Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 22

Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 22
 20. maí 2009 MIÐVIKU- DAGUR 2 HESTAKONUR í hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík fjölmenna í kvenna- reiðtúr föstudaginn 22. maí. Riðið verður upp til heiða og grillað og fjörið verð- ur allsráðandi. Kvennareiðtúrinn á sér langa hefð enda haldinn árlega og fylgir ávallt mikil gleði hópi hressra hestakvenna. www.fakur.is Menntskælingar ætla ekki að láta kreppuna skemma fyrir sér gleð- ina og flykkjast í útskriftarferð- ir til sólarlanda í sumar, eins og þeirra er von og vísa. „Við áttum alveg eins von á ein- hverjum samdrætti í útskriftar- ferðunum. Við finnum hins vegar litlar breytingar á milli ára, skóla- hópafjöldinn er sá sami og fjöldi nemenda á svipuðum nótum og í fyrra,“ segir Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Meðal menntaskólanna sem kaupa ferðir af Heimsferðum eru Menntaskólinn við Sund, Verslun- arskóli Íslands, Kvennaskólinn og Menntaskólinn að Laugarvatni. Nemendur þeirra skóla fara ýmist til spænsku eyjarinnar Mæjorka eða á Costa del Sol-strandlengj- una. „Þetta eru sígildir staðir sem hafa verið vinsælir hjá okkur í mörg ár. Í fyrra fór reyndar líka hópur til grísku eyjarinnar Ródos en í ár bjóðum við ekki ferðir þangað,“ segir Tómas. Hjá Ferðaskrifstofu Íslands er svipaða sögu að segja. „Þeir hópar sem við erum með hafa að mestu leyti haldið fjöldan- um sem þeir ætluðu upphaflega út með,“ segir Lára Birgisdótt- ir, starfsmaður Ferðaskrifstofu Íslands. Innan hennar eru Úrval- Útsýn, Plúsferðir og Sumarferð- ir. Meðal þeirra skóla sem kaupa ferðir þeirra eru Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn Hraðbraut. „Menntaskólanem- arnir eru að fara í klassískar sól- arlandaferðir en þær hafa alltaf verið vinsælastar meðal þeirra. Þeir dreifast nokkuð jafnt á tvo staði, Tenerife á Kanaríeyjum og Marmaris í Tyrklandi.“ Hún segir svo virðast sem krakkarnir láti efnahagsástandið ekki eyðileggja fyrir sér sumarplönin. „Ætli þau séu ekki búin að hlakka til í lang- an tíma og reyni eins og þau geti að halda þessu til streitu,“ segir hún. Ferðir menntaskólanemanna eru annars með svipuðu sniði hjá báðum ferðaskrifstofum. Algeng- ast er að krakkarnir búi marg- ir saman í einni íbúð. Ferðirnar eru oftast tveggja vikna lang- ar en boðið upp á möguleikann á viku. Að jafnaði kosta ferðirnar í kringum hundrað þúsund krónur á mann. holmfridur@frettabladid.is Mæjorka og Marmaris Nú nálgast uppskerutími menntskælinga. Þeim fylgja útskriftarferðirnar sem margir hafa beðið eftir öll menntaskólaárin. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja lítinn samdrátt í sölu slíkra ferða milli ára. Marmaris í Tyrklandi hefur lengi verið vinsæll áfangastaður íslenskra útskriftarnema. Úrval-Útsýn býður upp á vikuferð til ítölsku Alpanna dagana 16. til 23. júní og eru nokkur sæti laus. Haldið verður í fjallaþorpið Selva þar sem fagra tinda Dólómítanna ber við himin. Þar er nóg af fersku fjallalofti, fagurgrænum fjalls- hlíðum, hrikalegum hamrabelt- um, blómabreiðum og víðfeðm- um skógum. Selva er þekktur skíðabær á veturna en er einnig heillandi áfangastaður á sumrin. Þar ganga kláfar upp á hæstu tinda og því auðvelt að að komast á toppinn til að njóta fagurs útsýnis. Bærinn er líflegur með fjölda kaffihúsa og versl- ana, bæði tískuverslana og sérverslana sem bjóða upp á fallega hluti skorna í tré. Í þessari vikudvöl verður ýmislegt í boði, meðal annars útsýnisferð um Dólómítana, heilsdagsferð að Gardavatni og dagsferð til Bolzano og Merano. Ævintýri í ítölsku Ölpunum ÆGIFAGRIR TINDAR, FERSKT FJALLALOFT OG FAGURGRÆNAR HLÍÐAR EINKENNA FJALLAÞORPIÐ SELVA Á ÍTALIU. Alparnir skarta sínu fegursta. Eyddir og gaml- ir dempunarlausir skór eru helsta orsök meiðsla hjá hlaupur- um. Hlauparar ættu því að eiga tvenn skó- pör. Nýrra skóparið á að nota í löng hlaup og í keppni en eldra parið í styttri hlaup, í verri veðrum. www.hlaup.is Íslensk ungmenni munu sóla sig á ströndinni í sumar og fagna þannig útskrift úr framhaldsskóla. Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! ATH. S MURS TÖÐIN STÓRA HJALL A ER FLUTT AÐ DA LVEGI DALVEGUR 16A S. 554 3430 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.