Fréttablaðið - 20.05.2009, Page 31
1. tölublað maí 2009 07
Á síðustu 10 árum hafa orðið til og leitað sér meðferðar hjá SÁÁ 2.559 nýir
kannabisfíklar. 2.041 þeirra voru 25 ára eða yngri og 1.267 voru 19 ára eða
yngri. Á hverju ári koma því yfir hundrað nýir kannabisfíklar á Vog sem eru
19 ára eða yngri.
Í umræðunni um kannabisefnin gleymist allt of oft að þeir sem nota
kannabisefni á Íslandi eru unglingar og ungt fólk. Reynsla SÁÁ af umræðunni
um til að mynda lögleiðingu er að slík umræða eykur kannabisneysluna. Hún
beinlínis ógnar velferð unglinga á Íslandi.
Kannabisfíkn er grafalvarlegt mál sem ræða þarf umbúðalaust. Það þýðir
ekkert fyrir ábyrga aðila að beita fyrir sig afneitun, átakafælni eða háttvísi
þegar rætt er um hugsanlega lögleiðingu á kannabis. Staðreyndirnar tala
sínu máli. Embættismenn og háskólamenn þurfa að vega og meta þær
staðreyndir sem liggja fyrir um vandan sem stafar af kannabisfíkn á Íslandi.
Árið 1998 komu, svo dæmi sé tekið, um 100 nýir kannabisfíklar sem voru
19 ára eða yngri á sjúkrahúsið Vog. Við komuna voru 42 krakkar líka háðir
örvandi vímuefnum. 22 ungmenni hafa ekki komið til SÁÁ síðan.
Hinir, næstum 80 krakkar, hafa komið aftur og margir þeirra sem ekki
voru háðir örvandi vímuefnum við fyrstu komu hafa ánetjast þeim og er nú
vitað að minnsta kosti 70 krakkar af þessum upprunalegu hundrað urðu
örvandi vímuefnafíklar á síðustu 10 árum. Kannabisfíkn er alvarlegur og
þrálátur heilasjúkdómur og af þessum rúmlega hundrað unglingum sem
komu á Vog í fyrsta sinni fyrir rúmum 10 árum og voru yngri en 20 ára hafa
39 sprautað vímuefnum í æð og 29 hafa gert það reglulega í einhvern tíma.
14 þessara krakka hafa fengið lifrarbólgu C.
KANNABISFÍKN er mesti hamingjubani og heilsuspillir hina ungu:
Yfir hundrað nýjir ungir kannabisfíklar á ári
Kókaín- og amfetamínfaraldur
AMFETAMÍN kom hingað til lands fyrir rúmum 25 árum. Í kjölfarið bjuggust fagaðilar við að kókaínið
myndi hefja innreið sína. Enda kókaínfaraldur staðreynd vestan hafs. KÓKAÍNIÐ kom á endanum,
næstum tuttugu árum síðar og náði hámarki í fyrra.
Kókaínið kom til Reykjavíkur á
árunum 1998-2000 og aldrei hefur
verið meira af því en árið 2008.
Þótt kannabisfíkn hafi aukist
og valdið verulegum breytingum
á sjúklingahópnum á Vogi er þó
tilkoma og aukning amfetamínfíknar
mun alvarlegri. Faraldur ólöglegrar
amfetamínneyslu sem svipaði til
amfetamínfíknar í Svíþjóð hófst á
Íslandi 1983. Síðan þá hefur örvandi
vímuefnaneysla vaxið stöðugt þegar
á heildina er litið og tók stórt stökk
um leið og E-pillan kom til Íslands
árið 1996.
Örvandi vímuefnafíkn hefur hlut-
fallslega aukist úr 10 % í 30% á
síðustu 20 árum og síðustu árin
verið aðalvandi fólks á aldrinum 20-
30 ára. Um 70 % þeirra greinist með
örvandi vímuefnafíkn af einhverju
tagi. Það sem einkennir neysluvenjur
fíklanna er að efnin er notuð í stórum
skömmtum, í túrum og þau eru sogin
í nef eða þeim sprautað í æð. Um 30%
örvandi vímuefnafíkla fá lifrarbólgu
C og rúmlega helmingur sprautar
efnunum í æð.
Á árinu 1998 kom kókaín fyrst
að einhverju gagni til Íslands og
blandaðist og bættist við þann
örvandi vímuefnavanda sem fyrir
var. Kókaínneyslan hefur aldrei verið
meiri en á árinu 2008.
