Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 23

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 23
5. mynd. Lakksveppir (Laccaria laccata) og birki við gulvíði í óábornum reit á Vak- hól, í ágúst 1991. Fruit- bodies of Laccaria laccata and birch (Bet- ula pubescens) seedl- ing near willow (Salix phylicifolia) in an un- fertilized plot in Aug- ust 1991. Ljósm. photo Sigurður H. Magnús- son. Að meðaltali voru birkiplönturnar á beltinu næst víðinum allt frá því að vera með 1,7-falt stærri blaðkrónu en plöntur sem voru lengra frá (vorsán- ing, húðað) upp í að vera með 2,9-falt stærri blaðkrónu (haustsáning, ábor- ið). Eins og hjá eldri plöntunum var mikil dreifing á stærð næst víðinum (4. mynd). Nokkrar plantnanna höfðu vaxið vel og voru sumar þeirra komn- ar með yfir 10 mm blaðkrónu og stærsta plantan reyndist vera 18 mm í þvermál. Hins vegar virtist stór hluti plantnanna næst víðinum ekki hafa orðið fyrir sérstökum vaxtaráhrifum. AÐRAR ATHUGANIR Þegar birkiplönturnar voru skoðað- ar haustið 1990 var greinilegur munur á útliti þeirra eftir fjarlægð frá víði. Þær sem voru tiltölulega nálægt víði- plöntum voru margar dökkgrænar og þroskalegar í útliti, en þær sem voru lengra frá voru mun Ijósari og veiklu- legri. Þessi munur var einkum áber- andi hjá eldri plöntunum, þ.e. þeim sem spírað höfðu sumarið 1988. Við skoðun á rótum nokkurra víði- plantna haustin 1990 og 1991 kom fram, að þær höfðu mjög áberandi svepprót. Nokkrar „stórar” birki- plöntur nálægt víði voru einnig skoð- aðar og voru þær allar með svepprót. Aftur á móti var ekki gerð nein könn- un á hvort einhver munur væri á svepprótarmyndun með vaxandi fjar- lægð frá víðinum eða hvort samband væri á milli svepprótarsmitunar og stærðar birkiplantna. Hattsveppir voru mjög áberandi á nokkurn veginn hringlaga svæði um- hverfis víðiplönturnar í lok sumars. Tekin voru sýni af sveppum við nokkrar víðiplöntur bæði 1990 og 1991, í Vakalág og einnig á Vakhól sem er annað rannsóknasvæði við Gunnarsholt þar sem gerðar hafa ver- ið sams konar tilraunir og í Vakalág. Algengasti sveppurinn við víðiplöntur var lakksveppur (Laccaria laccata) (5. mynd) en aðrir sveppir tilheyrðu eftir- farandi ættkvíslum: kögursveppir (Cortinarius), dýhettur (Galerina), fölvasveppir (Hebeloma) og hæru- sveppir (Inocybe) en þessa sveppi var ekki unnt að greina til tegunda. Auk þess fannst mópeðla (Psilocybe mont- aná) í sýnunum. UMRÆÐA Niðurstöðurnar sýna að greinilegt samband er á milli stærðar ungra 101

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.