Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 20.05.2009, Qupperneq 59
MIÐVIKUDAGUR 20. maí 2009 27 00.000 500.000.000 +1.270.000.000 Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Þrefaldur fyrsti vinningur stefnir í 500 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 1270 milljónir. ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 20. MAÍ 2009 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 Þrefaldu r 1. vinnin gur KÖRFUBOLTI Guðbjörg Sverrisdótt- ir, leikmaður í Íslandsmeistara- liði Hauka í vetur, hefur ákveðið að spila með Hamari í Iceland Express-deild kvenna næsta vetur. Guðbjörg hittir þar fyrir Ágúst Björgvinsson, sem þjálfaði hana áður hjá Haukum. „Ég er bara tilbúin að breyta til. Það verður samt skrítið að spila ekki fyrir Hauka því ég er búin að spila fyrir þetta félag síðan ég fæddist. Þetta verður stór áskorun,“ segir Guðbjörg og hún leynir því ekkert af hverju hún ákvað að fara í Hamar. „Ástæðan fyrir því er að Gústi er í Hamari. Hann er besti þjálf- arinn á landinu að mínu mati og ég er að fara til að spila undir hans stjórn,“ segir Guðbjörg. Hún var með 7,8 stig og 4,6 fráköst að meðaltali á 21,1 mínútu í leik með Haukum í vetur. „Ég hef ekki hugmynd hvaða stöðu ég mun spila. Mér finnst gaman að spila alls staðar á vell- inum,“ segir Guðbjörg og hún er bjartsýn á gengi liðsins. „Ég kem með sigurhugarfarið úr Haukun- um og það kemur ekkert annað til greina en að reyna að berjast um titlana,“ segir Guðbjörg. - óój Guðbjörg Sverrisdóttir í Hamar: Vill spila fyrir besta þjálfarann GUÐBJÖRG Lék með Íslandsmeisturum Hauka í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Steinþór Freyr Þorsteinsson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann hefur átt ríkan þátt í velgengni Stjörnunnar, sem er í efsta sæti Pepsi-deildar karla með fullt hús stiga og markatöluna 12-1. Hann átti stórleik þegar Stjarnan vann 3-0 sigur á ÍBV í nýliðaslag deildar- innar á sunnudagskvöldið. Steinþór hefur átt þátt í níu af tólf mörkum Stjörn- unnar. Hann hefur skorað eitt sjálfur, lagt upp fimm önnur með stoðsendingum og átt stóran þátt í undir- búningi þriggja marka þar að auki. „Við höfum unnið þessa leiki á þeirri góðu stemn- ingu sem ríkir í liðinu og vonandi höldum við áfram á þeirri braut,“ segir Steinþór. „Aðrir áttu kannski ekki von á því að við myndum skora svo mörg mörk en það kemur mér ekki á óvart. Við skoruðum mikið af mörkum í okkar leikjum í vetur en þá vorum við einnig að fá mikið af mörkum á okkur. En eins og staðan er í dag er vörnin okkar búin að standa sig gríðarlega vel, rétt eins og sóknin. Þetta hefur smell- passað hjá okkur.“ Stjarnan hefur unnið lið Grindavíkur, Þróttar og ÍBV til þessa og fær verðugt verkefni í næstu umferð. Þá mætir liðið Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika. „Við förum í alla leiki til að vinna. Þetta góða gengi ætti að gefa okkur aukið sjálfstraust og það sýnir okkur að við getum gert þetta. Þeir sem hafa litla trú á okkur halda sjálfsagt að bólan muni springa gegn FH og að byrjendaheppni okkar þverri. En ég hef fulla trú á mínu liði og trúi því að við getum unnið hvaða lið sem er ef við höldum rétt á okkar spilum.“ Steinþór hóf feril sinn í Breiðabliki og lék sinn fyrsta leik með liðinu árið 2002 en hann verður 23 ára gamall í sumar. Hann á samtals að baki 101 leik í deild og bikar með Breiðabliki en kom yfirleitt við sögu á síðasta tímabili sem varamaður. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, þjálfaði áður Breiðablik og fékk Steinþór til að koma til Stjörnunnar. „Ég er alltaf ánægður þegar þjálfarar sýna mér það mikinn áhuga að þeir vilja fá mann í félagið sitt. Bjarni þekkir mig og minn leikstíl vel og ég er því mjög ánægður.“ Hann hrósaði einnig stuðningsmönnum Stjörnunnar, sem hafa látið vel í sér heyra í síðustu leikjum. „Þeir hafa verið framar mínum vonum. Áhorfend- um hefur líka fjölgað eftir fyrsta leik, þegar okkur byrjaði að ganga vel, og búin er að myndast klíka uppi í stúku sem er hrópandi allan tímann. Mér skilst að það sé nýtt hjá Stjörnunni. Ég er því afar sáttur við stuðningsmennina og vona að þeir haldi þessu áfram.“ eirikur@frettabladid.is Við getum unnið alla leiki Steinþór Freyr Þorsteinsson er leikmaður 3. umferðar að mati Fréttablaðsins. Hann hefur verið lykilmaður í liði Stjörnunnar sem trónir á toppi Pepsi-deildar karla með markatöluna 12-1. Hann hefur sjálfur átt þátt í níu þessara marka. FLIKK-FLAKK INNKÖSTIN Löngu innköstin hans Steinþórs hafa þegar skilað tveimur mörkum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Sænska úrvalsdeildin AIK - LdB Malmö 1-2 Dóra Stefánsdóttir skoraði sigurmark Malmö sem er á toppi deildarinnar ásamt Umeå. Norska úrvalsdeildin Sandefjord - Rosenborg 2-2 Kjartan Henry Finnbogason var á bekknum hjá S. Þýska úrvalsdeildin Hamburg - Gummersbach 32-24 Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gumm. Kiel - Nordhorn 38-27 Ítalska úrvalsdeildin Benetton Treviso - Bologna 85-77 Jón Arnór Stefánsson lék í fimm mínútur með Benetton Treviso en komst ekki á blað. ÚRSLIT HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í handbolta vann sinn annan sigur í röð á Sviss þegar liðin mættust á Selfossi í gær. Liðin mættust fyrst í fyrrakvöld og eigast svo við í dag klukkan 18.00 í íþróttahúsinu í Austurbergi. Ísland hefur unnið báða leikina til þessa með tveggja marka mun, síðast í gær 31-29. Harpa Sif Eyjólfsdóttir skoraði átta mörk fyrir Ísland, Hrafnhildur Skúladóttir sjö og Íris Ásta Pétursdóttir fimm. - esá Ísland mætti Sviss í gær: Aftur sigur HARPA SIF EYJÓLFSDÓTTIR Skoraði átta mörk fyrir Ísland í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.