Fréttablaðið - 20.05.2009, Page 10
10 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
HEIMUR
LEIKJA
2.999
SPARIÐ 3.000
OPNUNART
ÍMAR
GRAFARVO
GUR
KÓPAVOGU
R
MÁNUDA
GA-FÖST
UDAGA
11 - 19
LAUGARD
AGA 10 -
18
SUNNUD
AGA
12 - 18
OPNUNARTÍMARAKUREYRIMÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 10 - 18.30LAUGARDAGA 10 - 17SUNNUDAGA 13 - 17
6.499
SPARIÐ 6.500
124518
BARBIE
Svefnherbergis- eða eldhúss-
gjafasett. Inniheldur margar
aðgerðir og dúkku. Verð 5.999
T
ilb
o
ð
in
g
ild
a
ti
l o
g
m
eð
2
7.
05
.2
00
9.
Í
ve
rð
un
um
e
r i
nn
ifa
lin
n
vi
rð
is
au
ka
sk
at
tu
r.
Þa
ð
er
t
ek
in
n
fy
ri
rv
ar
i á
p
re
nt
vi
llu
m
o
g
u
p
p
se
ld
um
v
ö
ru
m
.
Kópavogur Smáratorg 3 sími 550 0800 Grafarvogur Blikastaðarvegur 2-8 sími 585 0600 Akureyri Glerártorg sími 461 4500
153852
HÖFN (7994)
Látum akkerið falla því farskipið er komið
í höfn. Notaðu stóra hafnarkranann og
vörubílinn til þess að tæma skipið svo það
sé tilbúið í næstu ferð. Frá 6 ára.
Verð 12.999
FYLGSTU MEÐ ÞEGAR NÝI VÖRULISTINN
KEMUR Í PÓSTKASSANN
LEIKFANGAHÚSIÐ
MEÐ SKEMMTILEGUSTU
VERÐIN
6.999
FRJÁLST VAL
SPARIÐ 3.000
7.999
FRJÁLST VAL
SPARIÐ 2.000
6.999
SPARIÐ 2.000MIKIÐ ÚRVAL HJÓLALEIK-
FANGA Á LÁGU VERÐI
MÆTT Á LÍFSBALL Hýr gestur mætir í
viðeigandi klæðum á svonefnt „Lífs-
ball“ framan við ráðhúsið í Vínarborg.
Ballið er árleg fjáröflunarsamkoma til
stuðnings HIV-smituðum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DANMÖRK Anders Fogh Rasmus-
sen, fyrrverandi forsætisráð-
herra Dan-
merkur sem
tekur við sem
framkvæmda-
stjóri NATO í
sumar, kvaddi
flokksmenn
sína í Venstre
á flokksþingi í
Óðinsvéum um
helgina. Þótti
það tilfinninga-
þrungin stund.
Fogh gerði í ræðunni upp sjö
og hálfs árs valdatíð og ellefu ára
flokksformennsku. Fogh lýsti end-
urskoðun danska skattkerfisins
sem veigamestu arfleifð stjórnar-
tíðar sinnar. Breytt hlutverk Dan-
merkur í alþjóðastjórnmálum átti
líka stóran sess í ræðunni. - aa
Anders Fogh kveður Venstre:
Las pólitíska
erfðaskrá sína
ANDERS FOGH
RASMUSSEN
ALÞINGI „Útgefendur af þessum bréf-
um eru þekktir. Hverjir eru hand-
hafar þeirra í dag er ekki eins ljóst,“
sagði Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra í fyrirspurnartíma á
Alþingi í gær.
Þór Saari, þingmaður Borgara-
hreyfingarinnar, spurði Steingrím
hvort hann vissi hverjir væru eig-
endur jöklabréfanna sem héldu
íslensku fjármálalífi í gíslingu. Þá
sagði Þór að orðrómur væri uppi um
að stór hluti jöklabréfa væri í eigu
íslenskra aðila.
