Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 17
Sigurður H. Magnússon og Borgþór Magnússon Áhrif víðis á landnám birkis á skóglausu svæði INNGANGUR Það er alkunna að í gróðurfélögum hafa plöntur oft mikil áhrif á vöxt og viðgang granna sinna. Þessi áhrif geta verið jákvæð eða neikvæð. Þau hafa m.a. verið rakin til skjóls (Carlsson 1990), samkeppni (t.d. Harper 1977, Whittaker 1975) og efnalosunar (all- elopathy) (Whittaker 1975). Við rann- sóknir á samspili plantna hefur athygli einkum beinst að samkeppni, en mjög lítið hefur verið fjallað um annars konar samspil (Carlsson 1990). Bent hefur verið á, að þar sem lífsskilyrði eru erfið vegna eðlisþátta umhverfis- ins megi búast við jákvæðu samspili milli plantna, t.d. þar sem plöntur nema land á gróðursnauðum svæðum (Callaghan og Emanuelsson 1985). Hér á landi eru víðáttumikil svæði gróðursnauð og plöntur eiga þar oft í miklum erfiðleikum með að nema land og komast á legg, t.d. á svæðum sem orðið hafa örfoka. Fremur lítið er vitað um hvernig samspili einstaklinga og tegunda er háttað við slíkar að- stæður. Að undanförnu hefur land- nám birkis (Betula pubescens)* tals- * Tegundaheiti íslenskra háplantna miðast við Plöntuhandbók Harðar Kristinssonar (1986); latnesk tegundaheiti mosa við lista yfir íslenskar mosategundir (Bergþór Jóhannsson 1983) og tegundaheiti sveppa við Sveppakver Helga Hallgrímssonar (1979). Heiti á erlendum trjá- tegundum miðast við grein Óla Vals Hanssonar (1989). vert verið rannsakað (Sigurður H. Magnússon 1989, Sigurður H. Magn- ússon og Borgþór Magnússon 1990, Asa L. Aradóttir 1991), en áhugi hef- ur aukist á að nota birki í land- græðslu. Gerðar hafa verið tilraunir með birkisáningar við mismunandi aðstæður til þess að kanna áhrif svarð- ar og jarðvegsgerðar á fræspírun og afföll ungplantna (Sigurður H. Magn- ússon og Borgþór Magnússon 1990, Ása L. Aradóttir 1991). Niðurstöður þessara rannsókna hafa m.a. sýnt að sá gróður sem fyrir er hefur afgerandi áhrif á landnám birkis. Þykkt svarð- lagsins hefur t.d. mikil áhrif á spírun og afföll ungplantna. Tiltölulega mikil afföll verða á plöntunum fyrsta vetur- inn, einkum vegna frostlyftingar í jarðvegi. Afföllin eru einnig háð stærð fræplantna. Því stærri sem þær eru á fyrsta hausti þeim mun nreiri eru lífs- líkur þeirra. Ljóst er að þeir þættir sern áhrif hafa á vöxt fræplantna birk- is fyrsta sumarið geta haft rnjög rnikið að segja um hvort plönturnar komast á legg eða ekki. I framhaldi af sáningartilraunum á birki sem hófust 1987 á vegum Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins (Sig- urður H. Magnússon og Borgþór Magnússon 1990) voru árið 1988 hafn- ar nýjar tilraunir á fjórum stöðunr í landi Gunnarsholts á Rangárvöllum. Tilgangur þéirra var m.a. að afla upp- lýsinga um áhrif fræhúðunar og Náttúrufræðingurinn 61 (2), bls. 95-108, 1992. 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.