Fréttablaðið - 20.05.2009, Síða 12

Fréttablaðið - 20.05.2009, Síða 12
12 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is frá degi til dags FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is fréttastjórar: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is menning: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is Viðskiptaritstjóri: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is Helgarefni: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is allt og sérblöð: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is íþróttir: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is ljósmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðslustjóri: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. ritstjórar: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is aðstoðarritstjóri: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lya sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lya sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyð nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyð er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yrleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. Geymið lyð þar sem börn hvorki ná til né sjá. Janúar 2009. A Af litlum neista… 20 mg, 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Nýtt magalyf án lyfseðils Þ jóðin hefur forgangsraðað og það val á að endurspeglast í störfum ríkisstjórnar og Alþingis, var boðskapur for- sætisráðherra í stefnuræðunni. Kjósendur völdu sannar- lega hreina vinstri stjórn á dögunum og veittu henni opið umboð. Ekki er unnt að áfellast forsætisráðherra fyrir að árétta valdið til að fylgja flokkslínum. Fyrir kosningar greindi ríkisstjórnin ekki frá stefnu sinni í efna- hagsmálum nema um sviptingu veiðiheimilda útgerða og smábáta- sjómanna. Eftir kosningar hefur hún heldur ekki kynnt áform sín í einstökum atriðum ef frá er skilin ákvörðun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Stefnuræðan breytti engu að þessu leyti. Á erfiðum tímum hefði mátt ætla að forsætisráðherra legði nokk- uð djúpa hugsun í jafn mikilvæga ræðu. Það var hins vegar ekki að heyra. Á sama tíma og forsætisráðherra sagði að stjórnin myndi fylgja hreinum línum vinstri flokkanna kallaði hann á samráð og samstöðu allrar þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hefur að sjálfsögðu skýrt umboð til að framkvæma stefnu sína óblandaða. Það ber hins vegar vott um óskýra hugsun þegar kallað er á samstöðu og einingu með þeim skilmálum að minnihluti þjóðarinnar og hagsmunasamtök í pólitískri ónáð lagi sig sjálfkrafa að flokkslínum stjórnarinnar. Þannig lagði forsætisráðherra málið fyrir í stefnuræðunni og skilgreindi öll andmæli við stjórnarboðskapinn sem gamaldags skotgrafahernað. Kjarni málsins er sá að ríkisstjórnarflokkarn- ir höfnuðu fyrir þremur mánuðum hugmyndum um þjóðstjórn á þessum örlagatímum. Þeir völdu flokkslínustjórnmál og fengu óumdeildan stuðning meirihluta kjósenda til að fylgja þeim eftir. Sjávarútvegsmálin eru gott dæmi um þessa óskýru hugsun. Fisk- veiðistjórnunarkerfið er skotið í kaf með einni ákvörðun. Rekstur smábáta og annarra sjávarútvegsfyrirtækja er settur í uppnám með veiðileyfasviptingum. Frá þessu má ekki víkja. Það er flokks- lína. Ríkisstjórnin hefur hins vegar enga hugmynd um hvað við eigi að taka. Það