Fréttablaðið - 20.05.2009, Page 49

Fréttablaðið - 20.05.2009, Page 49
MIÐVIKUDAGUR 20. maí 2009 UMRÆÐAN Friðrik Haraldsson skrifar um leiðsögumenn Félag leiðsögumanna var stofn-að 1972. Það varð fagfélag með beina aðild að ASÍ til að greiða fyrir samningum við vinnuveitendur. Þeim tókst að rýra kjörin strax í fyrstu atrennu vegna tengsla félags- ins við ASÍ. Margt ávannst í samningum í áranna rás án afskipta ASÍ. Fyrstu tvo og hálfan áratuginn réði metnaður för. Tvö verkföll urðu á ferlinum, hið síðara 1987, þegar umtalsverð kjarabót fékkst. Síðan hefur margt sem ávannst glutrast úr höndum félagsins, sem vinnuveitendur hafa vafið um fing- ur sér. Aukin afskipti ASÍ áttu sinn þátt í því afhroði. Sumum stjórnum félagsins varð mikið á og tjón varð gífurlegt. Verulegum fjölda atvinnuleiðsögu- manna blöskraði og þeir hættu öllum afskiptum af félaginu. Flest- ir hurfu úr því og greiða gjöld til annarra félaga. Alls hafa á tólfta hundrað útskrifast úr Leiðsögu- skóla Íslands. Eftir standa rúm- lega 500 félagsmenn, helmingur óvirkur og afgangurinn á villigöt- um eða metnaðarlaus. Starfsheitið er haft í flimtingum og er athlægi innan ferðaþjónustunnar. Radd- ir, sem hrópa á réttlæti og endur- heimt virðingar og skynsemi, eru gerðar tortryggilegar. Meðan slík- ur málflutningur nýtur stuðnings er ekki bjart framundan. Ágrein- ingur innan félagsins vex stöðugt. Eldsneytið á ófriðarbálið kemur reglulega frá stjórn þess. Nokkrir félagsmanna reyna að vera á verði og benda jafnóðum á mistökin. Það er erfitt, m.a. vegna þess, að stjórn félagsins hefur, þar til nýlega, hunz- að lög þess, sem kveða á um birt- ingu allra fundargerða í netblaði. Umbótasinnar berjast gegn hættu- legri þróun fyrir alla ferðaþjónust- una. Æ fleira undirmálsfólk starfar með blessun félagsins, sem kemur þannig óorði á alla með metnað. Vægi ferðaþjónustunnar vex. Því er þörf á eflingu menntunar, vönd- uðum vinnubrögðum og áþreifan- legri viðurkenningu yfirvalda á mikilvægi velmenntaðra leiðsögu- manna. Starf þeirra á að löggilda tafarlaust. Bent skal á rökstuðning ofan- greinds og nánari umfjöllun um end- urreisn þessa fyrrum ágæta félags. Slóðin er: http://www.icelandonline. is/Guides/zgrein1_050506.htm. Nú þegar er skráð Fagfélag leið- sögumanna, sem atvinnuleiðsögu- menn geta gert að vígi sínu og leyft gamla félaginu að halda áfram að visna og deyja, sýnist þeim svo. Höfundur er leiðsögumaður. Afglapa- króníka FRIÐRIK HARALDSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.