Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 2
Samvinnurekslur ANNARS staðar í þessu liefti er greint nokkuð frá þeim athyglisverðu umræð- um, sem urðu á alþjóðaþingi samvinnu- manna í Prag á s. 1. hausti, um afstöðu sam- vinnumanna til þjóðnýtingar. Þessar umræð- ur voru fróðlegar fyrir margra hluta sakir. Einkum þótti lærdómsrikt, að heyra brezka samvinnumenn gera grein fyrir viðhorfum sínum í þessu efni, þar sem vitað er, að náin samvinna hefur verið með brezku samvinnu- félögunum og Samvinnuflokknum og Verka- mannaflokknum, sem stendur að núverandi rikisstjórn. Eins og kunnugt er, hefur brezka ríkisstjórnin beitt sér fyrir þjóðnýtingu nokk- urra atvinnugreina, og enn stendur fyrir dyr- um að þjóðnýta járn- og stáliðnað landsins. Samvinnumenn hafa talið þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið hingað til, réttlætan- legar, og þeir liafa fylgt þeim flestum. En það kom skýrt i ljós af erindi þvi, sem flutt var af þeirra hálfu í Prag, að þeir gera sér vel ljóst, að afskipti ríkisins af atvinnulifi og framleiðslu, og starfsemi samvinnumanna, eiga ekki samleið, nema að vissu marki, og brezku samvinnufélögin munu ekki aðgerð- arlaust horfa á fyrirætlanir um frekari íhlut- un ríkisvaldsins á þeim sviðum framleiðslu og atvinnureksturs, sem þau telja einkanlega verksvið samvinnunnar að leysa, svo sem al- menn verzlun, framleiðsla neyzluvarnings o. s. frv. Enda mun almennt talið í Bret- landi, að brezki jafnaðarmannaflokkurinn og rfkisstjórn hans muni ekki ætla sér mikið lengra á þjóðnýtingarbrautinni, en þegar er orðið, og sú skoðun mun allútbreidd þar í landi, að enn sé eftir að finna stjórnarform fyrir þær atvinnugreinar, sem þegar eru þjóðnýttar, sem samræmist lýðræðishugsjón- um Breta og kröfum almennings um aðstöðu til eftirlits og gagnrýni á fyrirtækjum ríkis- ins. A þeim vettvangi mun mega vænta lær- dómsrfkra fregna frá Bretlandi á næstu árum. ISLENZKIR samvinnumenn hafa um margt líka aðstöðu og viðhorf og brezkir sam- vinnumenn. íslenzkir samvinnumenn hafa í verki Ijáð fylgi takmarkaðri þjóðnýtingu, en þeir hafa lýst sig andvfga ýmsum fyrirætlun- um og ráðstöfunum ríkisvaldsins og þjóð- málaflokkanna. Enda sannast mála, að þjóð- nýting og afskipti rfkisvalds og nefndavalds sé sízt minna hér en í Bretlandi, enda þótt þjóðnýtingarflokkar hafi hér aldrei einir ráð- ið ríkjum. í hinni brezku ræðu, sem áður er að vikið, er á það bent, að brezkir samvinnu- menn og brezkir jafnaðarmenn hafi löngum átt góða samleið, meðan augljóst var, að og þjóðnýting hvorki stefnumál samvinnumanna né jafn- aðarmanna voru að þvf komin að ráða ríkj- um í landinu. Báðir flokkarnir vildu stuðla að auknum réttindum og bættum hag al- mennings og höfðu um það samráð, en við- horfin hafa breytzt, eftir að jafnaðarmanna- stjórnin fékk tækifæri til þess að framkvæma áhugamál þjóðnýtingarmanna með valdatök- unni 1945. Þá varð augljós mismunurinn, sem er á viðhorfum samvinnumanna og sósíalista til lausnar aðkallandi vandamála, og þá skýrðust þær tálmanir, sem eru á sam- vinnu þessara flokka. Brezkir samvinnumenn hafa fylgt þjóðnýtingu þeirri, sem þegar er orðin í Bretlandi, alveg eins og íslenzkir sam- vinnumenn hafa fylgt forustu ríkisvaldsins í rafmagnsmálum, síldariðnaðarmálum, póst- flutningamálum og á öðrum þeim sviðum, sem þeir telja bezt henta, að ríkisvaldið hafi leiðsögu. Hins vegar hafa samvinnumenn í Bretlandi lýst eindreginni andstöðu sinni við þjóðnýtingu verzlunarinnar og þeirrar fram- leiðslu, sem einkum er hagsmunamál neyt- endanna að hafa aískipti af. Þar treysta brezkir samvinnumenn ekki einkaleyfi ríkis ins og embættismannavalds þess, og þar munu leiðir skilja, ef brezki jafnaðarmanna- flokkurinn liyggst í framtíðinni leggja út á þær brautir. En um slíkt liggja ekki fyrir neinar yfirlýsingar af hans hálfu, og