ráðleysi er fært í þann búning að kalla eigi eftir þjóðarsamstöðu um lausnir. Það er heldur holur hljómur í ákalli eftir þjóðarsamstöðu á þessum forsendum. Skýri boðskapurinn í stefnuræðunni laut að þeirri ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ástæða er til að fagna þeim áformum. Samningsstaða Íslands ræðst nokkuð af þeim styrk sem að baki ákvörðuninni býr. Augljóst veikleikamerki er að hefja þessa vegferð með því að sýna Evrópusambandinu í raun að ríkisstjórnin geri lítið með gildi rekstrarafkomu í sjávarútvegi fyrir þjóðarbúskapinn. Annað veik- leikamerki er ráðvilla um hvernig stjórna eigi fiskveiðum. Hvernig á að sannfæra Evrópusambandið ef ríkisstjórninni stendur á sama um hag sjávarútvegsfyrirtækjanna og smábátanna? Óumdeilt er að á sjávarútvegssviðinu verður erfiðast að verja hagsmuni landsins í aðildarsamningum. Samt er opnunarleikurinn sá að tefla þar fram veikleika flokkslínustjórnmálanna. Æskilegt væri að ríkisstjórnin héldi þannig á málum að óþörf tortryggni þeirra, sem mestra hagsmuna hafa að gæta, dragi ekki fyrirfram úr þeim möguleika að ná endanlegri samningsniður- stöðu sem meirihluti þjóðarinnar gæti fallist á að yrði Íslandi til hagsbóta. Forsætisráðherra notaði því miður ekki stefnuræðuna til að gefa merki þar um. Flokkslínustjórnmál eða þjóðarsamstaða: Holur hljómur þorsteinn pálsson skrifar umræðan Hildur Lilliendahl skrifar um gjaldtöku í bílastæði HÍ Á prófatíma er tölvupóstur langbesta leið-in til að ná til stúdenta Háskóla Íslands. Á yfirstandandi prófatörn hefur stúdenta- ráð nýtt sér þann kost tvisvar til að dreifa rangfærslum og áróðri til nemenda. Ráðið hefur neitað að leiðrétta rangfærslurnar og það er því af illri nauðsyn sem ég nýti mér fjölmiðil til þess. Póstunum frá stúdentaráði var ætlað að vekja athygli á undirskriftasöfnun ráðsins gegn gjald- skyldu 5% af bílastæðum skólans. Rangfærslurnar í póstunum eru þær helstar að allur ágóði gjald- skyldunnar renni til Bílastæðasjóðs og að „fyrr en varir verði öll bílastæði við Háskólann gjaldskyld“. Ég óskaði eftir heimildum fyrir þeirri fullyrðingu og fékk uppgefið nafn dr. Ingjalds Hannibalssonar, deildarforseta viðskiptafræðideildar. Ég fór á fund Ingjalds til að kanna málið, og viti menn: Engin ákvörðun hefur verið tekin um að rukka fyrir notkun fleiri en 100 bílastæða af 2.000, þótt slíkt sé vissulega hluti af framtíðarsýn skólans. Tekjurnar verða notaðar til að borga fyrir uppsetningu mæla og annað er lýtur að framkvæmdinni og ef kemur til arðs verður honum skipt milli aðilanna. Skólinn hyggst nota sinn hluta til að bæta aðstöðu hinna gangandi, hjólandi eða strætófarþega. Ég hef komið af stað undirskriftasöfnun til stuðnings þeirri ákvörðun að gera bíla- stæði einkabíla við skólann gjaldskyld, enda eðlileg og umhverfisvæn stefna fyrir nútímalega stofnun (sjá: www.petitionon- line.com/borgum). Ég óskaði eftir því við ráðið að ég fengi að auglýsa söfnunina á póstlista nemenda en var synjað á þeim for- sendum að ráðið væri ósammála mér. Í reglum um póstlistann hi-nem segir: „Eingöngu bein skilaboð frá SHÍ skal senda út á hi-nem póst- listann og áskilur ráðið sér þann rétt að hafna öllum þeim skeytum sem það telur ekki eiga erindi til allra stúdenta við HÍ.