Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 24
24 13. júní 2009 LAUGARDAGUR
Þ
að er mál margra
innan leikhússins að
Þröstur Leó sé eitt
mesta náttúruefni
bransans. Sveita-
strákur sem ólst upp
á Bíldudal og fór suður að læra bif-
vélavirkjun var hvattur af móður
sinni til þess „að sækja nú eitthvað
leiklistarnámskeið“ fyrir sunn-
an. Hún vissi hvað í honum bjó.
Þröstur sjálfur segir að hann hafi
varla vitað að hægt væri að læra
leiklist í þar til gerðum skóla. Og
þegar hann var í inntökuprófunum
hringdi hann með reglulegu milli-
bili vestur á Bíldudal og sagði föður
sínum að hann yrði víst að seinka
farinu vestur – hann væri kominn
í eitthvað þrengri hóp. „En næst
komast bara 32 áfram, þá dett ég út
og kem heim,“ sagði Þröstur föður
sínum, og var hálfsvekktur yfir að
þurfa alltaf að vera að færa heim-
ferð sína til, enda hlakkaði hann til
að komast vestur að veiða. Örlögin
höguðu því þannig að í dag er hann
einn eftirsóttasti leikari landsins.
Og er á Bíldudal á sumrin þar sem
hann á lítið hús.
Veiði mér til matar
„Pabbi var í mörg ár vörubílstjóri
ásamt því að stunda smá búskap.
Mamma var ljósmóðir. Þau eru
auðvitað bæði hætt að vinna í dag,
pabbi orðinn 84 ára gamall. En ég
sem sagt elst upp á Bíldudal og bý
þar þangað til að ég er orðinn 18
ára gamall. Ég á sex systkini og
lífið var að veiða, vera í bátunum,
stela harðfiski og ég fór á sjó þegar
ég var 16 ára.“ Þröstur Leó hefur
svolitla sérstöðu innan leikara-
stéttarinnar. Hann tekur sér til að
mynda öðru hvoru frí frá leiknum
og fer á sjó. „Ég hef farið ef það er
laust pláss en hins vegar hefur sjó-
sókn minnkað svo mikið að það eru
ekki nema nokkrir bátar á veiðum.
Núna líður mér hins vegar þannig
að mig langar bráðlega að taka
mér frí frá leiklistinni.“ Leiklist-
ina segist hann, líkt og sjómennsk-
una, líta á sem hvert annað starf.
„Ég var aldrei góður í því að beita
og svo voru aðrir sem voru snill-
ingar í því. Ég hef unnið við ýmis-
legt, svo sem brúarsmíði, fisk-
vinnslu, skreiðarverkun og fleira
og hefur aldrei fundist leiklistin
neitt æðri en önnur störf. Ég man
eftir gömlum manni fyrir vestan
sem skildi ekkert í því af hverju ég
ætlaði að verða leikari í stað þess
að halda áfram að vera hausari. Að
hans mati átti ég að halda áfram
á hausaranum fyrir vestan því ég
væri sá besti sem hann hafði séð á
þeirri vél. Yndi mitt er hins vegar
að veiða. Þá meina ég veiða mér til
matar í fjörum, en ekki að borga
þrjátíu þúsund krónur fyrir að vera
í laxveiði.“
Brandarar á vitlausum stöðum
Þótt ekki sé leikara að finna í ætt
Þrastar eru þar góðir sögumenn. Til
að mynda faðir hans og afi og hann
segist sjálfur nýlega hafa misst
af föður sínum á skemmtun fyrir
vestan þar sem hann lýsti flug-
ferð fyrir samsveitungum sínum
þannig að fólk grét og hló í senn.
Þröstur sjálfur – sögumaður? „Ég
veit það ekki. Ég hef alltaf fíflast
mikið. Og þegar grunnskólinn var
að setja upp leikrit fyrir vestan var
yfirleitt erfitt að hafa mig með því
ég vildi bara fíflast. Það er líka ríkt
í mér að vilja létta stemninguna ef
hún er orðin of þung að mínu mati.
Þannig á ég það til, kannski á ein-
hverjum krísufundum í leikhúsinu,
að henda inn einhverjum bröndur-
um til að reyna að peppa upp and-
rúmsloftið. Það getur nú líka klúðr-
ast,“ segir Þröstur Leó, og minnist
neyðarlegra atvika þegar hann tróð
inn slíkum bröndurum á röngum
stöðum, meinandi þó afskaplega vel.
„Fólki hættir stundum til að sökkva
sér of djúpt niður í hlutina og taka
of mikið inn á sig. Það þýðir ekkert.
