Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 64

Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 64
6. mynd. Gervitunglsmynd og snið yfir vesturliluta Vatnajökuls. 1: Grímsvötn; 2: Háabunga; 3: Síðujökull; 4: Skaftárjökull; 5: Tungnárjökull; 6: Kerlingar; 7: Ham- arinn; 8: Sigkatlar (ice cauldrons); 9: Bárðarbunga. — ERTS-image ancl a cross-section of Western Vatnajökull. í vestur eftir því endilöngu. Sniðið hefst norðan við Háubungu. Þar fell- ur jökulbotn á 10 km leið frá 1600 m hæð niður í 800 m, og við tekur 20 km breiður dalur. Um þennan dal falla jökulhlaupin í Skaftá frá sigkötl- unum norðvestan við Grímsvötn. í botni dalsins rísa upp 100—200 m háar liæðir, e. t. v. móbergshryggir. Jökull hefur grafið þennan dal öldum sam- an, en að vestan rís dalurinn upp á ungan, sléttan og lítið grafinn botn Tungnárjökuls. Sem kunnugt er mun Tungná liafa verið bergvatnsá fram um 1600 (Tómasson og Vilmundar- dóttir 1967). Könnun á öskulögum Næsta haust verða 60 ár liðin frá Kötlugosi 1918. Ummerki þess goss eru löngu horfin af yfirborði jökuls- ins. Gosöskuna hefur fennt í kaf og hún borist dýpra í jökulinn með hverju ári. En í íssjánni sést lag á 250 m dýpi, væntanlega Kötluaska frá 1918, sem að meðaltali hefur grafist rúma 4 metra á ári (3. rnynd). Þannig mælir íssjáin afkonnt Mýrdalsjökuls síðustu 60 árin. í þversniðinu frá vesturhluta Vatnajökuls (6. mynd) komu fram mörg lög í íssjánni. Efsta lagið var á um 150 m dýpi. Endurkast frá þessu lagi var sterkast næst Háubungu, og dró úr því er vestar kom á jökulinn. Það bendir til þess, að lagið þynnist í vesturátt. Væntanlega er hér um að ræða öskulag, sem féll fyrir um einni öld frá eldstöð einhvers staðar í Vatnajökli. Á þeim tíma voru eldgos 190

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.