Fréttablaðið - 13.06.2009, Qupperneq 80
56 13. júní 2009 LAUGARDAGUR
KÖRFUBOLTI Kvennalið Hamars fékk
frábæran liðstyrk í gær þegar
landsliðsleikmennirnir Kristrún
Sigurjónsdóttir og Sigrún Ámunda-
dóttir ákváðu að spila í Hveragerði
næsta vetur.
Kristrún og Sigrún hafa verið í
fimm manna úrvalsliði ársins und-
anfarin tvö tímabil og leiddu báðar
sín lið til titla síðasta vetur. Krist-
rún var fyrirliði Íslandsmeistara
Hauka og Sigrún lék leiðtogahlut-
verk hjá bikarmeisturum KR.
Kristrún er 24 ára bakvörður.
Hún hefur leikið með Haukum
síðan haustið 2004 og hefur leik-
ið síðustu 163 meistaraflokksleiki
Haukaliðsins hér á landi. Kristrún
var með 18,6 stig, 6,1 frákast, 3,6
stoðsendingar og 3,1 stolinn bolta
að meðaltali í leik á síðasta tíma-
bili. Kristrún hefur orðið Íslands-
meistari með Haukum þrisvar
sinnum á síðustu fjórum árum og
er eini leikmaður liðsins sem var
byrjunarliðsmaður öll árin sem
liðið varð meistari.
Spennandi áskorun
„Mér fannst bara vera kominn
tími til þess að breyta til og þetta
er stór áskorun fyrir mig sem leik-
mann. Ég var búin að vera fimm
frábær ár hjá Haukum og vonandi
taka nú við spennandi tímar hjá
Hamri,“ segir Kristrún.
Sigrún er 20 ára framherji. Hún
hefur leikið með KR undanfarin
tvö tímabil en þar á undan lék hún
með Haukum í þrjú tímabil. Hún
hefur leikið í lokaúrslitum um
Íslandsmeistaratitilinn undanfar-
in fjögur tímabil. Sigrún hefur náð
þeim merkilega árangri að hækka
meðalskor sitt fyrstu fimm tíma-
bil sín í efstu deild en í vetur var
hún með 16,2 stig, 9,4 fráköst, 2,3
stoðsendingar og 2,3 stolna bolta
að meðaltali í leik.
„Þetta er skemmtileg áskorun
og ég held að ég muni bæta mig
mikið sem leikmaður við það að
fara í Hamar. Stefnan er klárlega
að hjálpa liðinu að ná betri árangri
en það hefur náð til þessa,“ segir
Sigrún.
Vilja ná skrefinu lengra
Hamarsliðið er til alls líklegt í
vetur undir stjórn Ágústs Björg-
vinssonar en áður hafði Guðbjörg
Sverrisdóttir ákveðið að leika með
liðinu næsta vetur. Allar léku þær
þrjár undir stjórn Ágústs þegar
hann síðast þjálfaði kvennalið
veturinn 2006-07.
„Hamar hefur fært sig upp töfl-
una síðustu ár og komst í úrslita-
keppnina í fyrsta skiptið í sögu
félagins í fyrra. Með komu þess-
ara sterku leikmanna erum við
að vonast til þess að geta nú tekið
eitt skref í viðbót. Kristrún og
Sigrún eru náttúrlega búnar að
taka þátt í flestum þeim úrslita-
leikjum sem hafa verið spilaðir
hér síðustu ár og eru líka mjög
vaxandi leikmenn sem hafa verið
að bæta sig í flestum tölfræði-
þáttum körfuboltans síðustu ár,“
segir Ágúst ánægður.
