Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 27
VIÐHORF SAMVINNUSTEFNUNNAR TIL ÞJÓÐNÝTINGAR (Framhald af bls. 15.) nýta, en vel má þó svo fara að síðar- meir fái hún augastað á þeim sviðurn atvinnulífsins, sem brezkir samvinnu- menn telja sitt starfssvið, og þá er hugsanlegt að afstaða samvinnuhreýf- ingarinnar í lieild verði allt önnur en hinofað til hefur orðið. Brezku kaupfélögin fús á að láta verk- smiðjur sínar keppa við rikis- verksmiðjur. EÐ nákvæmum samanburði á þeini starfræksluformum, sem notuð eru af samvinnumönnum ann- ars vegar, og ríkinu hinsvegar, hafa brezkir samvinnumenn sannfærst um, að ríkisrekstur á ekki við á þeim svið- um, sem samvinnustarfið er lengst komið. Þær iðngreinar, sem nú er bú- ið að þjóðnýta, eru allar á þeirri lilið framleiðslunnar, sem liggur fjærst neytendavöruframleiðslunni, en þar er aðalstyrkur samvinnuhreyfingar- innar. Nokkurs ósamræmis í málflutn- ingi Mr. Peddie virðist því gæta, er hann heldur því fram, í áframhaldi af þessu, að vel megi hugsa sér þann hátt á þjóðnýtingu, að ríkisfyrirtæki starfi samhliða þeim samvinnufyrir- tækjum, sem þegar eru til, á vissum sviðum matvöruframleiðslunnar, t.d. í kornmölunariðnaðinum. Engin á- stæða er til þess, sagði Mr. Peddie, að kornmyllur samvinnumanna hætti að starfa þótt kornmölunariðnaðurinn verði þjóðnýttur. Starfræksla sam- vinnumanna getur lialdið áfram til hagsbóta fyrir meðlimi samvinnufé- laganna, þannig, að aðeins þær verk- smiðjur, sem framleiða handa utan- félagsmönnum, verði þjóðnýttar. Lík- legast er að Mr. Peddie liafi nefnt þennan möguleika út frá því sjónar- miði, er svo væri komið í einhverju þjóðfélagi, að undankomu frá þjóð- nýtingu væri ekki auðið. Telji ríkis- valdið einkareksturinn ekki nægilega afkastamikinn eða ekki nægilega vel starfræktan, þá eru brezkir samvinnu- menn fúsir til þess, hvenær sem er, að efna til heiðarlegTar samkeppni við ríkisverksmiðjurnar og láta reynsl- una skera úr um það, hvort fyrir- komulagið nær betri árangi. 1 ræðu sinni skírskotaði Mr. Peddie til þess, sem hefur gerzt í samvinnu- málum Sovét-Rússlands. Eftir að rík- iseinkasala hafði um liríð verið ein um verzlunina í borgum og bæjum, var allt í einu leyft að endurvekja kaupfélagsskapinn þar og verzlunar- rekstur hans, samhliða ríkiseinkasöl- unni. í opinberri tilskipun um þetta, var svo að orði komizt, „að það sé staðreynd, að ekki sé fyrir hendi heilsusamleg samkeppni milli ríkis- einkasala og samvinnuverzlunar og það sé til tjóns fyrir umsetninguna og hefti aukningu hennar." í þessu sambandi lét aðalmálgagn Sovét- stjórnarinnar, blaðið Pravda, svo um- mælt: „Stofnun kaupfélagsverzlunar í borgunum mun verða til þess að þörf almennings verður betur full- nægt en áður....