talið er, að hann muni láta hagsmuni þjóðarinnar og beztu manna yfirsýn ráða meiru en kenni- setningar í fræðibókum marxista. ANNAÐ VEIFIÐ skýtur áróðri um lands- verzlun — sem svo er kölluð — upp í skrifum hérlendra sósíalista. Og víst munu nokkrir þeirra manna, sem nú eru í kaup- félögum landsins, fylla þann flokk, sem telur það verzlunarfyrirkomulag heppilegast fyrir þjóðina. Gegn þeim áformum munu allir góðir samvinnumenn berjast. Þjóðnýting verzlunar landsmanna væri, að áliti sam- vinnumanna, aðeins útfærsla á því nefnda- og ráðavaldi, sem nú stýrir utanríkisverzlun þjóðarinnar, og frekleg skerðing á rétti landsmanna til þess að ráða málum sínum sjálfir eins og þeim þykir bezt henta. Sam- vinnuskipulagið er óhrætt að leggja út í samkeppni við ríkisstofnanir, sé þeirri sam- keppni skapaður réttlátur starfsgrundvöllur Reynsla íslendinga af ríkissrekstri og þjóð- nýtingu, gefur vissulega ekki tilefni til þess að landsmenn almennt telji lausnina á miklum erfiðleikum þjóðarbúskaparins auð- veldasta i skauti ríkisvaldsins, en hins veg- ar er samvinnumönnum það ljóst, að núverandi skipan verzlunar og framleiðslu er langt frá því að vera ákjósanleg, og þess er enginn kostur við núverandi a'd- stæður og höft og bönn ríkisvaldsins, að sam- vinnuskipulagið fái notið sin til fulls. Það væri vissulega hinn herfilegasti misskilning- ur, að réttmæt óánægja með núverandi skip- an verzlunar og framleiðslu, gæfi þjóðnýting- arstefnunni byr undir báða vængi. Ofremdar- ástand það, sem nú ríkir, er nokkurs konar þjóðnýting verzlunarinnar. Ríkisvaldið held ur í hendi sinni úrslitavaldinu um fyrir- komulag og aðstöðu utanríkisverzlunarinnar. Þeir munu fáir i þessu landi, sem telja þau afskipti réttlát og helzt í samræmi við hags- muni neytendanna. Samvinnumenn hafa leitt að því glögg rök, að þau séu vatn á myllu forréttindanna og einkahagsmunanna,. og [jjóðin mundi langt um heldur kjósa samvinnuverzlun en einka- og rikisverzlun, fengi hún sjálf að segja hug sinn með frjálsu vali verzlana. Gegn því frjálsa vali standa sterk öfl í þjóðfélaginu, og þau hafa til þessa megnað að fyrirbyggja sjálfsagðar réttarbæt- ur. En hvorki þjóðnýtingarkenningar né einkahagsmunir fá til lengdar staðist rétt- mætar kröfur fólksins í lýðfrjálsu landi. í STUTTU MÁLI Frelsisskerðing. Samvinnulireyfingin í Tékkóslóvakíu hefur nú orðið fyrir barðinu á nýskipan þeirri, sem orðin er þar í landi. Samkvæmt lögum, sem gefin voru út 2. des- ember 1948 og komu til framkvæmda 1. janúar í ár, er samvinnuhreyfing landsins í rauninni hætt að vera frjáls og sjálfstæð samtök fólksins í þeim skilningi, sem lagður er í þessi hugtök í frjálsum löndum. Nokk- ur atriði hinna nýju laga nægja til þess að sýna, hvernig þessari frelsisskerðingu er háttað: í 2. grein laganna er ákveðið, að tékkneska samvinnusambandið (VDP) geti ekki leng- ur annast sölu og dreifingu allra neyzlu- vara. Fram er tekið, að það megi ekki selja m. a. brauð, mjólk og mjólkurvörur, kjöt og ýmsar nýlenduvörur. Fram að 1. jan. 1949 mun sala þessa varnings hafa numið 30 prc. af umsetningu sambandsins. í 6. grein laganna er svo mælt fyrir, að verzlunarmálaráðuneyti landsins skuli á- kveða, hverjum kaupfélögum leyfist inn- ganga í VDP og hverjum ekki. Flversu sam- vinnufélögin eru nú orðin háð ríkisvaldinu kemur berlegast fram í greinum, sem fjalla um stjórn sambandsins. Samkv. 7. gr, er for- maður sambandsstjórnarinnar og 2 varamenn hans skipaðir af ríkisstjórninni. Af hinum 27 stjórnarmeðlimum sambandsins útnefnir ríkisstjórnin 13, en 14 eru kjörnir á aðal- (Framhald á bls. 23.) SAMVIN NAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri. Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni 1 mánuði Árgangurinn kostar kr. 15.00 43. árg. 2. hefti Febrúar 1949 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.