- óój, óþ
Hamar ætlar sér stóra hluti í Iceland Express-deildinni í körfubolta næsta vetur:
Kristrún og Sigrún til Hamars
ÖFLUG Kristrún hefur verið Íslands-
meistari þrisvar sinnum á síðustu fjórum
árum og er gríðarlegur liðstyrkur fyrir
Hamarsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
*Verð í Evrópu miðast við gengi á evru 174 | Verð nú eru verð með 30% afslætti
ECCO GOLFSKÓR
Ný endursending af 2009 golflínunni komin
í Ecco búðina
KRINGLAN
Gríptu tækifærið
og fáðu þér golfskó á frábæru verði
3855355608
Stærðir: 36-41
Verð nú: 15.995
Verð í Evrópu: 26.100
CASUAL COOL
3825355605
Stærðir: 36-42
Verð nú: 17.995
Verð í Evrópu: 27.840
ACE
3825353357
Stærðir: 36-43
Verð nú: 17.995
Verð í Evrópu: 27.840
ACE
Verð nú: 19.995
Verð í Evrópu: 31.320
3883355601
Stærðir: 36-41
Verð nú: 17.995
Verð í Evrópu: 27.840
CASUAL PITCH
Verð nú: 23.995
Verð í Evrópu: 32.590
3840453859
Stærðir: 42-45
FLEXOR GTX
30% afsláttur af nýju línunni til 22. júní
Verð nú: 19.995
3948453376
Stærðir: 39 -47
CASUAL COOL II
3948455619
Stærðir: 39 -47
CASUAL COOL II
Verð í Evrópu: 31.320
Verð nú: 19.995
Verð í Evrópu: 29.580
39354 51052
Stærðir: 41-45
CLASSIC GTX
Verð nú: 15.995
Verð í Evrópu: 24.360
3940453582
Stærðir: 39-47
CASUAL COOL II
HANDBOLTI Ef Ísland vinnur Noreg
á sunnudaginn verður farseðillinn
á EM sem fer fram í Austurríki á
næsta ári tryggður. Ísland mætti
því tapa bæði fyrir Makedóníu og
Eistlandi í síðustu tveimur leikj-
um sínum.
Íslandi gætu því dugað ellefu
stig til að tryggja sig áfram. Það
„versta“ sem gæti gerst er að bæði
Makedónía og Noregur næðu einn-
ig ellefu stigum. Þá myndi röðun
liðanna í sæti ráðast af árangri í
innbyrðisviðureignum. Þar stæði
Ísland best að vígi.
Makedónía þarf að vinna Noreg
hinn 21. júní til að koma sér í ell-
efu stig. Ef það tekst ekki er Ísland
öruggt með annað sætið, svo lengi
sem Ísland vinnur Eistland í loka-
umferð riðlakeppninnar.
Ef Ísland
tapar fyrir
Noregi á
morgun
sta nda þó
ýmsar leið -
ir liðinu enn til
boða. Jafntefli gegn
Makedóníu myndi tryggja
þátttökurétt á EM á næsta ári,
jafnvel þótt Ísland tapaði fyrir
Eistlandi.
Ef Ísland tapar bæði fyrir
Noregi og Makedóníu flækj-
ast málin. Ef Ísland tapar
með ekki meira en tveggja
marka mun fyrir Make-
dóníu dugir sigur
geg n Eist um
til að tryggja
sig áfram.
Ísland mætti meira að
segja tapa með þremur
mörkum fyrir Makedón-
íu ef liðið skorar minnst 27
mörk í leiknum. Þá myndi
sigur á Eistum einnig duga
til.
Ísland mætti jafnvel
tapa bæði fyrir Noregi
og Makedóníu með óhag-
stæðum markamun en
yrði þá að vinna Eistland
og treysta á að Makedónía
ynni ekki Noreg á heima-
velli. Norðmenn væru þó
mjög líklega þá búnir að
tryggja sér sæti á EM og hefðu því
að litlu að keppa.
Þess má einnig geta að ef Ísland
vinnur Noreg í dag þarf bara að
vinna annað hvort Makedóníu eða
Eistland til að gulltryggja liðinu
efsta sæti riðilsins. - esá
Ísland mætir Noregi í afar mikilvægum leik í undankeppni EM 2010 í Laugardalshöllinni á morgun:
Sigur gegn Noregi tryggir farseðilinn á EM
GUÐJÓN VALUR
Verður í eldlínunni gegn
Noregi á morgun.
FRÉTTTABLAÐIÐ/VILHELM
TOPPBARÁTTAN Í 3. RIÐLI
Undankeppni EM 2010
Ísland 5 4 1 0 171-127 9
Noregur 5 4 1 0 172-139 9
Makedónía 5 2 1 2 142-134 5
Leikirnir sem eru eftir:
Makedónía - Belgía 13. júní
Ísland - Noregur 14. júní
Ísland - Makedónía 17. júní
Noregur - Eistland 17. júní
Makedónía - Noregur 21. júní
Eistland - Ísland 21. júní
FÓTBOLTI Dave Whelan, stjórnar-
formaður Wigan, hefur staðfest
að félaginu hafi borist kaup-
tilboð frá Englandsmeisturum
Manchester United í kantmann-
inn knáa Antonio Valencia.
„Við erum búnir að vera í sam-
bandi við United út af Valencia í
tvo til þrjá mánuði og þeir hafa
mikinn áhuga á honum. Reynd-
ar eru þeir þegar búnir að leggja
fram kauptilboð og ég reikna með
að við göngum að samningaborð-
inu á allra næstu dögum,“ segir
Whelan.