“ Ég óska eftir því við háskóla- ráð að tekin verði afstaða til eftirfarandi spurninga: Hverjir eru skjólstæðingar stúdentaráðs? Eru það stúdentar eða eru það stúdentar sem eru sammála þeim? Á stúdentaráð að vera einrátt um það hvaða pólitík eigi erindi við nemendur? Má ráðið nota póstlista nemenda til þess að dreifa lygi? Höfundur er háskólanemi. Opið bréf til háskólaráðs HÍ Hildur lilliendaHl Viggósdóttir Ég var lítil stelpa, 7 ára gömul, þegar konur tóku að birtast í áður ókunnum mæli á sjónvarps- skjánum og tala um pólitík. Þær töluðu skynsamlega um hluti sem snertu alla. Þær brostu, þær voru í litríkum fötum og höfðu frjálslegt yfirbragð. Þær töluðu fyrir nýjum hugmyndum og gild- um sem sjaldnast var imprað á í sjónvarpssal. Og þær töluðu um að konur ættu að vera glaðar og njóta sín. Ég tók eftir því að mamma mín og allar vinkonur hennar urðu einkennilega upp- tendraðar þegar konurnar birtust á skjánum. Þær gengu hnarreist- ar um, bakið var beinna og brosið fullt af von. Mér líkaði strax vel við konurnar í sjónvarpinu. Mín kynslóð átti eftir að vaxa úr grasi njótandi áhrifa þeirra, sem voru ansi hreint mögnuð, þegar litið er um öxl. Þetta voru leysingar og bara byrjunin. Árið var 1983 og kosningar nálg- uðust. Ferðir út í búð með mömmu voru plága, við kexhilluna var stoppað og talað um Kvennalist- ann, við kjötborðið var stoppað og talað um Kvennalistann, við mjólk- urkælinn, í sjoppunni, á heimleið- inni – það voru allir að tala um Kvennalistann. Ég var sjö ára og hélt með Fylki og Wham. Og auðvitað Kvennalistanum. smálækir Fyrirmyndir eru ungu fólki gríðar- lega mikilvægar. Hver sú kona sem kemst að kjötkötlunum þar sem þeir eru heitastir er þyngdar sinn- ar virði í gulli. Margfeldisáhrifin á ungar stelpur og konur eru ósegj- anlega mikil, og ekki skal gert lítið úr því hvað sterkar kven- fyrirmyndir hafa að gera fyrir karlpening á öllum aldri. Fyrir- myndir kvenna af minni kynslóð voru Vigdís, Kvennalistakonur, Ingibjörg Sólrún. En þær var líka að finna í dómskerfinu, mennta- kerfinu, listalífinu, stjórnsýslunni, viðskiptalífinu. Fáar til að byrja með, smálækir hér og þar, en fleiri eftir því sem liðið hefur á. Í fyrstu voru stíflurnar háar og illviðráð- anlegar. Fyrsti kvenprestur lands- ins, séra Auður Eir, hefur rifjað það upp að menn treystu illa konu til að jarðsyngja, þær væru svo óttalega viðkvæmar; „myndi hún ekki bara skæla yfir kistunni?“ Það er nú langt um liðið síðan þetta var en það eru bara örfáir dagar síðan fréttakona spurði Katrínu Júlíusdóttur, nýbakaðan iðnaðar- ráðherra, hvort henni „yxi þetta ekki í augum?“ Viðhorf til kvenna á valdastólum geta verið býsna erfið, besta leiðin til að umbera þau er að gefa þeim langt nef og hlæja þau út af borðinu. Til þess þarf kjark, samstöðu og systralag. Og meðvitund allra um að slík við- horf eru best geymd grafin í kistu, djúpt undir fótum okkar. stórfljót Það er hægt að fella karlavígin en fáum konum hefur tekist það. Sem betur fer falla þau þó eitt af öðru, víða er hægt að tala um leysing- ar, jafnvel beljandi stórfljót. Verk- efni kvennabaráttunnar eru ærin og breytileg. Sífellt þarf að berja í pottana og pönnurnar og minna á að þjóðin kemst hvorki lönd né strönd ef raddir beggja kynja heyr- ast ekki af sama styrk. Reynslu- heimur kvenna og karla er ólíkur og það er öllum fyrir bestu að hann nýtist sem víðast, hvort sem er við stjórnvöl fyrirtækja, í skólastofum eða sölum