Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 53
MIÐVIKUDAGUR 20. maí 2009 21 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 20. maí 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Í Kristskirkju, Landa- koti, verða haldnir tónleikar í tilefni af því að 20 ár eru síðan Jóhannes Páll 2 páfi heimsótti Ísland. Kórar Kristskirkju og St. Jósefskirkju munu flytja verk eftir m.a. Mozart og Bach. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 20.00 Kór Flensborgarskóla verður með tónleika í Hamarssal Flensborgar- skólans, við Hringbraut í Hafnarfirði. Efnisskráin er fjölbreytt og við allra hæfi en þar er meðal annars að finna nýtt verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. 20.00 Tónleikaröð Félags íslenskra tónlistarmanna í Norræna húsinu við Sturlugötu. Finnsku einleikararnir Harri Lidsle, á túbu, og Kyoko Matsukawa, á píanó, flytja verk eftir finnsk og íslensk tónskáld. 21.00 Hópur tónlistar- manna mun koma saman á Rósenberg við Klappar- stíg og flytja bandaríska Suðurríkjatónlist. Meðal þeirra verða Kristjana Stefánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Hannes Frið- bjarnarson og Ómar Guðjónsson. ➜ Sýningar Stefanía Jörgensdóttir hefur opnað mál- verkasýningu í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Opið alla virka daga kl. 9-16. Ketill Larsen hefur opnað sýningu á Mokka við Skólavörðustíg 3a þar sem hann sýnir akrýl-málverk. Opið alla daga kl. 9-18.30. ➜ Dansleikir Funkagenda verður á London/Reykja- vík við Tryggvagötu. Einnig koma fram: Ghozt, Casanova, Mr. Mojo. Húsið opnar kl. 23. ➜ Fyrirlestrar 20.00 Kristbjörg Krist- mundsdóttir jógakennari verður með fyrirlestur, hugleiðslu og spjall um þær miklu umbreytingar sem ríkja í samfélaginu. Fyrirlesturinn fer fram að Lauga- vegi 51, enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Í kvöld mun einn áhugaverðasti túbuleikari Evrópu, Finninn Harri Lidsle, leika ásamt japanska píanóleik- aranum, Kyoko Matsukawa, á tónleikum FÍT í Nor- ræna húsinu. Þeir frumflytja nýtt tónverk eftir Mist Þorkelsdóttur, sem nefnist Njörður, en annars bland- aða efnisskrá með verkum eftir finnsk og íslensk tónskáld sem ýmist eru skrifuð fyrir einleikstúbu, píanóeinleik eða bæði hljóðfærin. Tónleikarnir verða endurteknir í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit á sunnudaginn kemur kl. 15. Harri Lidsle hefur getið sér orðstír á alþjóðleg- um vettvangi fyrir að vinna náið með tónskáldum og vinna þannig markvisst að uppbyggingu nýrra tónbókmennta fyrir túbuna. Hann er þekktur fyrir óvenjulegan og spennandi flutning og hefur leik- ið einleik með hljómsveitum víða um heim. Harri starfar í Sinfóníuhljómsveitinni í Lahti og er vinsæll kennari og leiðbeinandi. Kyoko nam píanóleik í Tókýó, Búdapest og Basel. Hún hefur unnið til verðlauna í Evrópu og komið fram sem einleikari og í samleik vítt og breitt. Hún hefur starfað í Lahti síðan 2003. Tónleikarnir í Norræna húsinu og Laugarborg eru í samstarfi við Finnska einleikarafélagið – Suomen Solistiyhdistys – og styrktir af Norræna menningar- sjóðnum. - pbb Túbutónlist í Mýrinni HARRI OG KYOKO Ranghermt var í frásögn af frumsýningu Óperu Skagafjarð- ar á Rígoletto föðurnafn Þórhalls Barðasonar sem fer með titilhlut- verkið, trúðinn illskeytta, sem fær makleg málagjöld í því mikla drama. Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Leiðrétting Þriðja kvöldið í heimildarmynda- röð sem myndlistarmaðurinn Yrsa Roca Fannberg stendur fyrir í Nýlistasafninu verður í kvöld, 20. maí, klukkan 20 en þá verða mynd- irnar Santiago eftir João Moreira Salles og Sarajevo Film Festi- val eftir Johan van der Keuken sýndar. João Moreira Salles Santiago var einkaþjónn á æskuheimili bras- ilíska leikstjórans Joao Moreira Salles. Santiago lét sig dreyma um að tilheyra evrópsku menningar- elítunni, sem hann fylgdist gaum- gæfilega með. Í mynd sinni reynir leikstjórinn, að skilja tilvist Santiago og á sama tíma að skoða heimildarmyndagerð sem fyrirbæri og flókin tengsl sín við látinn einkaþjón sinn. Myndin er gerð í Brasilíu árið 2006 og tekur 85 mínútur. Þá verður sýnd stuttmyndin Afar hógvær aðferð og mótmæli gegn aðgerðarleysi Evrópu. Johan van der Keuken var á kvikmyndahátíð í Sarajevo til þess að kynna mynd sína og gerði þessa stuttmynd þar. Í myndinni eltir hann stúlku, sem sækir hátíðina þegar stríðið stendur yfir. Van der Keuken er meistari í að skapa myndræn tengsl en skilja hugmyndafræðilega glímu eftir í huga áhorfandans. Myndin var gerð 1993 og er fjórtán mínútur. Nýlistasafnið er við Laugaveg 26 (gengið inn Grettisgötumegin) og er frítt inn á alla viðburði safnsins. Heimildarmyndir í Nýló Auglýsingasími
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.