárjökull falla til suðvesturs gegnum sniðið, en við enda þess skríður Tungnárjökull 5. mynd. Kort af landi undir Mýrdalsjökli. — A preliminary map of the topography under Mýrdalsjökull. 189

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.