Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 55

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 55
Ævar Petersen Nýr fundarstaður lyngbobba Hér á landi hafa aðeins fundist um 25 tegundir landkuðunga (Arni Ein- arsson 1977, Arni Einarsson o.fl. 1984). Lyngbobbi Arianta arbustor- um; er einn þeirra og jafnframt ein stærsta tegundin (1. mynd), en kuð- ungarnir verða allt að 2 cm á breidd (Hjörleifur Guttormsson 1972). Meginútbreiðsla lyngbobba er frá Gunnólfsvíkurfjalli við Bakkaflóa suður til Kvískerja í Öræfum (2. mynd) og er hann víða algengur á þessu svæði (Hjörleifur Guttormsson 1972, Árni Einarsson 1977). Hann hef- ur löngum verið talinn lýsandi dæmi um „Austurlandstegund“, en slík dreifing er einna kunnust meðal ým- issa háplöntutegunda (Steindór Stein- dórsson 1962). Lyngbobba hefur þrisvar áður verið getið utan Austurlands, í öllum tilvik- urn á Vestfjörðum (2. mynd). Árni Einarsson (1977) telur tegundina geta verið landlæga þar en frekari staðfest- ingar sé þörf. Þann 19. september 1991 var Kristó- fer Jónasson að tína hrútaber nálægt Hamraendum í Breiðuvík á Snæfells- 1. mynd. Lyngbobbi. Myndin er tekin í ágúst 1975 á Jökuldal. - Arianta arbustorum in Jökuldalur, East-Iceland, Aug. 1975. Ljósm. photo Oddur Sig- urðsson. Náttúrufræöingurinn 61 (2), bls. 133-135, 1992. 133

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.