Fréttablaðið - 20.05.2009, Síða 16
16 20. maí 2009 MIÐVIKUDAGUR
UMRÆÐAN
Óli Gneisti Sóleyjarson
skrifar um trúfrelsi
Á nýlegri þingsetningu var hugrekki fjögurra
þingmanna það sem vakti
mesta athygli. Þeir neituðu
opinberlega að taka þátt
í hefð sem tengir saman
Alþingi og ríkiskirkjuna. Í
raun hafa alltaf verið til þingmenn
sem ekki hafa tekið þátt í messu-
haldinu en þeir létu bara engan vita
af því. Nú var það skref stigið að
almenningur fékk að vita af þessu.
Viðbrögðin við þessu voru margs
konar. Sumir voru ánægðir með
þingmennina en aðrir ósáttir. Einn
fyrrverandi ráðherra súmmer-
aði ágætlega upp skoðanir margra
þegar hann sagði að það hefði verið
allt í lagi þegar þingmenn tóku ekki
þátt í messunni en það væri óhæfa
að láta alla vita af því. Útvarps-
maður á Bylgjunni tók annan pól í
hæðina og sagði að þingmennirn-
ir hefðu átt að „drullast í kirkju og
vera prúðir“.
Hvorugur þessara manna virð-
ist hafa djúpan skilning á trúfrelsi.
Annar vill bókstaflega skylda þing-
menn til að mæta í kirkju en hinn
vill að menn feli skoðanir sínar.
Þannig eiga þingmenn sem
ekki fara í kirkju að taka
sér hlutverk hommans í
skápnum eða heiðingjans
sem fær að blóta á laun.
Ef við byggjum við trúf-
relsi væri yfirhöfuð engin
messa við þingsetningu
enda væri þá búið að skilja
á milli ríkis og kirkju.
Þriðja viðhorfið sem ég
rakst á frá trúmanni var
þvert á hin. Hans skoðun var sú að
hér væri verið að vanvirða kirkjuna
með því að ætlast til að þingmenn
tækju þar þátt í trúarathöfn þótt þeir
væru jafnvel ótrúaðir með öllu.
Í þessu samhengi er ágætt að rifja
upp viðbrögð ýmissa trúmanna frá
árinu 2007 þegar prestur í Fríkirkj-
unni leyfði húmanistabrúðkaup þar.
Margir þeirra voru stórhneykslað-
ir á því atferli. Ég hlýt að spyrja:
Hvers vegna eru þessir sömu prest-
ar ekki jafn hneykslaðir á því að trú-
laust fólk sé næstum skyldað til að
taka þátt í trúarathöfn í kirkju? Er
það ekki jafn mikil eða meiri van-
virðing við kirkjuna? Eða er bara
allt í lagi að kirkjan sé bústaður
innantómra ritúala sem fólk tekur
eingöngu þátt í formsins vegna?
Höfundur er meistaranemi
í þjóðfræði.
UMRÆÐAN
Svana Helen Björns-
dóttir skrifar um ný-
sköpun
Í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi
kennir margra grasa. Víst
er að ekki vantar viljann
að styðja við nýsköpun og
sprotafyrirtæki en margir vilja fá
eitthvað fyrir sinn snúð og stuðn-
ingur er oftar en ekki skilyrtur
á þann veg að þeir sem þyrftu fá
ekki notið.
Tækniþróunarsjóður Rannís
er einn fárra samkeppnissjóða
á Íslandi þar sem fyrirtæki geta
sótt um verkefnastyrki, allt að 10
milljónum króna á ári að hámarki
í 3 ár. En það eru ekki aðeins fyr-
irtæki sem sækja um styrki í
Tækniþróunarsjóð, því þangað
sækja margar opinberar stofnan-
ir og keppa við sprotafyrirtækin.
Að jafnaði hefur verið hægt að
styrkja um 30% verkefna sem sótt
hafa um styrk til sjóðsins og þess
er krafist að styrkþegar leggi að
lágmarki sömu fjárhæð til verk-
efnisins á móti. Fjármagn rík-
isins til sjóðsins hefur að mestu
verið óbreytt í krónutölu undan-
farin ár, þrátt fyrir verð-
bólgu. Styrkir hafa held-
ur ekki vaxið sem nemur
verðbólgu. Í haust tókst
þáverandi iðnaðarráð-
herra, Össuri Skarp-
héðinssyni, að standa
vörð um fjárveitingar til
Tækniþróunarsjóðs og
var sjóðurinn meira að
segja aukinn svolítið og
er nú 570 milljónir á ári.
