Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 48
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
322
Bakkavör blæs til aðalfundar í
höfuðstöðvum sínum í dag. Alla
jafna hefur talsverð reisn verið
á aðalfundum félagsins og má á
stundum vart greina hvort verið
sé að halda heljarinnar partí eða
fara yfir ársskýrslu. Síðasti árs-
fundur Bakkavarar í fyrra var
eftirminnilegur enda haldinn
á besta tíma, í Þjóðleikhúsinu
klukkan hálf fimm á föstudegi.
Kokkar komu frá öllum mark-
aðssvæðum Bakkavarar víða
að og töfruðu fram ljúffengar
kræsingar úr verksmiðjum sam-
steypunnar á öllum gestapöll-
um leikhússins. Aðalfundurinn
í ár er á talsvert lágstemmdari
nótum en síðustu fimm ár hið
minnsta. Hann verður haldinn
í höfuðstöðvum fyrirtækisins í
Ármúlanum klukkan hálf ellefu
- að morgni. Í boði verða hefð-
bundnar kræsingar: flatkökur,
kaffi og djús.
Eftir veisluna
miklu
milljóna króna (14 milljónir danskar) hagnað-
ur var á rekstri færeyska flugfélagsins Atlantic
Airways fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi. 1,8 milljarða króna hagnaður var á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur fyrstu þrjá mánuði ársins. Á sama tíma í fyrra var 17,2 milljarða króna tap. 38 milljarðar króna eru í vanskilum hjá Íbúðalánasjóði núna í maí miðað við stöðu útlána hjá sjóðnum um áramót. Vanskil hafa aukist síðustu mánuði.
Þótt fjármálakreppan hafi
bugað og beygt marga af auð-
ugustu einstaklingum landsins
telst þeim til tekna að þeir hafa
húmor fyrir aðstæðum sínum.
Varla getur verið auðvelt að
halda í góða skapið eftir áföll
í fjárfestingum og þung högg
kreppunnar, sem á stundum
hafa sett skarð í veldi þeirra,
jafnvel svo það lætur veru-
lega á sjá. Í einhverjum til-
vikum hefur verið greint frá
heilu auðmannafjölskyldunum
sem standa á bjargbrúninni og
hafa neyðst til að horfa á upp-
byggingu síðustu ára hrynja til
grunna. Það nýjasta sem hrynur
af vörum fjárfesta síðustu daga
spurt hvernig þeir hafi það er
því eðlilega: „Eftir atvikum.“
Eftir atvikum
NÝTT
Einnig á S
auðár-
króki!
Og enn um athafnamenn því
Vísir greindi frá því í vikunni
að skuldir Hannesar Smárasonar,
fyrrverandi forstjóra FL Group
(nú Stoða), næmu hátt í 45 millj-
örðum króna að því gefnu að
hann hafi ekkert greitt niður af
skuldabagganum frá árslokum
2007. Algengur misskilningur
virðist hér hafa verið á ferð-
inni. Því þegar allt lék í lukk-
unnar velstandi voru Hannes og
aðrir stórlaxar auðmenn. Þegar í
harðbakkann sló féllu hins vegar
skuldbindingar flestra á eignar-
haldsfélög, eða um svipað leyti
og auðmennirnir fluttu úr landi.
Þegar síðast fréttist af Hannesi
rak hann veisluþjón-
ustu í Lundúnaborg
og hafði það, eins
og sumir orða
það, eftir
a t v i k -
um.
Félag(i) Hannes?