“. Anclstœðar kenningar. AÐ er þannig viðurkennt í Rúss- landi, að samvinnuskipulagið geti leitt til hentugri verzlunar. Þá kom Mr. Peddie að því, hvort þjóðnýtingarstefna og samvinnu- stefna væru tvær sjálfstæðar og óháð- ar stefnur, jafnvel tvö andstæð kerfi, sem stefna að sameign, en væru þó sprottnar af ólíkum hugsunarhætti, og sigur annarrar mundi jafnframt þýða fall hinnar. Hann taldi þetta sjónarmið réttmætt að vissu marki Grundvallaratriðið um frjálst val er gildur þáttur í skipulagi samvinnn- manna, en slíkt frelsi er ekki fyrir hendi í þjóðnýtingarrekstri. Þegar ræðumaðurinn gerði ráð fyr- ir því, að byggja mætti brú á milli þessara stefna, sem að hans áliti stefna að sama marki í efnahagsmálum — er það augsýnilega í þeirri trú, að þjóð- nýtingarstefnan rnuni smátt og smátt sveigja í áttina til samvinnunnar. „Samvinnuhreyfingin leggur meiri áherzlu á þarfir neytandans og rétt- indi,“ segir hann, „og eg held að þró- un þjóðnýtingar - hugsunarinnar í Ihetlandi muni færa hana nær þeirri stefnu, sem lýsir sér í starfi samvinnu- hreyfingarinnar, eins og hún nú er.“ Þessi þróun verði þannig andstæð þeirri, sem orðin er í Austur-Evrópu- löndunum. Jafnframt benti hann á, að jafn- framt hæfni í rekstursfyrirkomulagi, hafi samvinnuskipulagið megnað að innleiða lýðræðislega sameign með möguleikum til beinnar þátttöku og ábyrgðar í fyrirtækjunum, og þetta sé langt um fullkomnari árangur en náðst hefur í nokkurri þjóðnýttri at- vinnugrein. Skipulag samvinnumanna hefur sýnt meiri hæfileika en þjóð- nýtingarfyrirkomulagið til starfhæfrar lýðstjórnar í efnahags- og framleiðslu- málum. Mismunur þjóðnýtingar og samvinnu. Þjóðnýtingin getur haft hlutverki að gegna í einstökum greinum at- vinnulífsins, að áliti þessa brezka sam- vinnumanns, einkum þar, sem lýð- ræðisstjórnarfyrirkomulag samvinnu- hreyfingarinnar á síður við. Þjóðnýt- ing er rökrétt skref í þá átt, að fjar- lægja prívat-kapítalismann. En þjóð- nýting getur ekki orðið annað en opin- ber einokun, nema hún geti fundið form, er skapar tilfinningu um sam- eign og samstjórn þeirra, er við hana eiga að búa. í stórurn og veigamiklum greinum atvinnulífsins á hið þvingunarkennda eðli þjóðnýtingarinnar og hin mikla „centralisering“, sem henni er sam- fara, alls ekki heima. Á þessum svið- um eru hin stærstu verkefni samvinnu- hreyfingarinnar, þar á hún að starfa, ekki sem gæzlumaður ríkisins, heldur sjálfstætt og á eigin fótum. Þar, sem þörf neytendanna kallar, er samvinnu- skipulagið bezta leiðin til lýðræðislegr- ar, sameiginlegrar stjórnar. í þessu sambandi vitnaði Mr. Ped- die til hins kunna hagfræðings Barou: „Við verðum að gera okkur ljóst, hvort samvinnan er undanfari sósíal- ismans á þýðingarmiklu þróunar- skeiði fyrir hann, eða hvort samvinnu- hreyfingin sjálf inniheldur hið ákjós- anlegasta form sameiginlegra fram- kvæmda, og sem sósíalisminn verður að sveigjast að, að lokum“. Vel má vera, segir Mr. Peddie, að fljótfarnari leiðir að þjóðfélagslegu réttlæti en samvinnuleiðina verði að finna í ver- öld, þar sem aðstæður krefjast áætlun- arbúskapar að einhverju leyti og þrýsta ríkisvaldinu til aukinnar íhlut- unar. Og svo má fara, að því fleiri menn, sem af frjálsum og fúsum vilja gerast áhangendur sósíalisma, því meiri líkur séu til þess að hann verði mannfólkinu þolanlegri. En sósíalismi 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.