Náttúrufræðingurinn - 1978, Síða 72
Segulmælingar eru mikilvægur þátt-
ur i hinum jarðeðlisfræðilegu athug-
unurn og er þá jafnan gert segulkort
af því svæði, sem kanna skal. Á veg-
um Háskóla íslands, og þó einkum
frá stofnun Raunvísindastofnunar Há-
skólans árið 1966, hefur verið unnið
að umfangsmiklum rannsóknum á
segulsviði jarðar. Hefur Þorhjörn
Sigurgeirsson prófessor þróað og smíð-
að hentug tæki til að kortleggja segul-
svið jarðar úr lofti og hefur hann nú
lokið við að segulmæla allt landið og
er nú unnið að gerð segulkorta og er
hið fyrsta þegar komið út.
Til þess að meta gildi þessara rann-
sókna, grunnvatnsrannsókna og segul-
mælinga, er gagnlegt að líta á skylt
fyrirbæri, þar sem ég tel að sjá megi
nána samlíkingu milli j^ess og hins
heita vatns. Fyrstu áratugina eftir að
farið var að bora eftir jarðolíu, var
einungis borað þar sem greinileg
merki olíu sáust á yfirborði jarðar.
Síðustu áratugina hefur þekking vís-
indamanna á olíusvæðum aukist svo
að Joeir vita nú við hvaða skilyrði olía
hefur myndast, á hvers konar svæðum
vænlegt sé að leita og loks hafa Joeir
þróað árangursríkar aðferðir til að
kanna svæðin án verulegra rannsókn-
arborana. Olíuvinnsla í Norðursjó er
ágætt dæmi um þann árangur sem
hefur náðst.
Ég tel að íslenskir vísindamenn séu
á góðri leið með að byggja upp á
hliðstæðan hátt heildarmynd af eðli
og hegðan hins heita grunnvatns og
J)egar Jsessu lýkur, e. t. v. eftir einn
til tvo áratugi, þá muni íslenskt Jjjóð-
félag uppskera ríkulega af [)ví starfi,
sem nú er verið að vinna. Þá verður
væntanlega unnt að finna hið heita
vatn með minni fyrirhöfn, jjannig að
færri árangurslitlar holur verði bor-
aðar, hægt verður að sækja liið heita
vatn nær J)eim stað ]>ar sem skal nýta
]>að, oft á stöðum sem vonlaust væri
nú talið að bora, og menn munu vita
hvar heitasta vatnið er að finna og
loks má vafalítið vinna mun meira
af heitu vatni en við höfum nokkra
möguleika á að ná með núverandi
vitneskju.
M eginh I u t i j arðhi tar annsóknanna
fer að sjálfsögðu fram við jarðhita-
deild Orkustofnunar og Jjar hefur
verið unnið mikið og gott starf síð-
ustu tvo áratugi. Framlag Raunvís-
indastofnunar Háskólans, sem ég hef
rætt hér nokkuð, hefur aukið hina
almennu Jiekkingu á jarðhita og auð-
veldað mönnum að ná sem bestum
árangri við vinnslu vatns á einstökum
jarðhitasvæðum.
Fyrir fjórum árum fjórfaldaðist
verð á jarðolíu og talið er að á næstu
5—10 árum muni verðið enn Jirefald-
ast. Heitt vatn er nú þegar ein af
mikilvægustu auðlindum íslands og
verðmæti ]>ess mun vafalítið stórauk-
ast á næstu áratugum.
Ég held Jiví að óhætt sé að fullyrða
að framlag Raunvísindastofnunar Há-
skólans með rannsóknum á ferli hins
heita grunnvatns og með kortlagn-
ingu á segulsviði landsins hafi þegar
skilað drjúgum arði.
Rafeindatcekni
Frá Jiessu vil ég snúa mér að öðrum
þætti rannsóknanna, sem ekki er eins
rótgróinn og Jreir sem ég hef hér tal-
að um, og hefur |)ví ekki borið þann
198