Alþingis. Konur af minni kynslóð tókust á við fyrstu fullorðinsárin í borg sem stjórnað var af konum. Ásýnd borgarinnar mýktist og málefni fjölskyldna komust rækilega á dagskrá. Leikskólarnir spruttu upp, grunnskólinn var einsettur og kynbundni launamunurinn skorað- ur á hólm. Við fengum pata af því að æðstu stjórnendur borgarinnar væru komnir á háa hæla og skila- boðin voru skýr: Áfram stelpur. Við mátuðum þessar konur eins og kápur og kjóla. Við þurftum engan spegil, við áttum svo góðar fyrir- myndir. Og fleiri en eina, fleiri en tvær. Strákar höfðu alltaf getað mátað sig við her stjórnmálamanna, for- stjóra og framkvæmdastjóra. Konur hafa í gegnum tíðina prís- að sig sælar ef fyrirmyndir komu í tvíriti. Alþingi Íslendinga var sett í síðustu viku og aldrei hafa konur verið þar fleiri. Nú leiðir kona í fyrsta sinn ríkisstjórn og við minni tækifæri hefur verið tilefni til að gleðjast. Það er mikilvægt að fagna góðum áföngum, um leið og hvatt er til dáða. Það er nauð- synlegt fyrir konur á öllum aldri, ungar sem gamlar, að hugleiða alla smálækina sem holuðu jarðveginn, runnu saman og mynduðu loks far- vegi fyrir stórfljót. Slík fljót ryðja burtu öllum hindrunum. Við ætlum að fagna áföngum kvennabarátt- unnar í Iðnó klukkan 5 í dag á Upp- sprettuhátíð. Fögnum saman. Höfundur er borgarfulltrúi. Allt fram streymir oddný sturludóttir í dag | Jafnréttismál allir út í sólina Íslendingar fagna veðurblíðunni sem leikið hefur við þá undanfarna daga, og alþingismönnum finnst eflaust eins og öðrum gott að láta sólina sleikja sig. Ósagt skal þó látið hvort það hafi verið ástæðan fyrir því að fáliðað var orðið í þingsal seinni partinn í gær þegar Þór Saari, þingmaður Borgara- hreyfingarinnar, steig í pontu. „Hér eru ekki eftir nema örfáir nýliðar, sem annaðhvort vita ekki að þeir mega fara heim, eða eru svo áhugasamir í nýju vinnunni,“ sagði Þór. Sem kunnugt er hefur hann óskað þess að gluggi á þinghúsinu fái að standa opinn. Á blíðviðrisdögum sem þessum á hann sér sjálfsagt fleiri stuðningsmenn en ella. En spurning er hvort þingverð- ir læsi þá ekki dyrunum í staðinn? þá vitum við það Fyrir nokkrum dögum var á þessum stað vikið að rannsóknarefni Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors, sem ber titilinn „Íslenskir kommúnistar 1918-1998“, og spurt hvaða tímamót hefðu orðið 1998. „Því er auðsvarað,“ skrifar Hannes Hólm- steinn. „Alþýðubanda- lagið var lagt niður 1998, þegar hluti þess rann inn í Samfylking- una og hluti stofnaði Vinstri græna.“ Reyndar hélt VG upp á tíu ára afmæli í ár, en hvað um það. Hispurslaus sjálfsgagnrýni? Greinin „Ríkisstjórn jafnaðar?“ eftir Sverri Jakobsson, sem birtist í Frétta- blaðinu í gær, vakti nokkra athygli, til dæmis vísuðu margir á Fésbók- inni í hana. Í þeim hópi var Svandís Svavarsdóttir, nýbakaður umhverfis- ráðherra, sem lýsir yfir ánægju með Sverri og grein hans á síðu sinni. Það er óneitanlega forvitnilegt í ljósi þess að Sverrir gagnrýnir ríkisstjórnina, sem Svandís á sæti í, fyrir að senda hálfvolg skilaboð í jafnréttismálum. Þýðir þetta að Svandís taki undir með Sverri og vonbrigðum hans varðandi kynja- skiptingu ríkisstjórnarinnar, sem hann skrifar á „stólaleikinn eftir kosningar“? Það verður þá að segja Svandísi til hróss að hún tekur gagnrýni vel. bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.