Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 23
5. mynd. Lakksveppir (Laccaria laccata) og birki við gulvíði í óábornum reit á Vak- hól, í ágúst 1991. Fruit- bodies of Laccaria laccata and birch (Bet- ula pubescens) seedl- ing near willow (Salix phylicifolia) in an un- fertilized plot in Aug- ust 1991. Ljósm. photo Sigurður H. Magnús- son. Að meðaltali voru birkiplönturnar á beltinu næst víðinum allt frá því að vera með 1,7-falt stærri blaðkrónu en plöntur sem voru lengra frá (vorsán- ing, húðað) upp í að vera með 2,9-falt stærri blaðkrónu (haustsáning, ábor- ið). Eins og hjá eldri plöntunum var mikil dreifing á stærð næst víðinum (4. mynd). Nokkrar plantnanna höfðu vaxið vel og voru sumar þeirra komn- ar með yfir 10 mm blaðkrónu og stærsta plantan reyndist vera 18 mm í þvermál. Hins vegar virtist stór hluti plantnanna næst víðinum ekki hafa orðið fyrir sérstökum vaxtaráhrifum. AÐRAR ATHUGANIR Þegar birkiplönturnar voru skoðað- ar haustið 1990 var greinilegur munur á útliti þeirra eftir fjarlægð frá víði. Þær sem voru tiltölulega nálægt víði- plöntum voru margar dökkgrænar og þroskalegar í útliti, en þær sem voru lengra frá voru mun Ijósari og veiklu- legri. Þessi munur var einkum áber- andi hjá eldri plöntunum, þ.e. þeim sem spírað höfðu sumarið 1988. Við skoðun á rótum nokkurra víði- plantna haustin 1990 og 1991 kom fram, að þær höfðu mjög áberandi svepprót. Nokkrar „stórar” birki- plöntur nálægt víði voru einnig skoð- aðar og voru þær allar með svepprót. Aftur á móti var ekki gerð nein könn- un á hvort einhver munur væri á svepprótarmyndun með vaxandi fjar- lægð frá víðinum eða hvort samband væri á milli svepprótarsmitunar og stærðar birkiplantna. Hattsveppir voru mjög áberandi á nokkurn veginn hringlaga svæði um- hverfis víðiplönturnar í lok sumars. Tekin voru sýni af sveppum við nokkrar víðiplöntur bæði 1990 og 1991, í Vakalág og einnig á Vakhól sem er annað rannsóknasvæði við Gunnarsholt þar sem gerðar hafa ver- ið sams konar tilraunir og í Vakalág. Algengasti sveppurinn við víðiplöntur var lakksveppur (Laccaria laccata) (5. mynd) en aðrir sveppir tilheyrðu eftir- farandi ættkvíslum: kögursveppir (Cortinarius), dýhettur (Galerina), fölvasveppir (Hebeloma) og hæru- sveppir (Inocybe) en þessa sveppi var ekki unnt að greina til tegunda. Auk þess fannst mópeðla (Psilocybe mont- aná) í sýnunum. UMRÆÐA Niðurstöðurnar sýna að greinilegt samband er á milli stærðar ungra 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.