Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 38

Fréttablaðið - 20.05.2009, Side 38
 1. tölublað maí 200914 Þeir sem eru fæddir 1982 eru nokkuð sérstakir í huga þeirra sem stunda áfengis- og vímuefnameðferð og forvarnir. Þetta er fólkið sem notaði mest af vímuefnum í 10. bekk grunnskóla ef marka má rannsóknir. Allir sem á eftir komu urðu nánast englar. Segja má að fólkið sem fætt var 1982 hafi hrint af stað átakinu um vímulaust Ísland og lagt grundvöllinn að góðum árangri í forvörnum á margan hátt. 5,4% piltanna komu í meðferð á Vog áður en þeir urðu tvítugir og eiga þeir piltar Íslandsmetið enn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju þetta er svona,“ segir Ásmundur Einar Davíðsson, nýkjörinn þingmaður vinstri - grænna, um árgang 1982, hans eigin árgang. Ási, eins og hann er kallaður, er yngsti þingmaður Íslendinga. Georg í Sprengjuhöllinni Bassaleikarinn í Sprengjuhöllinni, Georg Kári Hilmarsson, er fæddur á því alræmda herrans ári 1982. Hann segir þetta hafa verið flæktan tíma. Fyrir hann allavega. „Það var auðvitað bjórstemning í Brit-poppinu sem allir hlustuðu á. Oasis-bræður í ölæði að slást við Robbie Williams,“ segir Georg en hann hætti að drekka fyrir tveimur árum. Jafnaldra hans, Elsa María Jakobs- dóttir, dagskrárgerðarkona í Kastljósi, ólst upp á Húsavík og fannst sinn árgangur ekkert vera verri en aðrir bekkir í skólanum þegar hún var unglingur. „En þetta er auðvitað fyrsti árgangurinn sem varð ekki sjálfráða 16 ára,“ segir hún. „Það er það eina sem ég get séð sérstakt við þennan árgang. Manni leið alltaf eins og maður mætti ekki neitt. Kannski tengist þetta því.“ Kannabisfíkn algengust Á þessu ári verður þetta fólk 27 ára og samkvæmt upplýsingum úr gagnagrunninum á Vogi hafa 8,7% strákanna og 4,5% stelpnanna verið á Vogi. Kannabisfíkn kemur flestum í meðferð. 6,2% strákanna af árgangi 1982 hafa greinst kannabisfíklar við komuna á Vog. „Það sem vekur athygli og er mikið fagnaðarefni er hversu fáir af árgangi 1982 hafa látist fyrir aldur fram af þeim sem hafa verið á Vogi,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, um árgerð 1982. -MT ÁRGANGUR 1982 er mjög sérstakur hvað áfengi og vímuefni varðar. Þetta er árgangurinn sem segja má að hafi hrint af stað átakinu um fíkniefnalaust Ísland. Þetta er líka fyrsti árgangurinn sem varð ekki sjálfráða 16 ára og krakkarnir af þessum árgangi skilja hvorki upp né niður í af hverju þeir eru verstir. 13 150 100 50 0 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 FYRSTA KOMA ALLAR KOMUR Á HVAÐA ALDRI KOMU ÞEIR SEM ERU FÆDDIR 1982 ALLS HAFA 8,7% STRÁKANA OG 4,5% STELPNANNA VERIÐ Á VOGI.“ „Við erum búin að vera með þessa þjónustu í heilt ár,“ segir Agnes Amalía Kristjónsdóttir en hún kennir konum leikfimi kl. 9 á mánudags- og miðvikudagsmorgnum í Von, Efstaleyti 7, og mun gera í sumar og næsta haust. „Allar konur sem sækja þónustu SÁÁ, hvort sem er í Von eða á Vogi, eru velkomnar. Og þetta er ókeypis,“ segir Agnes sem varð sjálf edrú fyrir fimmtán árum og segir það hafa hjálpað sér mjög að stunda heilbrigt líferni og líkamsrækt. „Hvað mig varðar þá hélst það í hendur að rækta mig andlega og líkamlega. Ef ég hreyfi mig þá líður mér betur og ég sef betur og ég hef meira sjálfstraust,“ heldur Agnes áfram en hún reynir að hafa tímana blandaða. Bæði dans og leikfimi og STOTT PILATES. Agnes hefur kennt dans og leikfimi í yfir tuttugu ár. Í dag starfar hún sem kennari hjá Dansrækt JSB og er að auki söngkona. Hún er meðal annars að syngja í nunnukórnum í Söngvaseið þessi misserin. Henni finnst svo mikilvægt að konur hætti ekki að leika sér. „Ég reyni fyrst og síðast að hafa gaman í tímunum hjá okkur. Þeir eru fyrir allar konur, á öllum aldri. Það er eftir engu að bíða, bara drífa sig. Sjálf reyni ég að vera dugleg við að prófa nýja hluti. Ég fer út að hlaupa og hef sótt hugleiðslunámskeið og fór meira að segja á Bollywood- námskeið um daginn. Það var mjög gaman,“ segir Agnes. Leikfimin er mikið sótt af konum af göngudeild SÁÁ og er eins og fyrr segir fyrir konur á öllum aldri. Það þarf ekkert að boða komu sína, bara mæta í þægilegum klæðnaði og íþróttaskóm. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Agnesi á netfanginu agnes@centrum.is. Á mánudags- og miðvikudagsmorgnum kennir AGNES AMALÍA leikfimi í Von: Ókeypis leikfimi fyrir konur AGNES AMALÍA KRISTJÓNSDÓTTIR Í sumar og haust geta konur sem sækja þjónustu SÁÁ mætt í leikfimi sér að kostnaðarlausu. SÁÁ álfurinn þarfnast þín Dagana 20. – 24. maí er SÁÁ álfurinn til sölu. Um árabil hefur álfasalan eflt og stutt við forvarna og unglingastarf SÁÁ. Um leið og Íslendingar eru hvattir til að kaupa álfinn þá má benda áhugasömum á heimasíðu SÁÁ vilji þeir taka þátt í að selja álfinn. Slóðin er www.saa.is en nú ríður á fólk fylki sér á bakvið samtökin. GEORG KÁRI HILMARSSON TÓNLISTARMAÐUR Hætti sjálfur að drekka fyrir tveimur árum og man eftir Oasis bræðrum og allri bjórdrykkjunni sem tengdist Brit-poppinu. ÁSMUNDUR EINAR DAVÍÐSSON ÞINGMAÐUR Hefur ekki minnstu hugmynd um af hverju hans árgangur hefur vanið komur sínar á Vog fremur öðrum árgöngum. ELSA MARÍA JAKOBSDÓTTIR DAGSKRÁRGERÐARKONA Fannst miklu frekar eins og hún til- heyrði árganginum sem aldrei mátti eitt eða neitt. Enda fyrsti árgang- urinn sem varð ekki sjálfráða 16 ára. Það var mikið áfall fyrir heilbrigðis- og menntakerfið þegar frægar rannsóknir á vímuefnaneyslu þessa árgangar voru birtar 1998 og á árunum í kring. Niðurstöðurnar voru sláandi og segja má að árgangurinn hafi hrint af stað miklu forvarnarátaki sem í raun stendur enn. 7% 45% 23% 22% Kannabis Áfengi Áfengi með öðru Amfetamín KANNBISFÍKN ALGENGUST Af þeim sem komið hafa á Vog, af árgangi 1982, er algengasta fíknin kannabisfíkn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.