Við verðum að muna til hvers við
erum hérna, það er ekki til að ganga
í gegnum þetta allt í bölsýni.“
Helgi Skúlason hvatti hann áfram
Leiklistarskólinn var sem sagt ekki
til sem fyrirbæri í huga Þrastar
Leós þegar hann kom suður sem
ungur maður og byrjaði á því að
nema bifvélavirkjun. Hann frétti
hins vegar af kvöldnámskeiði í leik-
list hjá Helga Skúlasyni heitnum og
skráði sig á það. Krakkarnir á því
námskeiði voru allir á leið í leik-
listarskólann. Helgi hvatti hann til
að fylgja þeim í inntökuprófið. „Jú,
auðvitað ferðu með þeim,“ segir
Þröstur Leó að Helgi hafi sagt. „Ég
þekkti engin verk og hafði ekkert
verið í leikhúsi. Helgi hjálpaði mér
að velja mér einleik til að flytja
í prófunum. Ég hringdi í hann í
öngum mínum, sagðist bara ekk-
ert vita hvað ég ætti að gera með
þennan einleik. Hann sagði mér að
hitta sig í hádegishléi hjá sér í Þjóð-
leikhúsinu og við hittumst í korter.
Svo skottaðist ég með þeim í inn-
tökuprófin og komst inn.“ Þröst-
ur Leó var hins vegar alltaf jafn
hissa sjálfur á að komast lengra og
lengra, eftir því sem fleiri duttu út
úr inntökuhópnum.
Sendur suður af mömmu
Þröstur Leó stimplaði sig inn,
fyrsta árið eftir útskrift, í kvik-
myndinni Eins og skepnan deyr.
Eftir það verkefni var lítið að gera
og Þröstur fór á hörpuskelsveiðar.
„Ég var afslappaður yfir því hvort
frekari verkefni biðu mín eða ekki.
Um þær mundir var verið að sýna
Land míns föður í Iðnó og einn leik-
arinn þurfti að hætta vegna ann-
ars verkefnis. Kjartan Ragnarsson
leikstjóri hringdi þá í mig og spurði
hvort ég væri ekki til í að hoppa inn
í þessa rullu. Ég talaði við mömmu
og var eitthvað efins enda minnk-
uðu þá tekjurnar mikið, þar sem
hörpuskelsveiðarnar gáfu vel af sér.
Mamma sagði við mig: „Ég pakka
niður fyrir þig í kvöld og svo bara
ferðu suður.“ Og ég fór suður. Við
sýndum svo þetta verk í tvö til þrjú
leikár, sex sinnum í viku.“ Næsta
verk sem Þröstur Leó tók þátt í var
Dagur vonar eftir Birgi Sigurðsson
og stjarna hans var þá endanlega
komin upp á leikhimininn.
Vestfirski hátturinn í leikhúsinu
Þröstur Leó hefur leikstýrt áhuga-
leikhúsinu fyrir vestan. Við borg-
um ekki, sem Þröstur leikstýrir
og frumsýnt var fyrir viku í Borg-
arleikhúsinu, er eitt þeirra verka
sem hann setti þar upp, fyrir um
18 árum. Árið 1995 fékk hann það
svo í gegn að setja það upp í Borg-
arleikhúsinu, en gat var í dagskrá
leikhússins vegna annars verks
sem gengið hafði illa. „Ég talaði við
leikhússtjórana og þótt þeir væru
ekki alveg vissir hvort ég, sem enga
reynslu hafði af leikstjórn, væri vel
til þess fallinn að fara að setja upp
farsa, ákváðu þeir að gefa mér laus-
an tauminn. Klukkan tíu morgun-
inn eftir að ég hafði fengið þetta í
gegn voru leikarar komnir upp á
svið og farnir að æfa,“ segir Þröst-
ur Leó. Vestfirski hátturinn eða
hvað? „Jú, ætli það ekki bara. Ég
hef hins vegar aldrei vitað almenni-
lega hvort ég eigi að vera að leik-
stýra mikið. Þetta gekk hins vegar
mjög vel. Það var helst að ég væri
paranojd yfir að leikararnir væru
óánægðir með óreyndan leikstjór-
ann og bölvuðu mér í sand og ösku
úti í horni. Kannski eru þeir að því,
og þó, ég held ekki. Ég leikstýri eig-
inlega með því að sýna hvernig ég
myndi gera,“ segir Þröstur Leó,
hlær og lýsir leikstjórataktík sinni
og hefur upp raust: „Gerðu svona,
segðu þetta, og bíddu þarna í eina
sekúndu með þessa línu og þá verð-
ur hún fyndin.“ Ég veit nokkuð vel
hvað er fyndið og hvað ekki og ætl-
aði alltaf að verða gamanleikari.
