Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 17

Náttúrufræðingurinn - 1992, Síða 17
Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon Áhrif víðis á landnám birkis á skóglausu svæði INNGANGUR Það er alkunna að í gróðurfélögum hafa plöntur oft mikil áhrif á vöxt og viðgang granna sinna. Þessi áhrif geta verið jákvæð eða neikvæð. Þau hafa m.a. verið rakin til skjóls (Carlsson 1990), samkeppni (t.d. Harper 1977, Whittaker 1975) og efnalosunar (all- elopathy) (Whittaker 1975). Við rann- sóknir á samspili plantna hefur athygli einkum beinst að samkeppni, en mjög lítið hefur verið fjallað um annars konar samspil (Carlsson 1990). Bent hefur verið á, að þar sem lífsskilyrði eru erfið vegna eðlisþátta umhverfis- ins megi búast við jákvæðu samspili milli plantna, t.d. þar sem plöntur nema land á gróðursnauðum svæðum (Callaghan og Emanuelsson 1985). Hér á landi eru víðáttumikil svæði gróðursnauð og plöntur eiga þar oft í miklum erfiðleikum með að nema land og komast á legg, t.d. á svæðum sem orðið hafa örfoka. Fremur lítið er vitað um hvernig samspili einstaklinga og tegunda er háttað við slíkar að- stæður. Að undanförnu hefur land- nám birkis (Betula pubescens)* tals- * Tegundaheiti íslenskra háplantna miðast við Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar (1986); latnesk tegundaheiti mosa við lista yfir íslenskar mosategundir (Bergþór Jóhannsson 1983) og tegundaheiti sveppa við Sveppakver Helga Hallgrímssonar (1979). Heiti á erlendum trjá- tegundum miðast við grein Óla Vals Hanssonar (1989). vert verið rannsakað (Sigurður H. Magnússon 1989, Sigurður H. Magn- ússon og Borgþór Magnússon 1990, Asa L. Aradóttir 1991), en áhugi hef- ur aukist á að nota birki í land- græðslu. Gerðar hafa verið tilraunir með birkisáningar við mismunandi aðstæður til þess að kanna áhrif svarð- ar og jarðvegsgerðar á fræspírun og afföll ungplantna (Sigurður H. Magn- ússon og Borgþór Magnússon 1990, Ása L. Aradóttir 1991). Niðurstöður þessara rannsókna hafa m.a. sýnt að sá gróður sem fyrir er hefur afgerandi áhrif á landnám birkis. Þykkt svarð- lagsins hefur t.d. mikil áhrif á spírun og afföll ungplantna. Tiltölulega mikil afföll verða á plöntunum fyrsta vetur- inn, einkum vegna frostlyftingar í jarðvegi. Afföllin eru einnig háð stærð fræplantna. Því stærri sem þær eru á fyrsta hausti þeim mun nreiri eru lífs- líkur þeirra. Ljóst er að þeir þættir sern áhrif hafa á vöxt fræplantna birk- is fyrsta sumarið geta haft rnjög rnikið að segja um hvort plönturnar komast á legg eða ekki. I framhaldi af sáningartilraunum á birki sem hófust 1987 á vegum Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins (Sig- urður H. Magnússon og Borgþór Magnússon 1990) voru árið 1988 hafn- ar nýjar tilraunir á fjórum stöðunr í landi Gunnarsholts á Rangárvöllum. Tilgangur þéirra var m.a. að afla upp- lýsinga um áhrif fræhúðunar og Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 95-108, 1992. 95

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.