Talið er að Wigan vilji fá í
kringum sextán milljónir punda
fyrir hinn 23 ára gamla landsliðs-
mann Ekvador en Real Madrid
var einnig orðað við leikmanninn.
Áhugi Spánverjanna gæti þó hafa
breyst eitthvað eftir að kauptil-
boðinu í Cristiano Ronaldo var
tekið. - óþ
Dave Whelan hjá Wigan:
Man. Utd hefur
boðið í Valencia
VALENCIA Líklega á förum til Manchest-
er United á sextán milljónir punda.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Miklar vangaveltur hafa
verið síðustu daga í fjölmiðlum
út af framherjanum Zlatan Ibra-
himovic, sem sagður er vilja tak-
ast á við nýjar áskoranir og kom-
ast burt frá Inter.
Knattspyrnustjórinn José
Mourinho er þó sannfærður um
að kappinn verði áfram hjá Inter.
„Ég veit hvernig leikmanna-
markaðurinn virkar og hvernig
umboðsmenn vinna og ég er því
alveg rólegur yfir stöðu mála hjá
Ibrahimovic. Ég trúi því að hann
verði áfram hjá Inter á næsta
keppnistímabili. Ég trúi því
vegna þess að enginn er búinn
að segja mér að það verði ekki
þannig,“ segir Mourinho. - óþ
Mourinho um Ibrahimovic:
Er viss um að
hann fari ekki
HANDBOLTI Ísland mætir Noregi á
morgun í afar mikilvægum leik
í undankeppni EM 2010. Leik-
ið verður í Laugardalshöllinni og
hefst leikurinn klukkan 16.00.
Með sigri nær Ísland að tryggja
sér sæti á EM á næsta ári og setur
sig í afar góða stöðu í baráttunni
um efsta sæti riðilsins. Leikurinn
er því lykilleikur upp á framhald-
ið að gera.
„Til þess að komast yfir þenn-
an hjalla – að komast inn á EM –
þá er stuðningur áhorfenda ómet-
anlegur. Við erum ekki að spila
á okkar sterkasta liði, því er enn
mikilvægara að við fáum eins mik-
inn stuðning og mögulegt er. Við
erum því hreinlega að biðla alla
sem geta komið að styðja við bakið
á okkur.“
Það eru þó góðar fréttir fyrir
íslenska liðið að Snorri Steinn
Guðjónsson verður sennilega
með á morgun. „Hann er búinn að
vera duglegur í sinni endurhæf-
ingu og honum hefur gengið vel í
sinni meðferð hjá sjúkraþjálfurum
landsliðsins. Við getum því aðeins
vonað það besta en útlitið er nokk-
uð gott.“
Einhver skakkaföll eru líka í
norska liðinu en það vann engu að
síður sannfærandi sigur á Make-
dóníu fyrr í vikunni. „Það eru
fáir veikir blettir í þeirra liði,“
sagði Guðmundur. „Við þurfum
að passa að spila sterkan sóknar-
leik enda eru þeir fljótir að refsa
fyrir hver mistök með mörkum úr
hraðaupphlaupum. En við þurfum
líka að vera fastir fyrir í okkar
varnarleik. Þeir eru með góða og
fjölhæfa skotmenn, öflugan horna-
mann og mjög erfiðan línumann,
Frank Löke. Við töldum að hann
fékk 20 línusendingar í leiknum
gegn Makedóníu.“
Guðmundur segir að þó svo að
liðið geti tryggt sér sæti á EM á
morgun sé verkefninu ekki lokið
með sigri á Norðmönnum.
„Það lið sem nær efsta sæti rið-
ilsins kemur inn í efsta styrkleika-
flokk þegar dregið verður í riðla
á EM. Hinir leikirnir skipta því
gríðarlega miklu máli líka.“
Ísland mætir Makedóníu á mið-
vikudaginn næstkomandi og svo
Eistlandi ytra í lokaumferðinni.
eirikur@frettabladid.is
Stuðningur áhorfenda nauðsynlegur
Ísland mætir Noregi á morgun í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2010. Mikil forföll eru í
landsliðinu og segir Guðmundur Guðmundsson þjálfari að liðið þurfi mikið á stuðningi áhorfenda að halda.
GOTT ÚTLIT MEÐ SNORRA STEIN
Guðmundur Guðmundsson og Snorri
Steinn Guðjónsson á æfingu íslenska
landsliðsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ALEKSANDAR DJOROVIC