Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 49
MIÐVIKUDAGUR 20. maí 2009 UMRÆÐAN Friðrik Haraldsson skrifar um leiðsögumenn Félag leiðsögumanna var stofn-að 1972. Það varð fagfélag með beina aðild að ASÍ til að greiða fyrir samningum við vinnuveitendur. Þeim tókst að rýra kjörin strax í fyrstu atrennu vegna tengsla félags- ins við ASÍ. Margt ávannst í samningum í áranna rás án afskipta ASÍ. Fyrstu tvo og hálfan áratuginn réði metnaður för. Tvö verkföll urðu á ferlinum, hið síðara 1987, þegar umtalsverð kjarabót fékkst. Síðan hefur margt sem ávannst glutrast úr höndum félagsins, sem vinnuveitendur hafa vafið um fing- ur sér. Aukin afskipti ASÍ áttu sinn þátt í því afhroði. Sumum stjórnum félagsins varð mikið á og tjón varð gífurlegt. Verulegum fjölda atvinnuleiðsögu- manna blöskraði og þeir hættu öllum afskiptum af félaginu. Flest- ir hurfu úr því og greiða gjöld til annarra félaga. Alls hafa á tólfta hundrað útskrifast úr Leiðsögu- skóla Íslands. Eftir standa rúm- lega 500 félagsmenn, helmingur óvirkur og afgangurinn á villigöt- um eða metnaðarlaus. Starfsheitið er haft í flimtingum og er athlægi innan ferðaþjónustunnar. Radd- ir, sem hrópa á réttlæti og endur- heimt virðingar og skynsemi, eru gerðar tortryggilegar. Meðan slík- ur málflutningur nýtur stuðnings er ekki bjart framundan. Ágrein- ingur innan félagsins vex stöðugt. Eldsneytið á ófriðarbálið kemur reglulega frá stjórn þess. Nokkrir félagsmanna reyna að vera á verði og benda jafnóðum á mistökin. Það er erfitt, m.a. vegna þess, að stjórn félagsins hefur, þar til nýlega, hunz- að lög þess, sem kveða á um birt- ingu allra fundargerða í netblaði. Umbótasinnar berjast gegn hættu- legri þróun fyrir alla ferðaþjónust- una. Æ fleira undirmálsfólk starfar með blessun félagsins, sem kemur þannig óorði á alla með metnað. Vægi ferðaþjónustunnar vex. Því er þörf á eflingu menntunar, vönd- uðum vinnubrögðum og áþreifan- legri viðurkenningu yfirvalda á mikilvægi velmenntaðra leiðsögu- manna. Starf þeirra á að löggilda tafarlaust. Bent skal á rökstuðning ofan- greinds og nánari umfjöllun um end- urreisn þessa fyrrum ágæta félags. Slóðin er: http://www.icelandonline. is/Guides/zgrein1_050506.htm. Nú þegar er skráð Fagfélag leið- sögumanna, sem atvinnuleiðsögu- menn geta gert að vígi sínu og leyft gamla félaginu að halda áfram að visna og deyja, sýnist þeim svo. Höfundur er leiðsögumaður. Afglapa- króníka FRIÐRIK HARALDSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.