Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.05.2009, Blaðsíða 22
 20. maí 2009 MIÐVIKU- DAGUR 2 HESTAKONUR í hestamannafélaginu Fáki í Reykjavík fjölmenna í kvenna- reiðtúr föstudaginn 22. maí. Riðið verður upp til heiða og grillað og fjörið verð- ur allsráðandi. Kvennareiðtúrinn á sér langa hefð enda haldinn árlega og fylgir ávallt mikil gleði hópi hressra hestakvenna. www.fakur.is Menntskælingar ætla ekki að láta kreppuna skemma fyrir sér gleð- ina og flykkjast í útskriftarferð- ir til sólarlanda í sumar, eins og þeirra er von og vísa. „Við áttum alveg eins von á ein- hverjum samdrætti í útskriftar- ferðunum. Við finnum hins vegar litlar breytingar á milli ára, skóla- hópafjöldinn er sá sami og fjöldi nemenda á svipuðum nótum og í fyrra,“ segir Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Meðal menntaskólanna sem kaupa ferðir af Heimsferðum eru Menntaskólinn við Sund, Verslun- arskóli Íslands, Kvennaskólinn og Menntaskólinn að Laugarvatni. Nemendur þeirra skóla fara ýmist til spænsku eyjarinnar Mæjorka eða á Costa del Sol-strandlengj- una. „Þetta eru sígildir staðir sem hafa verið vinsælir hjá okkur í mörg ár. Í fyrra fór reyndar líka hópur til grísku eyjarinnar Ródos en í ár bjóðum við ekki ferðir þangað,“ segir Tómas. Hjá Ferðaskrifstofu Íslands er svipaða sögu að segja. „Þeir hópar sem við erum með hafa að mestu leyti haldið fjöldan- um sem þeir ætluðu upphaflega út með,“ segir Lára Birgisdótt- ir, starfsmaður Ferðaskrifstofu Íslands. Innan hennar eru Úrval- Útsýn, Plúsferðir og Sumarferð- ir. Meðal þeirra skóla sem kaupa ferðir þeirra eru Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn Hraðbraut. „Menntaskólanem- arnir eru að fara í klassískar sól- arlandaferðir en þær hafa alltaf verið vinsælastar meðal þeirra. Þeir dreifast nokkuð jafnt á tvo staði, Tenerife á Kanaríeyjum og Marmaris í Tyrklandi.“ Hún segir svo virðast sem krakkarnir láti efnahagsástandið ekki eyðileggja fyrir sér sumarplönin. „Ætli þau séu ekki búin að hlakka til í lang- an tíma og reyni eins og þau geti að halda þessu til streitu,“ segir hún. Ferðir menntaskólanemanna eru annars með svipuðu sniði hjá báðum ferðaskrifstofum. Algeng- ast er að krakkarnir búi marg- ir saman í einni íbúð. Ferðirnar eru oftast tveggja vikna lang- ar en boðið upp á möguleikann á viku. Að jafnaði kosta ferðirnar í kringum hundrað þúsund krónur á mann. holmfridur@frettabladid.is Mæjorka og Marmaris Nú nálgast uppskerutími menntskælinga. Þeim fylgja útskriftarferðirnar sem margir hafa beðið eftir öll menntaskólaárin. Forsvarsmenn ferðaskrifstofa segja lítinn samdrátt í sölu slíkra ferða milli ára. Marmaris í Tyrklandi hefur lengi verið vinsæll áfangastaður íslenskra útskriftarnema. Úrval-Útsýn býður upp á vikuferð til ítölsku Alpanna dagana 16. til 23. júní og eru nokkur sæti laus. Haldið verður í fjallaþorpið Selva þar sem fagra tinda Dólómítanna ber við himin. Þar er nóg af fersku fjallalofti, fagurgrænum fjalls- hlíðum, hrikalegum hamrabelt- um, blómabreiðum og víðfeðm- um skógum. Selva er þekktur skíðabær á veturna en er einnig heillandi áfangastaður á sumrin. Þar ganga kláfar upp á hæstu tinda og því auðvelt að að komast á toppinn til að njóta fagurs útsýnis. Bærinn er líflegur með fjölda kaffihúsa og versl- ana, bæði tískuverslana og sérverslana sem bjóða upp á fallega hluti skorna í tré. Í þessari vikudvöl verður ýmislegt í boði, meðal annars útsýnisferð um Dólómítana, heilsdagsferð að Gardavatni og dagsferð til Bolzano og Merano. Ævintýri í ítölsku Ölpunum ÆGIFAGRIR TINDAR, FERSKT FJALLALOFT OG FAGURGRÆNAR HLÍÐAR EINKENNA FJALLAÞORPIÐ SELVA Á ÍTALIU. Alparnir skarta sínu fegursta. Eyddir og gaml- ir dempunarlausir skór eru helsta orsök meiðsla hjá hlaupur- um. Hlauparar ættu því að eiga tvenn skó- pör. Nýrra skóparið á að nota í löng hlaup og í keppni en eldra parið í styttri hlaup, í verri veðrum. www.hlaup.is Íslensk ungmenni munu sóla sig á ströndinni í sumar og fagna þannig útskrift úr framhaldsskóla. Smurþjónusta fyrir allar gerðir bíla Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla Komdu með bílinn til okkar! Frábær verð og góð þjónusta! Alltaf heitt á könnunni! ATH. S MURS TÖÐIN STÓRA HJALL A ER FLUTT AÐ DA LVEGI DALVEGUR 16A S. 554 3430 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.