ÖRVANDI VÍMUEFNAFÍKLUM FJÖLGAR
Örvandi vímuefnafíklum hefur fjölgað á Vogi. Nú er svo komið
að allt upp undir fjörtíu prósent þeirra sem koma á Vog eru
háðir amfetamíni, kókaíni eða öðrum örvandi vímuefnum.
45%
40%
25%
30%
35%
20%
15%
5%
10%
0%
UM 30%
ÖRVANDI
VÍMUEFNA-
FÍKLA FÁ
LIFRARBÓLGU
C OG RÚMLEGA
HELMINGUR SPRAUTAR
EFNUNUM Í ÆÐ.“
KÓKAÍN Í GÓÐÆRINU
Í fyrra náði kókaín hæstu
hæðum. Ungir íslenskir
karlmenn sitja í fangelsum á
Íslandi og víða um heim vegna
tilrauna til smygls. Sífellt fleiri
koma á Vog, háðir kókaíni, en
sjúkrahúsið hefur ártugareynslu
af amfetamínfaraldri sem hófst
fyrir næstum 30 árum.
GÍFURLEG FJÖLGUN KÓKAÍNFÍKLA
Eins og sést á grafinu margfaldaðist fjöldi kókaínfíkla um og í kringum
aldamótin. Fjöldinn hefur náð hæstu hæðum og fíknin er alvarleg.
1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008
350
300
250
200
150
50
100
0
1984198619881990199219941996199820002002200420062008
AF HVERJU
KAUPIR ÞÚ
ÁLFINN?
Frá því að ég
man eftir mér
hef ég keypt
álfinn til
styrktar SÁÁ,
meira að
segja löngu
áður en ég
sjálf ákvað
að hætta
að drekka.
Ástæðan er afar einföld; það
er gríðarlega nauðsynlegt að
efla starfsemi á við SÁÁ, því sú
starfsemi bjargar lífum. Þetta er
stofnun sem ég þekki vel til og
góða reynslu af og hún er of-
boðslega mikilvæg í samfélaginu.
Við Íslendingar getum verið stoltir
af því að vera svona framar-
lega á merinni þegar kemur að
meðferðarúrlausnum, en víða
erlendis komast ekki nema þeir
ríkustu í meðferð. Svo eru álfarnir
líka svo mikil krútt og smellpassa
bæði ofan á tölvuskjáinn og á
mælaborðið í bílnum.
RAGNHEIÐUR M. KRISTJÓNSDÓTTIR,
BLAÐAMAÐUR
Ég tel að alkóhólismi sé bæði
einn skæðasti og hættulegasti
sjúkdómur sem herjar á okkur
mannfólkið. Við á Íslandi erum
svo heppin að hafa gott aðgengi
að meðferð, það gott að við
tökum það eiginlega sem sjálf-
sagðan hlut. Ef einhverntíman
hefur verið þörf fyrir stuðning
almennings við það frábæra starf
sem SÁÁ innir af höndum þá er
það núna. Á tímum sem þessum
stækka akkílesarhælar fólks og
verða auðveldara skotmark fyrir
Bakkus. Og þar sem þessi sjúk-
dómur snertir beint eða óbeint
flest öll heimili í landinu vil ég
leggja mitt af mörkum til að gera
það kleift að hér verði áfram
öflugt meðferðar og eftirmeðfer-
ðar starf. Þess vegna kaupi ég
álfinn.
SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR
MATARHÖNNUÐUR
Fátt, ef
nokkuð, er
þurrkuðum
fyllibyttum
sem komnar
eru fyrir vind
í endalausri
baráttunni
við Bakkus
mikilvægara
en að rétta
þeim sem
enn eru týndir fárviðri fíknarinnar
hjálparhönd. Þess vegna kaupi
ég álf. Hverjum einasta alka á
að renna blóðið til skyldunnar
og gera slíkt hið sama. Við sem
höfum þegið gistingu og hjálp
á Vogi vitum hversu mikilvægt
starf er unnið þar og í raun er
kraftaverk hversu vel tekst til
miðað við hversu naumt ríkið
skammtar stofnunninni fé. Tóta
Tyrfings munar því um hverja
krónu og þess vegna verða ál-
farnir að seljast eins og heitar
lummur. Kaupiði því tvo álfa. Eða
þrjá.
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
BLAÐAMAÐUR
Þeim fjölgar ört kannabisfíklunum á Vogi og nú er svo komið að næstum
40% þeirra sem koma á Vog eru háð kannabis. Hlutfallið er nærri því að
vera helmingi hærra þegar einungis er horft til krakka undir tvítugu.
KANNABISFÍKLUM FJÖLGAR
800
500
600
700
400
300
100
200
0
1984 1986 1988 1990 1992 1994 1996 1998 2000 2002 2004 2006 2008