Þegar ég byrjaði í leiklistarskól-
anum var ég hins vegar stoppaður
af kennurunum sem voru orðnir
þreyttir á fíflalátunum í mér: „Já,
Þröstur minn, við vitum alveg að
þú getur verið fyndinn, en þú verð-
ur að prófa hitt líka.“ Eftir útskrift
lá leið mín svo í hvert dramatíska
verkið á fætur öðru og ég hef bara
leikið í tveimur försum í dag. Ég
tek því fíflalætin út á æfingum og
baksviðs.“
Með smá hroll en ekki kvíðinn
Leikritið Við borgum ekki hefur
verið staðfært og fært til ástands-
ins á Íslandi í dag. Þröstur segir að
þau hafi þó passað sig á að sleppa
því sem allir eru orðnir þreyttir á
í umræðunni og verkið sé fyrst og
fremst afbragðsskemmtun, meðm-
inna af pólitík. „ Verkið er það vel
skrifað að við þurftum ekki að
skreyta það með aulahúmor og fólk
er orðið langþreytt á bankastjóra-
brölti og slíku þannig að í verkinu
er ekkert slíkt að finna. Við vorum
ófeimin við að henda út hlutum sem
við vissum að myndu ekki hitta í
mark.“ Þröstur sjálfur segist ekki
hafa farið varhluta af ástandinu.
„Auðvitað finnur maður fyrir erf-
iðari tíð. Ég er búinn að leggja stóra
bílnum og keyri dóttur mína í vinn-
una á litlum bíl sem ég keyri svo
áfram í vinnuna. Og maður er orð-
inn blankur miklu fyrr fyrir mán-
aðamót en áður. Mörgum er hins
vegar ekki ljóst að svona hefur
ástandið verið úti á landi í fjórtán
ár. Á landsbyggðinni hefur fólk
verið að missa húsin sín, þau eru
einskis virði, kvótinn er farinn og
fólk er í einhverjum hálfum störf-
um eða á atvinnuleysisbótum. Á
litlu stöðunum, heila hringinn í
kringum landið, hefur þetta verið
svona. Við á höfuðborgarsvæðinu
erum að upplifa þetta núna, að við
eigum ekkert eftir nema skuldirnar
þegar kreppan hefur étið upp það
sem við eigum í húsunum okkar. Og
hvað ætlum við að gera? Ekki frek-
ar en fólkið úti á landi, sem hefur
verið fast þar í húsum sem seljast
ekki, komumst við burt.“ Þröstur
segir að hann sé samt ekki kvíðinn.
Slíkt þýði ekkert. „Það er kannski
smá hrollur, en maður verður að
vera bjartsýnn. Annars getum við
bara pakkað saman.“
Ég er
búinn
að leggja
stóra bílnum og keyri
dóttur mína í vinn-
una á litlum bíl sem
ég keyri svo áfram
í vinnuna. Og mað-
ur er orðinn blank-
ur miklu fyrr fyrir
mánaðamót en áður.
Mörgum er hins veg-
ar ekki ljóst að svona
hefur ástandið verið
úti á landi í fjórtán ár.
Mamma rak mig áfram
Allt frá því að hann var á sjónum hefur hann ekki getað sofið nema nokkra tíma í senn og nægir í raun þriggja til fjögurra
klukkutíma nætursvefn. Þröstur Leó Gunnarsson vildi verða gamanleikari en hefur bara leikið í tveimur försum í gegnum æv-
ina. Leikarinn sagði Júlíu Margréti Alexandersdóttur frá landsbyggð sem þekkir kreppu og léttari málum tilverunnar.
VEIÐIR, GREFUR OG SALTAR Þröstur Leó Gunnarsson vill helst dvelja á Bíldudal allt sumarið en hann segist vera „fjöruveiðimaður“
sem veiði sér til matar og eigi erfitt með að skilja veiðar í dýrum laxveiðiám. MYND/ARNÞÓR
Hörður í Degi vonar
Tom Joad í Þrúgum reiðinnar
Titilhlutverkin í Platonov, Tartuffe
og Hamlet
Mikki refur í Dýrunum í Hálsa-
skógi
Louis Gassion í Edith Piaf
Jón Leifs í Tárum úr steini
Faðir Nóa í Nóa albínóa (Eddu-
verðlaunin 2003). Eins og skepn-
an deyr eftir Hilmar Oddsson
(1986): Fyrsta kvikmynd Þrastar
Leós
Brúðguminn eftir Baltasar Kormák
(Fékk líka Edduna fyrir frammi-
stöðu sína í hlutverki Barkar).
Þröstur á þrjár Grímur, verðlaun
leikhúsanna: Ökutímar (2008),
Killer Joe (2007) og Koddamaður-
inn (2005)
Sitthvað af mörgum
andlitum Þrastar Leós: