Fréttablaðið - 20.05.2009, Page 35

Fréttablaðið - 20.05.2009, Page 35
 1. tölublað maí 2009 11 BATI stendur fyrir svokölluðum 12 spora „speaker“-ráðstefnum í Von: Gamli rótari Stones væntanlegur Í fyrrahaust stóð líknarfélagið Bati fyrir árlegri 12 spora „speaker“- ráðstefnu í félagsheimili SÁÁ Von í Efstaleiti. Viðtökurnar voru svo góðar í fyrra að þegar mest lét voru hátt í 400 manns í húsinu. Það var setið á öllum göngum, uppi á svölum og stemningin rosaleg. „Þetta var alveg frábært í fyrra og verður vonandi aftur í ár,“ segir Elías Guðmundsson, formaður líknarfélagsins Bata. „Við reynum að hafa þetta ókeypis og vonum að það gangi aftur upp í ár.“ Ræðumennirnir, eða „speaker“- arnir eins og þeir kallast, gista bara á heimilum Elíasar og félaga. Þannig að það er ekkert verið að bruðla heldur er félagið rekið af mikilli hugsjón. „Við áætlum að halda ráðstefnuna í ár síðustu helgina í september,“ segir Elías og er ánægður með aðstæður í Von. „Það er frábær aðstaða þarna og allt til alls.“ Nú þegar er búið að bóka mjög vinsæla nunnu sem kemur í haust og verið að ganga frá fleiri ræðumönnum. Í fyrra sló einmitt önnur nunna í gegn auk Hollywood-leikarans Hectors sem þótti alveg geggjaður. „Flestir sem koma eru frá Los Angeles. Það er svona mekka þessara “speaker“-funda og við höfum verið mjög heppin með fólk,“ segir Elías en margir þessara ræðumanna hafa leyft XA-radíó, FM 88,5, að útvarpa ræðunum og er óhætt að mæla með því fyrir áhugasama að hlusta nánar á útvarpsstöðina. Næsta ráðstefna er sem fyrr segir síðustu helgina í september. En í lok júní, byrjun júlí, er væntanlegur til landsins Mickey nokkur Bush. Hann sló í gegn á fyrstu „speaker“- ráðstefnunni sem haldin var á Íslandi og ræðum hans hefur verið útvarpað á XA-radíó. Mickey ætlar að halda „workshop“ hér á landi sem verður nánar auglýst síðar. „Ég heyrði að Mickey ætlaði að vera í Englandi í sumar og hafði samband við hann um að koma við hjá okkur. Honum leist svona líka vel á það,“ segir Elías en Mickey þessi Bush er gamall rótari hjá Rolling Stones og ótrúlega skemmtilegur fýr. HÓPURINN Á BAK VIÐ RÁÐSTEFNUNA Það er meira en að segja það að koma saman ókeypis ráðstefnu. En með mikill samheldni og góðu sjálfboðaliðastarfi er það hægt. Hér er hópurinn sem stóð á bak við ráðstefnuna í fyrra. ELÍAS GUÐMUNDSSON Formaðurinn vonast eftir jafngóðri mætingu aftur í haust. Rannsóknir sýna auknar líkur á að barn sem á foreldri sem leitað hefur hjálpar á Vogi endi á Vogi sömuleiðis. SÁÁ hefur hafið forvarnarstarf fyrir börn alkóhólista á aldrinum 8-18 ára og býður nú upp á sálfræðiviðtöl fyrir þau. „Í rúmt ár höfum við rekið sálfræðiþjónustu SÁÁ,“ segir Lárus Blöndal, sálfræðingur hjá SÁÁ, um þjónustuna. „Við göngum út frá því að börnin séu sjálf ekki byrjuð í neyslu. En þessi þjónusta er góð nýjung. Við byrjuðum smátt og veittum viðtöl fyrir hádegi einn dag í viku. Smám saman höfum við aukið við þjónustuna og nú erum við alla virka daga,“ heldur Lárus áfram en alls hafa 150 börn komið í viðtöl. Viðurkenningin mikilvæg Þjónustan er auðsótt. Foreldrar, forráðamenn eða stofnanir hafa samband við móttökuritara í Von í síma 530 7600 og fá tíma fyrir barnið. Áætlað er að hvert barn fái sex til átta einstaklingsviðtöl og er gjaldi fyrir þetta stillt mjög í hóf, eða 1.000 krónur skiptið. „Aðsóknin hefur farið langt framúr björtustu vonum,“ segir Lárus og segir að vegna þessa sé því miður nokkurra vikna bið eftir viðtali nema um bráðamál sé að ræða. Hver eru helstu markmið þjónustunnar? „Þegar barn kemur í viðtal fær það staðfestingu og viðurkenningu á því að það að vera barn alkóhólista hefur haft afleiðingar fyrir barnið. Að auki er með viðtalinu rofin ákveðin einangrun þeirra sem hafa búið við þessar aðstæður,“ segir Lárus en að hans mati er viðurkenningin mjög mikilvæg. „Þetta skiptir máli bæði í nútíð og framtíð. Við leggjum áherslu á að hjálpa barninu að skilja betur stöðu sína og helstu afleiðingar hennar.“ Þá er einnig mikilvægt, að sögn Lárusar, að barnið fái hjálp til að skilja betur stöðu foreldra sinna og þann vanda sem þeir eiga við að stríða. Það fylgir því mikið álag að vera BARN ALKÓHÓLISTA. Svo benda allar tölur til þess að barn alkóhólista sé mun líklegra til að greinast með sjúkdóminn en aðrir. Þess vegna hefur SÁÁ hrint af stað miklu forvarnarstarfi sem miðar að því að ná til barna alka. Bæði til að veita þeim stuðning og aðstoð og viðurkenningu. En líka sem forvörn. Því fróðari sem börnin eru því betur í stakk búin eru þau til að taka afstöðu til eigin neyslu síðar meir. Börn alkóhólista í aukinni áhættu ÞEGAR BARN KEMUR Í VIÐTAL FÆR ÞAÐ STAÐFESTINGU OG VIÐURKENNINGU Á ÞVÍ AÐ ÞAÐ AÐ VERA BARN ALKÓHÓLISTA HEFUR HAFT AFLEIÐINGAR FYRIR BARNIÐ.“ ÞJÓNUSTA FYRIR BÖRNIN Samkvæmt tölum frá Vogi eru miklar líkur á að barn sem á foreldri sem leitað hefur hjálpar á Vogi endi á Vogi sömuleiðis. LÁRUS BLÖNDAL „Það ætlar sér enginn að verða alkóhólisti. Og við þekkjum öll hetjulega baráttu foreldra sem kljást við þennan öfluga fíknisjúkdóm.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.