Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.07.2009, Blaðsíða 8
8 23. júlí 2009 FIMMTUDAGUR - Lifið heil www.lyfja.is Lyfja lækkar verðið 20% afsláttur af öllum Scholl vörum í verslunum Lyfju í júlí. NÝJAR HANDHÆGARUMBÚÐIR BANDARÍKIN Barack Obama hefur nú í vikunni mætt harðri andstöðu á Bandaríkjaþingi gegn frumvarpi sínu um víðtækar umbætur í heil- brigðismálum. Stórum hluta þing- manna, einkum repúblikönum en einnig mörgum demókrötum, vex í augum sá kostnaður sem frum- varpið er talið hafa í för með sér fyrir ríkissjóð. Frumvarpið þykir einnig það flókið, að þingmenn vilja gjarn- an fá meiri tíma til að grandskoða það. Fátt bendir því til þess að atkvæðagreiðsla um frumvarpið fari fram í ágúst, eins og Obama hafði stefnt að. Aðalmarkmið frumvarpsins er að allir Bandaríkjamenn njóti heil- brigðistryggingar. Nærri fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna, einn af hverjum sex, eru nú án heil- brigðistryggingar. Obama segir þó mikla vinnu hafa verið lagða í að draga úr kostnaðinum. Þingið hafi auk þess árum saman verið að leita leiða til að bæta heilbrigðistryggingakerf- ið og ætti því að hafa góða þekk- ingu á málinu. „Við höfum ekki efni á pólitík tafa og ósigurs þegar að heilbrigð- ismálum kemur,“ sagði Obama nú í vikunni og leggur allt kapp á að fá málið í gegn sem fyrst. Hann vitnaði í repúblikana á þingi sem hafi sagt að takist þeim að fella þetta mál þá verði það for- setanum að falli. „Hugsið ykkur,“ sagði hann svo. „Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um pólitík. Þetta snýst um heilbrigðiskerfi sem er að sliga bandarískar fjölskyldur, bandarísk fyrirtæki og bandarískt efnahags- líf.“ Meðal þeirra sem styðja Obama af heilum hug í þessu máli er rep- úblikaninn Arnold Schwarzenegg- er, ríkisstjóri í Kaliforníu, sem sjálfur hefur reynt að koma á víð- tækum heilbrigðisumbótum í ríki sínu, en strandaði á ofurafli hags- munahópa sem stöðvuðu frum- varpið. „Okkur tókst það næstum því,“ sagði Schwarzenegger í viðtali á sjónvarpsstöðinni ABC. „Við höfð- um fengið málið samþykkt í neðri deildinni, en þegar það fór til öld- ungadeildarinnar þá var það fellt vegna sérhagsmunaaðila sem voru of valdamiklir.“ Heilbrigðismálin eru reyndar aðeins annað af tveimur stórum frumvörpum, sem Obama hefur undanfarna mánuði reynt að fá þingið til að samþykkja. Hitt snýst um loftslagsmálin og geng- ur út á það að bandarísk fyrirtæki og almenningur dragi verulega úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, og fái til þess vænan stuðning úr ríkissjóði. gudsteinn@frettabladid.is Heilbrigðismálin gætu þurft að bíða Barack Obama leggur þessa dagana allt kapp á að koma frumvarpi sínu um heilbrigðismál í gegnum þingið. Voldugir hagsmunahópar berjast af hörku gegn málinu og andstæðingar forsetans vona að það verði honum að falli. BARACK OBAMA Bandaríkjaforseti brá sér á þriðjudag út í garðinn við Hvíta húsið að ræða við fjölmiðla um heilbrigðisfrumvarp sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Karlmaður var dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir ýmis kynferðisbrot gegn dóttur sinni í Héraðsdómi Suðurlands í fyrradag. Neitaði hann allri sök í málinu. Var hann sakfelldur fyrir að hafa, nokkrum sinnum á árunum 2005 til 2008, káfað á kynfærum dóttur sinnar og í eitt skipti fyrir að fróa sér fyrir framan hana. Fyrstu brotin áttu að hafa átt sér stað þegar hún var níu ára. Þótti framburður dótturinnar sannfær- andi og voru henni dæmdar 600 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var hins vegar sýkn- aður af öllum ákærum vegna brota gegn stjúpdóttur sinni. Ákæran laut að nokkrum brotum á árun- um 2001 til 2005 þar sem hann átti meðal annars að hafa káfað á kyn- færum hennar. Nýjasta brotið var ósk mannsins um að hafa samfarir við hana þegar hún næði tvítugs- aldri. Kynferðisbrotin hófust við tíu ára aldur. Gegn eindreginni neitun ákærða taldi dómurinn að ekki væri komin fram nægileg sönnun, sem ekki yrði vefengd með skynsamlegum rökum, fyrir því að ákærði væri sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Var hann einnig sýknaður af miskabótakröfu stjúp- dóttur sinnar. - vsp Karlmaður dæmdur til fangavistar fyrir að níðast á barnungri dóttur sinni: Árs fangelsi fyrir kynferðisbrot DÓMSALUR Maðurinn var ekki dæmdur fyrir meint kynferðisbrot gegn stjúpdótt- ur sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI VIÐSKIPTI „Við bindum miklar vonir við þetta óbeina eignarhald erlendra fjármálafyrirtækja á bankanum,“ segir Finnur Svein- björnsson, bankastjóri Nýja Kaup- þings. Hann segir að tengingin muni væntanlega gagnast bankan- um ákaflega vel við að byggja upp eðlileg bankasambönd á ný. „Þau viðbrögð sem bankinn hefur feng- ið vegna aðkomu erlendra aðila að bankanum hafa verið jákvæð.