Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 5

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 5
1. mynd. Náttfari er mjög fáséður á Islandi. Hann er á ferli að nóttu til, eins og heitið gefur til kynna, en leynist í gróðri á dag- inn. Nightjar ('Caprim- ulgus europaeusj. (Ljósm. photo H. Lass- witz/OKAPIA). og mjóir, stélið langt og fætur veik- burða. Aðeins 2 tegundir náttfara verpa í Evrópu en 7 í N-Ameríku (Peterson 1947, 1961). Tegundir sem verpa norðan heittempraðra svæða eru al- gjörir farfuglar og leita þeir suður í hitabeltið á veturna. Tvær tegundir náttfara hafa fundist á Islandi, önnur evrópsk en hin amerísk. Náttfari (Caprimulgus europaeusj Náttfari (1. mynd) verpur í sunnan- verðri Skandinavíu, norður að 64°N í Finnlandi, á Bretlandseyjum og allt suður til N-Afríku. Auk þess verpur hann austur um miðbik Asíu, allt til Mongólíu og Kína. Tegundinni hefur verið skipt í 6 undirtegundir. I N-Evr- ópu er undirtegundin europaeus en meridionalis í S-Evrópu. Náttfarar hverfa allir frá Evrópu á haustin. Vetrarstöðvar eru í Afríku, um sunnanverða Sahara og allt til S- Afríku. Fartími á haustin liefst þegar í seinni hluta júlí, en þá fara einkum ungfuglar úr fyrsta varpi. Flestir yfir- gefa varpstöðvar á tímabilinu ágúst til byrjun október. Þeir hafa náð suður fyrir miðbaug í október til nóvember. A vorin hefst farflug í mars en flestir koma til Evrópu í apríl og maí. Á íslandi hefur náttfari sést tvisvar. 1. Nýjabær undir Eyjafjöllum, Rang, um 25. október 1933 (imm RM4042). Bjarni Sæ- mundsson (1933). 2. Steinadalur í Suðursveit. A-Skaft, 17. júní 1977 (cf ad RM6595). Hálfdán Björnsson, Kristinn H. Skarphéðinsson, Skarphéðinn Pórisson. Fyrri fuglinn var ungfugl, sem fannst aðframkominn síðla hausts, en sá síðari fullorðinn karlfugl, í fegursta skrúða á þjóðhátíðardeginum. Húmfari (Chordeiles minorj Húmfari er algengastur náttfarateg- unda í N-Ameríku. Hann er algengur um gjörvöll Bandaríkin, í suðurhluta Kanada, frá Labrador og allt vestur til Alaska. Suðurmörk útbreiðslusvæðis- ins eru í Mið-Ameríku. Húmfari er breytileg tegund og hefur níu undir- tegundum verið lýst. Hann er farfugl sem dvelst í S-Ameríku á veturna, allt suður um miðja Argentínu. Fartími á haustin hefst seint í júlí og stendur 83

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.