Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 25.06.2009, Qupperneq 10
10 25. júní 2009 FIMMTUDAGUR FRUMSÝNING Breski leikarinn Sacha Baron Cohen klæddist í gervi Brunos á frumsýningu myndar um Bruno í London á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 3 8 2 *Sumaráskrift að Tónlist.is stendur viðskiptavinum í Mínu Frelsi til boða án aukagjalds. Nánari skilmálar á www.tonlist.is. **60 mín/SMS á dag. Áfylling fyrir að lágmarki þúsund krónur virkjar tilboðið. Tilboðið gildir innan GSM kerfis Símans til 1. október 2009. Uppáhaldslög allra Íslendinga fyrir 0kr. í allt sumar* ÍRAN Lögregla og sérsveitir börðu niður mótmæli í Teheran í Íran í gær. Hundruð mótmælenda höfðu komið saman þrátt fyrir bann og hótanir íranskra yfirvalda. Mótmælendur voru lamdir með kylfum og táragasi var úðað á þá, samkvæmt vitnum. Að sögn börð- ust sumir mótmælendur á móti lögreglu en aðrir flúðu. Fjölmarg- ir mótmælendur hefðu verið illa særðir og jafnvel látnir vegna ofbeldisins. Öryggisverðir eru sagðir hafa lamið konur sérstak- lega, en konur hafa verið áberandi í mótmælum síðustu daga. Þúsund- ir öryggisvarða og lögreglumanna voru á götum úti í allan gærdag til þess að reyna að koma í veg fyrir mannsöfnuð. Eiginkona stjórnarandstöðu- leiðtogans Mir Hossein Mousavi, Zahra Rahnavard, sagði í gær að mótmælendur hefðu stjórnar- skrárbundinn rétt til mótmæla og ríkisstjórnin ætti ekki að bregðast við þeim líkt og herlög hefðu verið sett. Hún kallaði eftir því að öllum þeim sem hefðu verið handteknir í mótmælunum yrði sleppt. Annar frambjóðandi til forseta, Mohsen Rezaie, dró í gær til baka kvartan- ir sínar um kosningasvindl. Hann sagði það gert með hag landsins fyrir brjósti. Sendiherra Írans í Bretlandi hefur verið kallaður heim tíma- bundið og verið er að skoða hvort hægt sé að minnka opinber tengsl á milli landanna. Íranska stjórn- in hefur sakað Breta um að senda njósnara til landsins til að stuðla að mótmælunum. Fjórir leikmenn íranska lands- liðsins í knattspyrnu voru í gær settir í ævilangt bann vegna þess að þeir höfðu græn úlnliðsbönd til stuðnings Mousavi í leik landsins við Suður-Kóreu í síðustu viku. Græni liturinn hefur mikið verið notaður í kosningabaráttu Mousa- vis og í mótmælum eftir kosning- ar. Þá voru vegabréf þeirra tekin af þeim. thorunn@frettabladid.is Átök milli mótmæl- enda og lögreglu Blóðug átök urðu meðal mótmælenda og lögreglu í Teheran í Íran í gær. Þá hef- ur sendiherra Írans verið kallaður heim frá Bretlandi. Landsliðsmenn í knatt- spyrnu sem sýndu mótmælum stuðning hafa verið settir í lífstíðarkeppnisbann. STOKKHÓLMUR Dagleg mótmæli hafa verið í höfuðborg Svíþjóðar síðan kosning- arnar fóru fram. Í Íran hefur fréttamönnum og ljósmyndurum verið gert erfitt fyrir og þeim bannað að starfa á götum úti. NORDICPHOTOS/AFP NEYTENDUR VR hefur undanfarið boðið upp á ýmis námskeið fyrir atvinnuleitandi félagsmenn en nú verða fjölskyldurnar líka styrktar. Félagsmenn geta boðið börnum sínum upp á frí leikjanámskeið og sumbarbúðir hjá KFUM og KFUK. Takmarkað pláss er í boði og mikilvægt að panta sem fyrst. Þá er einnig hægt að fá veiði- og útilegukortið frítt og hestaferð- ir með Íshestum. „Við erum að reyna að lífga upp á tilveruna hjá ungviðinu með foreldrunum þannig að fjölskyldan geti notið þess að vera saman, þótt það sé lítið um peninga,“ segir Jóhanna Elísabet Vilhelmsdóttir, verkefna- stjóri VR. „Fólk er alveg óskap- lega þakklátt.“ Um 2.500 félagsmenn VR eru án vinnu. Hægt er að nálgast umsóknir og upplýsingar á heima- síðu VR www.vr.is. - hds Frítt á leikjanámskeið: VR styrkir fjölskyldufólk STJÓRNMÁL Í nýrri ályktun Ungra vinstri grænna (UVG) fagna þau að Varnarmálastofnun hafi verið lögð niður. Leggja þau jafnframt til að heræfingar, loftrýmiseftirlit og önnur hern- aðarleg starfsemi verði lögð niður. Í staðinn vill UVG nýta féð sem sparast í velferðarkerfið, til dæmis í LÍN. Segja þau jafn- framt að það spari tugi milljóna að segja sig úr NATO. „Það eru ekki aðeins hags- munir ungs fólks, heldur allra Íslendinga að íslenska ríkið fjárfesti í menntun, mannviti og öflugu velferðarkerfi, en hendi ekki peningum í tilgangslaust hernaðarbrask,“ segir í lok ályktunarinnar. - vsp UVG vilja úr NATO: Eyðum ekki í tilgangslaust hernaðarbrask DÓMSTÓLAR Karlmaður á þrítugs- aldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá á skilorði, fyrir kynferðisbrot gegn stúlku. Hann var einnig dæmdur til að greiða henni hálfa milljón króna í skaðabætur. Í ákæru var manninum gefið að sök að hafa farið óboðinn inn í svefnherbergi þar sem stúlkan lá í fastasvefni og áreitt hana kyn- ferðislega. Dómurinn taldi fram- burð stúlkunnar trúverðugan er hún kvaðst hafa vaknað við að fáklæddur karlmaður hafi staðið nærri rúmi hennar og síðan kysst hana á hálsinn og káfað á henni utanklæða. - jss Dæmdur fyrir kynferðisbrot: Óboðinn áreitti sofandi stúlku
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.