“ Finnur segir að nýir eigendur bankans hafi vald yfir bankanum frá þeim tímapunkti sem þeir taka hann yfir auk þess sem þeir muni hafa fjóra af fimm stjórnarmönn- um. „Hugsanlegt er þó að kveðið verði á um það í hluthafasam- komulagi að það verði einhverjar takmarkanir á því hvað hinir nýju eigendur bankans geti tekið sér fyrir hendur. Til dæmis verði ekki hægt að umturna starfsemi bank- ans á skömmum tíma eftir yfir- töku þeirra,“ segir Finnur. Hann segir að kröfuhafar gamla bankans séu ekki einvörðungu erlendir og trúlegt að einhverj- ir lífeyrissjóðir og aðrir íslensk- ir aðilar séu þar á meðal. Því mun 87 prósenta hlutur sem kröfuhafar gamla Kaupþings geti eignast ekki vera einvörðungu í eigu erlendra aðila. Óljóst er þó hve stór hluti mun vera í eigu Íslendinga. - bþa Finnur Sveinbjörnsson segir að hann hafi fengið jákvæð viðbrögð erlendis frá: Aðkoma erlendra aðila gagnleg BANKASTJÓRI NÝJA KAUPÞINGS Finnur Sveinbjörnsson segir hugsanlegt að einhverjar takmarkanir verði á því hvað nýir eigendur bankans geti tekið sér fyrir hendur og ekki hægt að umturna starfsemi bankans á einni nóttu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VINNUMARKAÐUR Laun hækkuðu um 0,2 prósent á milli mánaða samkvæmt launavísitölu Hag- stofu Íslands fyrir júní sem birt var í gær. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um þrjú prósent. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að þetta sé mun minni hækkun en á sama tíma fyrir ári þegar laun hækkuðu um 1,2 pró- sent milli mánaða. Laun hafa þó hækkað um 1,3 prósent frá hruni í október. Helstu ástæður þess séu samningsbundnar hækkan- ir sem samið var um fyrir hrun en hafa komið til framkvæmda á tímabilinu. - bþa Laun hafa hækkað frá hruni: Laun hækka lít- ið milli mánaða DÓMSMÁL Hinir ákærðu í brennu- málinu svokallaða, þegar þrír menn tóku sig til og reyndu að brenna mann inni á Kleppsvegi í júní, voru allir ákærðir fyrir meiriháttar brennubrot. Verði þeir fundnir sekir eiga þeir yfir höfði sér minnst tveggja ára fangelsi og allt að ævilöngu fang- elsi. Málið var þingfest á þriðju- dag. Einn ákærða í málinu, Jón Kristinn Ásgeirsson, er sá sami og keyrði yfir mann á Hummer- bíl á Laugaveginum í Reykjavík fyrr á árinu. Þingfesting í því máli er á mánudag. Hinir tveir eru einnig ákærð- ir fyrir fleiri brot. Annar fyrir fjársvikabrot og hinn fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og ekið yfir á rauðu ljósi. - vsp Þingfesting í brennumáli: Eiga yfir höfði sér minnst 2 ár FÉLAGSMÁL Landssamband eldri borgara sendi félags- og trygg- ingamálaráðherra bréf í gær þar sem óskað er eftir því að hann „leiðrétti lífeyri ellilífeyrisþega til samræmis við kauphækkun ASÍ og BSRB“. Jafnframt var óskað eftir því að sú skerðing sem varð á lífeyri 1. júlí verði leiðrétt. Frá 1. júlí hafði lífeyrir verið skertur. Til dæmis hafði frítekju- mark lífeyrisþega lækkað og sú breyting gerð að lífeyrissjóðs- tekjur skerði grunnlífeyri. Í bréf- inu segir að það hafi verið við- tekin venja að lífeyrir aldraðra hækkaði í samræmi við hækkun lágmarkslauna. „Eldri borgarar hafa tapað miklum fjármunum á hruni bankanna og máttu sæta mikilli skerðingu á lífeyri sínum um síðustu áramót.“ - vsp Eldri borgarar vilja hærri lífeyri: Hækki eins og lágmarkslaun 1. Í hversu mörgum Evrópu- sambandslöndum eru hægri sinnaðar ríkisstjórnir? 2. Hvenær fékk Namibía sjálfstæði? 3. Hverjir ætla að keyra hringinn á bíl knúnum íslensku metani? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 34 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.