Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 56

Fréttablaðið - 13.06.2009, Side 56
8 fjölskyldan FRÓÐLEIKUR GAGN&GAMAN Á vefsíðunni landbunadur.is er meðal annars hægt að nálgast fróðleik um húsdýrin sem er ætl- aður börnum og skrifaður á mjög aðgengilegan og skemmtilegan máta. Þar geta börnin meðal ann- ars fræðst um tegundaheiti og bústaði dýranna, fæðuna sem þau neyta, afurðir sem þau gefa af sér og margt fleira. Rauðhetta, grísirnir þrír og Hans og Gréta koma fyrir í barna- leikritinu Rauðhettu sem leik- hópurinn Lotta sýnir í Elliðaár- dalnum alla miðvikudaga í sumar klukkan 18. Leikritið byggir á sögum um þessar þekktu ævin- týrapersónur sem Snæbjörn Ragnarsson hefur fléttað saman með nýstárlegum hætti. Krakkar á aldrinum átta til tólf ára geta lært að þekkja og nota alls kyns hráefni, krydd og áhöld í matargerð á matreiðslunám- skeiðum Rannsóknarþjónustunn- ar Sýnis að Lynghálsi 3 í sumar. Enn fremur læra börnin að elda hollan, spennandi og bragðgóðan mat fyrir alla fjölskylduna. Ágætt úrval barnamynda er í boði í íslenskum kvikmyndahús- um um þessar mundir. Má þar nefna Múmínálfana sem byggð er á samnefndum sögum eftir Tove Jansson, Gull- brá og birnina þrjá og hreyfi- myndina Cor- aline úr smiðju Henrys Selick. Fyrir eldri krakk- ana má nefna Hannah Montana og Night at the Museum 2. 1 174 grunnskólar störfuðu á Íslandi skólaárið 2008 til 2009. Grunnskólum hefur fækkað um 22 frá skólaárinu 1998 til 1999 og hefur fámennustu og fjölmennustu skólunum fækkað mest. kona hefur gegnt embætti forseta á Íslandi, ein embætti forsætisráðherra og þrjár verið borgarstjórar. 3 hundar hafa farið eftirminnilega með hlutverk hundsins Lassie í kvikmyndum og þáttum um ferfætlinginn góðfúsa.3.359 ungmenni alls eru skráð hjá Vinnu-skóla Reykjavíkur í sumar, þar af 1.136 ungmenni úr 8. bekk, 1.110 úr þeim níunda og 1.113 úr tíunda bekk. 6 leikarar hafa alls léð Mikka mús rödd sína um árin og sumir til skiptis; þeirra fyrstur var Walt Disney frá árinu 1928 til 1955, næst James MacDonald frá 1948 til 1960, Wayne Allwine frá 1973 til 2009, Matthew ‘Stymie’ Beard árið 1981, Les Perkins 1986 til 1987 og síðast Ed Kavalee 2009.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.