Þessi fjárhæð segir þó ekki alla
söguna því fjármunir sjóðsins eru
bundnir með framvirkum samn-
ingum um verkefni til 2ja eða 3ja
ára. Í kjölfar efnahagshrunsins
hefur umsóknum fjölgað gríðar-
lega. Í febrúar 2009 var umsókna-
met slegið er yfir 160 umsóknir
bárust, sem er meira en þreföldun
frá fyrri árum. Aðeins er til fé til
að styrkja 10-12% umsókna.
Þau álitlegu verkefni sem ekki
hljóta styrk eru ónýtt tækifæri
til verðmætasköpunar. Þetta eru
slæm skilaboð til frumkvöðla sem
ekki hafa að öðru að hverfa.
Í þessari erfiðu stöðu höfum
við tvo kosti; að auka fjárframlög
til Tækniþróunarsjóðs eða setja
aukna fjármuni í Atvinnuleysis-
tryggingasjóð. Munurinn á þessu
tvennu er eftirfarandi:
300 milljónir í Tækniþróunarsjóð
■ Kalla á 300 aðrar milljónir í
mótframlag.
■ 70-80% fara í laun.
■ Um 90 störf skapast.
■ Verðmæti verða til.
■ Tæpar 120 milljónir koma til
baka sem tekjuskattur.
■ Skattar og gjöld af annarri veltu
eru um 10% og nema um 15
milljónum
■ Nettóútgjöld fyrir ríki eru 165
milljónir fyrir 90 störf frum-
kvöðla í nýsköpun.
165 milljónir í
Atvinnuleysistryggingasjóð
■ Jafngilda meðalbótum fyrir 80
manns í eitt ár.
■ Engin störf skapast.
■ Engin verðmæti skapast.
■ Engar tekjur skapast.
■ Starfsfærni tapast.
■ Verðmæt viðskiptatækifæri
daga uppi.
Við Íslendingar vitum hve nauð-
synlegt það er að bjarga verðmæt-
um. Eftir að aflinn er ísaður þarf að
hafa hraðar hendur til að hann spill-
ist ekki. Nú vantar um 300 milljón-
ir upp á að hægt sé að styðja um
30% umsókna í Tækniþróunarsjóð
á árinu 2009.
Höfundur er forstjóri Stika.
UMRÆÐAN
Þorfinnur Guðnason skrifar
um viðbrögð við kvikmynd-
inni Draumalandinu
Jón Kristjánsson og Skúli Thor-oddsen skrifa sína greinina
hvor í Fréttablaðinu og eru hálf
miður sín yfir heimildarmynd-
inni Draumalandið sem við Andri
Snær Magnason leikstýrðum.
Báðir setja fingur á loft og greina
lesendum frá því að hér sé ekki
um heimildarmynd að ræða held-
ur hreina og klára áróðursmynd.
Þessar fullyrðingar eru eins og
ómur úr fjarska.
Þetta er ekki ljóð!
Á tuttugustu öld rifust menn um
það hvað væri list og ekki list.
Jónas frá Hriflu hélt sýningu á
klessumálverkum til að sýna fólki
hvað væri alls ekki list. Í dag eru
þessi málverk dýrmætur menn-
ingararfur. Í þá daga tókust menn
líka á um hvort hægt væri að tala
um órímuð ljóð sem ljóð, sumir
kölluðu þau atómljóð til aðgrein-
ingar frá sönnum ljóðum. Öll þessi
hugsun um hvað sé list og ekki list
er bæði upphafin og sumir segja
löngu úrelt fyrirbæri. Belgíski
súrrealistinn Magritte afgreiddi
þennan ágreining fyrir fullt og
allt þegar hann gerði málverk af
pípu og skrifaði undir myndina
eftirfarandi fullyrðingu: Þetta er
ekki pípa!
Þetta er ekki heimildarmynd!
