Fréttablaðið - 23.07.2009, Side 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000
GÓÐAN DAG!
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík
Akureyri
Heimild: Almanak Háskólans
BAKÞANKAR
Dr. Gunna
Fyrst eftir að blekkingin um góðærið varð lýðnum ljós var
uppi sterkt ákall um alveg glænýtt
Ísland. Þetta var frjótt tímabil, á
yfirborðinu alla vega. Það var sjokk
að sjá að allt það versta sem hald-
ið hafði verið fram um ömurlegt
ástand undirstaðanna var sannleik-
ur þrátt fyrir að alls konar lið hefði
haldið því blákalt fram að ekkert
væri að. Framtíðin var óljós og óör-
ugg, allt upp í loft, og það var bæði
ógnvekjandi og spennandi.
GAMLA módelið var komið í
klessu og alls konar gáfufólk var að
pæla í nýjum ferskum möguleikum.
Gamla fúla samtryggingin og spill-
ingin átti sko aldrei að fá að vaða
uppi á ný og sveitt gróðahyggja
grillmeistaranna skyldi víkja fyrir
samfélagslegri ábyrgð.
SVO varð jákvæður vilji til upp-
byggingar að reiðibylgju sem gaus
upp eftir jól. Allt koðnaði þetta þó
niður um leið og ný settleg ríkis-
stjórn tók við og ný stjórnarand-
staða hóf gjammandi upp sitt inni-
stæðulausa raus. Þá var sem búið
væri að troða hugsunum fólks og
væntingum í ný hólf. Við viljum
hólf. Steingrímur og Jóhanna gátu
séð um þetta hér eftir.
SÍÐAN hefur stemningin verið
eins og allir séu sokknir í risapott
af storknandi karamellu. Þar er
engin hreyfing af því enginn kemst
neitt. Það er endalaust tuðað um
Icesave í algjöru andleysi og yfir-
þyrmandi húmorsleysi. Karamell-
an er svo seig að allar undankomu-
leiðir eru jafn vonlausar. Annað
hvort borgum við ekki og verð-
um vinalaus úrhrök eða við borg-
um og skríðum mót framtíðinni
með hræðilega skuldabagga og allt
niðrum okkur eins og aumingjar.
Og allt þetta bara af því að nokkr-
ir bankabjánar ætluðu að græða
svo rosalega. Hvar er sanngirnin?
Arrggghhhh!!!
HVAR sem tveir koma saman er
byrjað að fjasa um þetta helvít-
is klúður. Ekki líður á löngu áður
en allir eru orðnir brjálaðir í skap-
inu því þetta er svo yfirgengilega
ósanngjarnt. Voru þetta ekki einka-
fyrirtæki? Hvernig í andskotanum
geta nokkrir klúðrarar dregið heilt
þjóðfélag á botninn en sloppið sjálf-
ir? Voru þessir menn ekki á þess-
um rosalaunum af því þeir báru svo
ægilega mikla ábyrgð? Af hverju
eru þeir ekki ryksugaðir? Hvað
varð um ábyrgðina?
SVONA umlykur karamellan sam-
félagið sumarið 2009. Og Icesave er
bara toppur skuldaísjakans. Afsak-
ið á meðan ég lem mig í hausinn
með hamri.
Karamellu-
sumar
Í dag er fimmtudagurinn 23. júlí
2009, 204. dagur ársins.
4.06 13.34 23.00
3.28 13.19 23.07 A
ug
lý
si
ng
as
ím
i
– Mest lesið
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára.
Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Hvar er þín auglýsing?
34%
74%