Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 5

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 5
1. mynd. Náttfari er mjög fáséður á Islandi. Hann er á ferli að nóttu til, eins og heitið gefur til kynna, en leynist í gróðri á dag- inn. Nightjar ('Caprim- ulgus europaeusj. (Ljósm. photo H. Lass- witz/OKAPIA). og mjóir, stélið langt og fætur veik- burða. Aðeins 2 tegundir náttfara verpa í Evrópu en 7 í N-Ameríku (Peterson 1947, 1961). Tegundir sem verpa norðan heittempraðra svæða eru al- gjörir farfuglar og leita þeir suður í hitabeltið á veturna. Tvær tegundir náttfara hafa fundist á Islandi, önnur evrópsk en hin amerísk. Náttfari (Caprimulgus europaeusj Náttfari (1. mynd) verpur í sunnan- verðri Skandinavíu, norður að 64°N í Finnlandi, á Bretlandseyjum og allt suður til N-Afríku. Auk þess verpur hann austur um miðbik Asíu, allt til Mongólíu og Kína. Tegundinni hefur verið skipt í 6 undirtegundir. I N-Evr- ópu er undirtegundin europaeus en meridionalis í S-Evrópu. Náttfarar hverfa allir frá Evrópu á haustin. Vetrarstöðvar eru í Afríku, um sunnanverða Sahara og allt til S- Afríku. Fartími á haustin liefst þegar í seinni hluta júlí, en þá fara einkum ungfuglar úr fyrsta varpi. Flestir yfir- gefa varpstöðvar á tímabilinu ágúst til byrjun október. Þeir hafa náð suður fyrir miðbaug í október til nóvember. A vorin hefst farflug í mars en flestir koma til Evrópu í apríl og maí. Á íslandi hefur náttfari sést tvisvar. 1. Nýjabær undir Eyjafjöllum, Rang, um 25. október 1933 (imm RM4042). Bjarni Sæ- mundsson (1933). 2. Steinadalur í Suðursveit. A-Skaft, 17. júní 1977 (cf ad RM6595). Hálfdán Björnsson, Kristinn H. Skarphéðinsson, Skarphéðinn Pórisson. Fyrri fuglinn var ungfugl, sem fannst aðframkominn síðla hausts, en sá síðari fullorðinn karlfugl, í fegursta skrúða á þjóðhátíðardeginum. Húmfari (Chordeiles minorj Húmfari er algengastur náttfarateg- unda í N-Ameríku. Hann er algengur um gjörvöll Bandaríkin, í suðurhluta Kanada, frá Labrador og allt vestur til Alaska. Suðurmörk útbreiðslusvæðis- ins eru í Mið-Ameríku. Húmfari er breytileg tegund og hefur níu undir- tegundum verið lýst. Hann er farfugl sem dvelst í S-Ameríku á veturna, allt suður um miðja Argentínu. Fartími á haustin hefst seint í júlí og stendur 83
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.