Í huga Skúla og Jóns virðist orðið
heimildarmynd þýða eitthvað
annað og meira. Eitthvað sem er
rétt og upphafið. Þeir finna sig
knúna til að skrifa grein til að
segja vitibornu fólki frá því að
þetta sé alls ekki heim-
ildarmynd – að fólk megi
ekki láta glepjast – og þeir
hanga á þessu orði eins
og hundar á roði. Orðið
heimildarmynd og skiln-
ingur þeirra á því virðist
flækjast fyrir þeim. Þeir
álíta að heimildarmynd sé
heilagur og ósnertanleg-
ur sannleikur, kynlaus
og án náttúru. Það sem
má kalla heimildarmynd er mynd
þar sem öll sjónarmið koma fram
í hlutfallslega réttum skömmt-
um – og sem slík á hún hvorki að
hafa skoðun né rödd. Heimildar-
mynd skal vera í góðu jafnvægi og
hlutverk hennar er að upplýsa og
fræða áhorfendur. Þannig mynd
er einungis hægt að kalla heim-
ildarmynd. Rangt! Slík mynd er
ekki til. Bara það að ákveða hvað
fer á gólf klipparans og og hvað
fer í myndina er dæmi um skoðun
höfunda.
Þetta eru ekki blaðagreinar!
Með sömu rökum má alveg eins
segja að blaðagreinar þeirra séu
ekki blaðagreinar, heldur áróð-
urspistlar; enda vanda þeir okkur
ekki kveðjurnar og benda á ýmis-
legt sem þeim finnst að betur
mætti koma fram. Um leið sýna
þeir okkur inn í þeirra eigin hug-
arheim, þeirra skoðun – sem hlýt-
ur að teljast réttlát og hlutlaus.
Skúli bóndi
Skúli stillir okkur upp við vegg
og spyr: Er ég óvinur náttúrunn-
ar? Ég sem vil nýta náttúruna og
auðlindir hennar skynsamlega?
En hvað er skynsamlegt? Hann
segir það ekki, en hann segist líta
á landið okkar eins og bóndi líti
á jörð sína. Honum þykir vænt
um landið og ber hag þess fyrir
brjósti – okkur öllum til heilla.
Rétt fyrir utan túnfót-
inn heyrir hann gutlið í
Gunnuhver og í fjarska
sér hann til Brennisteins-
fjalla, þar sér bóndinn
tækifæri fyrir nýrækt á
jörð sinni. Skúli talar eins
og það sé hans einkamál
að skrapa saman heilli
Kárahnjúkavirkjun af
suðvesturhorninu til að
þjóna Century í Helguvík
af því að hann er heimamaður.
Skúlaskeið
Því næst stígur Skúli upp á kassa
og messar yfir okkur í litríkum
andstæðum og háði: Það er ekk-
ert að marka þessa mynd af því að
framleiðandi myndarinnar er auð-
ugur maður sem virðist haldinn
tilvistarvanda. Andri Snær hafi
vissulega haft það gott norður á
Sléttu hjá afa sínum og ömmu í
æsku en á slíkri afturábakhugsun
og fortíðarfíkn geti fólkið í land-
inu alls ekki lifað. Svo skammar
hann þá báða fyrir að gera grín að
fátæku fólki fyrir austan – að slíkt
hljóti að koma úr hörðustu átt.
Skúli útskýrir ekki fyrir okkur
hvenær við gerum gys að fátæku
fólki. Kannski þegar við vörpum
ljósi á æðið sem greip fólk fyrir
austan þegar framkvæmdirnar
hófust? Æði sem er löngu þekkt úr
fréttum; hamingjusamt fólk birt-
ist á sjónvarpsskjánum og segir
okkur að þetta sé ein af merkari
stundum í Íslandsögunni og menn
draga Alcoa-fána að húni. Ég get
fullyrt að í myndinni birtast engir
fátækir Íslendingar – þvert á móti
er þetta ein ríkasta þjóð veraldar,
íbúar í lýðræðisríki, sem ganga
af göflunum þegar erlendur for-
stjóri lendir á einkaþotu sinni.
Það er óþægilegt að horfa á – en
það þýðir ekki að dæma höfunda
myndarinnar.
