Fréttablaðið - 20.05.2009, Page 53
MIÐVIKUDAGUR 20. maí 2009 21
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 20. maí 2009
➜ Tónleikar
20.00 Í Kristskirkju, Landa-
koti, verða haldnir tónleikar
í tilefni af því að 20 ár eru
síðan Jóhannes Páll 2
páfi heimsótti Ísland.
Kórar Kristskirkju og
St. Jósefskirkju munu
flytja verk eftir
m.a. Mozart og
Bach. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.
20.00 Kór Flensborgarskóla verður
með tónleika í Hamarssal Flensborgar-
skólans, við Hringbraut í Hafnarfirði.
Efnisskráin er fjölbreytt og við allra hæfi
en þar er meðal annars að finna nýtt
verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur.
20.00 Tónleikaröð Félags íslenskra
tónlistarmanna í Norræna húsinu við
Sturlugötu. Finnsku einleikararnir Harri
Lidsle, á túbu, og Kyoko Matsukawa, á
píanó, flytja verk eftir finnsk og íslensk
tónskáld.
21.00 Hópur tónlistar-
manna mun koma saman
á Rósenberg við Klappar-
stíg og flytja bandaríska
Suðurríkjatónlist. Meðal
þeirra verða Kristjana
Stefánsdóttir, Guðrún
Gunnarsdóttir, Andrea
Gylfadóttir, Hannes Frið-
bjarnarson og Ómar Guðjónsson.
➜ Sýningar
Stefanía Jörgensdóttir hefur opnað mál-
verkasýningu í Turninum við Smáratorg
í Kópavogi. Opið alla virka daga kl. 9-16.
Ketill Larsen hefur opnað sýningu á
Mokka við Skólavörðustíg 3a þar sem
hann sýnir akrýl-málverk. Opið alla daga
kl. 9-18.30.
➜ Dansleikir
Funkagenda verður á London/Reykja-
vík við Tryggvagötu. Einnig koma fram:
Ghozt, Casanova, Mr. Mojo. Húsið
opnar kl. 23.
➜ Fyrirlestrar
20.00 Kristbjörg Krist-
mundsdóttir jógakennari
verður með fyrirlestur,
hugleiðslu og spjall
um þær miklu
umbreytingar sem
ríkja í samfélaginu.
Fyrirlesturinn fer
fram að Lauga-
vegi 51, enginn
aðgangseyrir og allir
velkomnir.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Í kvöld mun einn áhugaverðasti túbuleikari Evrópu,
Finninn Harri Lidsle, leika ásamt japanska píanóleik-
aranum, Kyoko Matsukawa, á tónleikum FÍT í Nor-
ræna húsinu. Þeir frumflytja nýtt tónverk eftir Mist
Þorkelsdóttur, sem nefnist Njörður, en annars bland-
aða efnisskrá með verkum eftir finnsk og íslensk
tónskáld sem ýmist eru skrifuð fyrir einleikstúbu,
píanóeinleik eða bæði hljóðfærin.
Tónleikarnir verða endurteknir í Laugarborg í
Eyjafjarðarsveit á sunnudaginn kemur kl. 15.
Harri Lidsle hefur getið sér orðstír á alþjóðleg-
um vettvangi fyrir að vinna náið með tónskáldum
og vinna þannig markvisst að uppbyggingu nýrra
tónbókmennta fyrir túbuna. Hann er þekktur fyrir
óvenjulegan og spennandi flutning og hefur leik-
ið einleik með hljómsveitum víða um heim. Harri
starfar í Sinfóníuhljómsveitinni í Lahti og er vinsæll
kennari og leiðbeinandi.
Kyoko nam píanóleik í Tókýó, Búdapest og Basel.
Hún hefur unnið til verðlauna í Evrópu og komið
fram sem einleikari og í samleik vítt og breitt. Hún
hefur starfað í Lahti síðan 2003.
Tónleikarnir í Norræna húsinu og Laugarborg eru
í samstarfi við Finnska einleikarafélagið – Suomen
Solistiyhdistys – og styrktir af Norræna menningar-
sjóðnum. - pbb
Túbutónlist í Mýrinni
HARRI OG KYOKO
Ranghermt var í frásögn af
frumsýningu Óperu Skagafjarð-
ar á Rígoletto föðurnafn Þórhalls
Barðasonar sem fer með titilhlut-
verkið, trúðinn illskeytta, sem
fær makleg málagjöld í því mikla
drama.
Eru hlutaðeigendur beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
Leiðrétting
Þriðja kvöldið í heimildarmynda-
röð sem myndlistarmaðurinn Yrsa
Roca Fannberg stendur fyrir í
Nýlistasafninu verður í kvöld, 20.
maí, klukkan 20 en þá verða mynd-
irnar Santiago eftir João Moreira
Salles og Sarajevo Film Festi-
val eftir Johan van der Keuken
sýndar.
João Moreira Salles Santiago var
einkaþjónn á æskuheimili bras-
ilíska leikstjórans Joao Moreira
Salles. Santiago lét sig dreyma um
að tilheyra evrópsku menningar-
elítunni, sem hann fylgdist gaum-
gæfilega með.
Í mynd sinni reynir leikstjórinn,
að skilja tilvist Santiago og á sama
tíma að skoða heimildarmyndagerð
sem fyrirbæri og flókin tengsl sín
við látinn einkaþjón sinn. Myndin
er gerð í Brasilíu árið 2006 og tekur
85 mínútur.
Þá verður sýnd stuttmyndin Afar
hógvær aðferð og mótmæli gegn
aðgerðarleysi Evrópu. Johan van
der Keuken var á kvikmyndahátíð
í Sarajevo til þess að kynna mynd
sína og gerði þessa stuttmynd
þar. Í myndinni eltir hann stúlku,
sem sækir hátíðina þegar stríðið
stendur yfir.
Van der Keuken er meistari í
að skapa myndræn tengsl en skilja
hugmyndafræðilega glímu eftir í
huga áhorfandans. Myndin var gerð
1993 og er fjórtán mínútur.
Nýlistasafnið er við Laugaveg 26
(gengið inn Grettisgötumegin) og er
frítt inn á alla viðburði safnsins.
Heimildarmyndir í Nýló
Auglýsingasími