Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 25.06.2009, Blaðsíða 36
 25. JÚNÍ 2009 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● blóm í bæ Sögusýning íslenskrar garðyrkju verður á garðyrkju- og blómasýn- ingunni Blóm í bæ á innisvæðinu í íþróttahúsinu. Þar má finna verk- færi sem Garðyrkjuskóli ríkisins hefur sankað að sér í gegnum tíð- ina eða frá því um 1939, auk þess sem saga garðyrkju á Íslandi er rakin. „Við erum í raun að sýna þró- unina sem hefur orðið á verk- færakosti og má þarna til dæmis finna ýmis konar sláttuvélar en þar erum við með nánast alla flór- una,“ útskýrir Elfa Dögg Þórðar- dóttir, sýningarstjóri Blóma í bæ og umhverfisfulltrúi Hveragerðis- bæjar. „Þarna er eitthvað á þriðja tug hluta en við tínum úr það skemmtilegasta. Þetta er allt frá stórum sáningarvélum og þöku- skerum niður í skóflur og hrífur. Að sögusýningunni standa Land- búnaðarháskóli ríkisins og Blóm í bæ. Sýningin er opin alla helgina og er aðgangur ókeypis.“ - hs Saga íslenskrar garðyrkju rakin Ýmis verkfærakostur er til sýnis á sögu- sýningu íslenskrar garðyrkju. „Aðaláherslan í matvælatjaldinu er innlend framleiðsla og helst úr innlendu hráefni,“ segir Lilja Jóna Halldórsdóttir hjá umhverfisdeild Hveragerðisbæjar. „Þetta er ís- lensk sýning með íslensku græn- meti og íslenskum blómum.“ Hollusta úr hafinu verður með sýningarbás í matvælatjaldinu og segir Eyjólfur Friðgeirsson, stofn- andi þess, að ýmislegt verði á boð- stólum. „Við erum með mjög fjöl- breytta vöru meðal annars sjáv- arplöntur, þara og söl, fjallagrös, jurtate og íslenska osta. Þetta eru alíslenskar vörur.“ Dorothee Lubecki frá Rabarbíu segir þau einnig verða með bás. „Við verðum með rabarbarakara- mellur, sultur og fíflasýróp. Það er skondin saga á bak við kara- mellurnar. Þetta er sprottið upp úr samstarfsverkefni með Lista- háskólanum sem heitir stefnu- mót Listaháskólans við bændur. Í fyrra var okkur boðin þátttaka og þegar nemendurnir komu var rætt um hvað væri hægt að gera. Hug- myndin að karamellunni kviknaði þá.“ - mmf Þari og rabar- barakaramellur Rabarbía verður með bás í matvæla- tjaldinu þar sem meðal annars verða rabarbarakaramellur á boðstólum. NORDICPHOTOS/GETTY FR ÉT TA BL A Ð IÐ /E .Ó L Félag blómaskreyta ætlar að setja Íslandsmet í lengstu blómaskreyt- ingunni. „Skreytingin er unnin mestmegnis úr trjám sem búið er að fella í bænum,“ segir Berglind Erlingsdóttir, formaður Félags blómaskreyta. „Við erum líka að nota afskorin blóm sem við fáum frá garðyrkjubændum, íslenskar jurtir sem standa vel og annað sem til fellur. Við setjum þetta upp sem eins konar blómaorm.“ Berglind segir að upphaflega hugmyndin hafi verið að búa til lengstu skreytingu heims. „Við ætl- uðum að skrá hana í heimsmetabók Guinnes. Svo komumst við að því að það er mikill kostnaður í tengsl- um við það þannig að við ákváðum að gera lengstu skreytingu Íslands. Ég hugsa að skreytingin verði ein- hverjir tvö hundruð metrar.“ Berglind segir að Félag blóma- skreyta vinni að mörgum verkefn- um í tengslum við Blóm í bæ alveg frá hringtorginu og inn í skrúð- garðinn þar sem lengsta blóma- skreyting landsins verður stað- sett og ráðgert er að standi í allt sumar. - mmf Búa til lengstu skreytingu Íslandssögunnar Undirbúningshópur blómaskreyta sem vinnur að lengstu blómaskreytingu Íslands. M YN D /Ú R EI N K A SA FN I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.