Fréttablaðið - 13.06.2009, Blaðsíða 36
4 fjölskyldan
SKEMMTISTA
FYRIR FJÖLSKYL
Hallormsstaðarskógur
Hallormsstaðarskógur er sígildur áfangastaður fyrir fjölskyldur. Skógurinn er sá stærsti á landinu og í
honum er að finna tvö tjaldsvæði, Atlavík og Höfðavík. Í Atlavík er hægt að leigja bát og þaðan siglir líka
Lagarfljótsormurinn á fljótið. Hestaleiga er á svæðinu og hægt að fara í bæði stutta og langa reiðtúra.
Margir göngustígar liggja um skóginn, sem gaman er að hjóla um, en hjólaleiga er á staðnum. Um
næstu helgi, 20. júní, verður Skógardagurinn mikli haldinn í Hallormsstaðarskógi. Þá verður nóg um að
vera, svo sem skógarhlaup, Íslandsmeistaramótið í skógarhöggi, söngur og ýmis skemmtiatriði.
5
Ferðaþjónusta sem tekur mið af smekk og þörfum barna fær sífellt veigameiri sess. Víðs
vegar um landið er nú að finna staði sem gegna því mikilvæga hlutverki að gera líf barna
skemmtilegra. Dýragarðar, risaleikvellir og ævintýrahús eru þar á meðal. Hér eru fimm
hugmyndir að áfangastöðum sem eru líklegir til þess að falla í kramið hjá krökkum.
Raggagarður í Súðavík
Raggagarður er fjölskyldu-
garður í ytri byggð Súðavíkur.
Fjöldi skemmtilegra leiktækja
er á svæðinu, sem mörg eru
gerð til þess að þola þyngd
bæði barna og fullorðinna.
Leiktækin eru sérstök og heita
skemmtilegum nöfnum, eins
og snúningssveifla, sveiflu-
staur og tvist.
Fossatún í Borgarfirði
Í Fossatúni í Borgarfirði geta lúnir foreldrar fengið sér kaffiveitingar
og fylgst með krökkunum leika sér á leikjastéttinni undir umsjón
starfsmann staðarins. Á leiksvæði staðarins er mínígolf, trampólín,
risaleikkastali og fleiri leiktæki. Frítt er í leikaðstöðuna fyrir gesti
veitingahússins á sunnudögum í sumar, frá 13. júní til 15. ágúst. Þá
hefur verið settur upp söguvettvangur í Fossatúni sem gaman er af,
bæði fyrir börn og fullorðna. Gengið er með leiðsögn um sögusvið
sögunnar Tryggðatrölla. Þá fara þar reglulega fram svokallaðir
skessuleikar fyrir gesti á tjaldsvæðinu. Keppt er í pörum í þremur
leikjum; skriðkringlu, útikeilu og kúluspili.
Á sumrin er einfalt fyrir
fjölskyldur að finna sér eitt-
hvað til gagns og gamans.
Samverustundirnar eru líka
oft meiri þar sem sumarfrí-
in veita fólki
svigrúm til
að slaka á og
skapa góðar
minningar.
Flestum krökk-um þykir sér-staklega gaman að fara í sund og
er það tilvalin fjölskylduskemmt-
un að svamla í lauginni og sóla sig.
Einnig má setja gúmmísundlaug á
svalirnar eða í garðinn ef fólk kýs
að busla heima. Gaman getur verið
að tjalda í garðinum og þá geta fjöl-
skyldumeðlimir sinnt sínum hugðar-
efnum í tjaldinu eða garðinum.
Fjölskyldu- og húsdýragarður-
inn nýtur mikilla vinsælda og á
þessum árstíma er þar mikið af
ungviði. Um þessar mundir er þar
til að mynda nýfæddur kópur sem
athyglisvert er að heimsækja.
Ýmis konar útileikir eru til-
valin dægradvöl og sniðugt er að
kippa með í ferðalagið bolta, bad-
mintonspöðum, krikk-
etsetti eða öðru sem
nýst getur í skemmti-
lega leiki. Einnig er
kjörið að hafa með
fötu og skóflu ef farið
er í fjöruferð. Göngu-
ferðir eru heilsusam-
leg og góð leið til að
njóta náttúrunnar
með börnum og ungl-
ingum og einnig má
kenna þeim ýmislegt
um umhverfið í leið-
inni. Þá er ekki úr vegi að hafa
með sér gómsætt nesti og skreppa
í lautarferð.
Þá daga sem veðrið er ekki upp
á marga fiska má nýta í alls konar
föndur, lestur og jafnvel bakstur.
Yngri kynslóðin veit fátt skemmti-
legra en að stússast með foreldr-
unum og læra af þeim hagnýt verk
til gagns og gamans. - hs
Ljúfar stundir Sólin leikur við fólk í Sundlaug Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
BÖRN ÞREYTAST FYRR en fullorðnir við að sitja í bíl.
Gott ráð við því er að gera reglulega hlé á akstrinum og
leyfa ungviðinu að teygja úr sér.
Gengið verður í fótspor hins
ástsæla barnabókahöfundar
Jóns Sveinssonar, Nonna, á
morgun en lagt verður af stað
frá Nonnahúsi, Aðalstræti 54 á
Akureyri, klukkan 14.
Haraldur Þór Egilsson,
sagnfræðingur og safnstjóri
Minjasafnsins á Akureyri, leiðir
gönguna en í henni verður farið
stuttlega yfir lífshlaup Nonna,
lesið upp úr bókum hans og
staðir skoðaðir sem tengjast lífi
hans og sögum.
Nonni var hvað þekktastur
fyrir Nonnabækurnar, sem urðu
tólf talsins, en sú fyrsta kom út
árið 1913. Þær hafa verið gefnar
út á fjölmörgum tungumálum í
milljónum eintaka.
Gangan tekur um klukku-
stund og er tilvalin fyrir
fjölskyldur sem vilja gera sér
glaðan dag ásamt því að verða
sér úti um nokkra fróðleiks-
mola. - ve
Fjölskylduganga í fót-
spor Jóns Sveinssonar
Sumarfjör
og leikir
Gott nesti
Nærumst og njótum ...