Steingrímur sagði margt sett
saman undir einn hatt, aðeins hluti
af því sem vísað væri til sem jökla-
bréf væru slík. Sagðist hann hafa
þær upplýsingar frá Seðlabankan-
um að jöklabréfin væru ekki nema
í óverulegu mæli í eigu innlendra
aðila og því væri orðrómurinn sem
Þór vísaði til rangur. Fram kom í
máli Steingríms að unnið væri að
því að ná íslenskum skuldabréfum
í eigu erlendra aðila aftur heim, „en
það er tafsöm vinna og þarf að fara
með í samráði við þarlend stjórn-
völd“. Það sama mætti segja um
lán sjávarútvegsfyrirtækja, sem
enn væru í eigu erlendra aðila eftir
að íslensku bankarnir féllu. - ss
Spurt hvort eigendur jöklabréfa séu íslenskir í fyrirspurnartíma á Alþingi:
Seðlabanki segir orðróm rangan
ÞÓR SAARI Þingmaður Borgarahreyf-
ingarinnar vildi fá að vita hver ætti
jöklabréfin, og fékk að vita að þau væru
í óverulegum mæli í eigu íslenskra aðila.
BRUSSEL, AP Varnarmálastofnun
Evrópusambandsins, EDA, segist
hafa fengið samþykki fyrir áform-
um um að hefja undirbúning að
því að láta smíða þungaflutninga-
þyrlu fyrir heri aðildarríkjanna.
Þyrlan verður hugsanlega þróuð í
samstarfi við Bandaríkjamenn.
Forstjóri stofnunarinnar, Alex-
ander Weis, segir að verið sé að
ganga frá skilgreiningum á því
sem þyrlan á að geta gert. Yfir-
völd í Þýskalandi og Frakklandi
hafa sagt vera þörf á um 100
svona þyrlum. Að sögn Weis eru
góðar horfur á að samningar tak-
ist við bandarísk hermálayfirvöld
um samstarf um verkefnið. - aa
Varnarmálastofnun Evrópu:
Áform um her-
flutningaþyrlu
SJÁVARÚTVEGUR Umhverfi Reykjavíkurhafnar við
Grandagarð mun taka stakkaskiptum á næst-
unni þegar tíu mjöltankar, sem voru hluti fisk-
mjölsverksmiðju HB Granda, verða teknir niður
og fluttir austur á Vopnafjörð. Verið er að hækka
tankana um fjóra metra og munu þeir, 22 metra
háir, setja sterkan svip á byggðina í Vopnafirði í
framtíðinni.
Fiskmjöls- og lýsisvinnslu var hætt í fiskmjöls-
verksmiðju HB Granda í Reykjavík í ársbyrjun
2005 en þá var brædd loðna í verksmiðjunni. Fyr-
irtækið starfrækir nú tvær fiskmjölsverksmiðj-
ur, á Akranesi og í Vopnafirði, og í tengslum við
flutninginn á mjöltönkunum verður ráðist í frekari
framkvæmdir við verksmiðjuna á Vopnafirði.
Mjöltankarnir verða fluttir í júlí og hefur norsk-
ur flutningaprammi verið fenginn til verksins.
Auk tankanna verður helsti tækjabúnaður
fiskmjöls verksmiðjunnar í Reykjavík fluttur aust-
ur og mun nýtast þar í framtíðinni. Jafnframt
verður sett upp nýtt útskipunarkerfi fyrir mjöl,
sem gerir Grandamönnum kleift að dæla mjölinu
beint úr tönkunum í lestar flutningaskipa. Skapast
mikið hagræði við það en mjölinu hefur hingað til
verið keyrt að skipshlið í sekkjum sem vega eitt og
hálft tonn. - shá
Miklar breytingar á umhverfi Reykjavíkurhafnar og á Vopnafirði fyrirsjáanlegar:
Tíu mjöltankar fluttir austur
MJÖLTANKAR HB GRANDA Tankarnir hafa sett mikinn svip á
höfnina við Grandagarð. MYND/HBGRANDI
KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld
lögðu í gær áherslu á vilja sinn
til að efla tengsl við Evrópu-
sambandið og hyggjast sýna
það í verki með því að forsætis-
ráðherra landsins, Wen Jiabao,
mæti á árlegan samráðsfund
Kína og ESB sem hefst í Prag í
dag.
„Við búumst við og trúum að
þessi fundur muni efla enn frek-
ar gagnkvæmt traust, dýpka
gagnkvæmt samstarf og bæta
enn tengsl Kína og ESB,“ sagði
Ma Zhaoxu, talsmaður kín-
verska utanríkisráðuneytisins.
Kínastjórn afboðaði uppruna-
legan boðaðan samráðsfund í
desember vegna gremju sinn-
ar yfir því að franski forset-
inn Nicolas Sarkozy, sem þá var
í forsæti ESB, skyldi hafa hitt
Dalai Lama. - aa
Samráðsfundur Kína og ESB:
Kínastjórn vill
bæta tengslin