Á hægu tölti
Skúli leggur á skeið í grein sinni
en Jón Kristjánsson fer hægagang-
inn. Hann talar föðurlega til okkar,
klappar okkur meira að segja á
kollinn. Jújú, ansi hreint góð mynd
en fólk má ekki láta slá ryki í augun
á sér. Þetta er áróðursmynd – ekki
heimildarmynd – og þess vegna
ekkert að marka hana. Gott fólk!
Munið það þegar þið gangið út úr
bíóhúsinu. Muna: Áróður!
Hann segir okkur að vissulega
sé eftirsjá eftir því mikla landi
sem nú sé á botni Hálslóns en það
var enginn valkostur, það var ann-
aðhvort að hrökkva eða stökkva.
Og því studdi hann heilshugar
framkvæmdirnar, fólki sínu til
hagsældar. Báðir stilla þeir dæm-
inu upp eins og það séu aðeins
tveir möguleikar í stöðunni: ann-
aðhvort förum við í framkvæmd-
ir og byggjum álver eða við okkur
blasir fátækt. En hvar var þjóðin
stödd fyrir þessar allar stóriðju-
framkvæmdir? Var hún fátæk?
Var hér mikið atvinnuleysi? Hvaða
aðra möguleika hafði hún? Hvar
erum við stödd núna?
Jón talar um jákvæð staðbund-
in áhrif af þessum risafram-
kvæmdum þegar staðreyndin er
sú að hún er hluti af atburðarás
sem leiddi til hrun hins íslenska
hagkerfis. Meira að segja IMF og
Jónas Haralz tala um það: Ruðn-
ingsáhrif, styrking krónunn-
ar, hækkaðir stýrivextir og loks
jöklabréf.
Fjárgötur
Hvorki Skúli né Jón vilja horfa á
stóru myndina og spyrja alvöru
spurninga: Hverju hefur þetta
skilað okkur? Hvers vegna þurf-
um við að eyða allri orkunni okkar
í álver og stóriðju, strax? Hvernig
standa orkufyrirtækin? Af hverju
orkuleynd? Eitt gígavatt í ylrækt,
svo dæmi sé tekið, skilar okkur 14
störfum en 0,14 störfum í álver-
um – hvað segir það okkur? Hvaða
orðræða og klisjur eru notaðar
þegar framkvæmdir eru uppi á
borðinu? Hagvöxtur! Atvinna!
Börnin heim! Fagurt mannlíf!
Hækkað fasteignaverð!
Skúli og Jón kjósa að hanga í
smáatriðum og kasta fram frös-
um og klisjum þegar kemur að
stóru myndinni. Þeir feta fjár-
götur og forðast þjóðveginn: Val-
gerður vinnur af heilindum. – Því
erum við sammála. Við álítum
hana velmeinandi. Jón talar um
laxeldi í Jöklu sem jákvæð áhrif,
sem er álíka mikil náttúra og að
búa til rennandi Reynisvatn. Bæj-
arstjórinn Guðmundur Bjarnason
er mætur maður og það er illa
vegið að honum. Við teljum bæjar-
stjórann fyrrverandi velmeinandi
og ágætan mann – en John Perk-
ins var samt forspár um hvernig
fyrirtæki eins og Alcoa olnboga
sig inn í lítil samfélög. Hvar vinn-
ur Guðmund Bjarnason og við
hvað? Tölum ekki um það?
En vandinn við síðustu ár var
að hver og einn átti að hugsa um
sjálfan sig, skara eld að eigin
köku. Hugmyndafræðin sagði að
ef allir hugsuðu um það að græða
myndu allir græða. Það reyndist
ekki rétt. Allir töpuðu. Allir.
Höfundur er kvikmyndaleikstjóri.
ÞORFINNUR
GUÐNASON
Þetta er ekki pípa – þetta er skapandi heimildarmynd
Hvorki Skúli né Jón vilja horfa
á stóru myndina og spyrja
alvöru spurninga: Hverju
hefur þetta skilað okkur? Hvers
vegna þurfum við að eyða
allri orkunni okkar í álver og
stóriðju, strax?
SVANA HELEN
BJÖRNSDÓTTIR
Nýsköpun eða atvinnuleysisbætur?
ÓLI GNEISTI
SÓLEYJARSON
Að vanvirða kirkjur