Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 16
FYRIR fimmtíu árum vöktu ritgerðir tvcggja. áður lítt kunnra vísindamanna mikla athygli, þeirra Frakkans Curie og hinn- ar pólsku konu hans, Maríu Sklodowska. Greindu þau frá því, að þau hefðu fundið mjög geislavirkt frumefni í bikblendi frá Bæheimi, og nefndu þau það radíum. Upp- götvun þessi var ein af allmörgum, sem gerð- ar voru um þessar mundir og höfðu í för með sér, að hafna varð hinni hefðbundnu skoðun, að atómur væru smæstu ódeilisagnir efnisins. Hófst þarmeð þróun, sem leitt hefur til atómsprengjunnar og þeirra vona, að atómorkan muni lýsa upp borgir, knýja haf- skip milljónir sjómílna, án þess að þau þurfi að auka við eldsneytisforða sinn, og jafnvel til þess, að menn geti í eldflaugum lagt upp í ferðalög á milli linatta sólkerfisins. Uppgötvanir þessar kollvörpuðu ýmsum eldri hugmyndum vísindanna. Sumar til- raunir Faradays báru með sér, að rafstraum- ur væri ekki samfellt streymi, eins og til þess tíma hafði verið álitið, heldur straumur ótelj- andi rafagna. Tilraunir, er þeir J. J. Thom- son og W. Crookes stóðu að, með að leggja háspennu á að mestu lofttóm glerliylki með innbræddum málmskautum, sýndu ýmsar kynlegar verkanir, eins og þær, að rafsegull hafði áhrif á skin Jjað, sem myndaðist í hylk- inu og gat fært það til í hylkinu. Var þetta fyrirbrigði mjög nýstárlegt, því að ekki hafði segulmagn nein slík áhrif á venjulegt ljós. Skinið hlaut Jjví að stafa frá efnisögnum, og eru þær kallaðar elektrónur. (Elektróna er rafhlaðin ögn, og er ein af frumpörtum atómanna). Það eru elektrónur, sem mynda rafstrauma í leiðslum. Arið 1897 fann hinn mikli eðlisfræðingur J. J. Thomson í Cambridge, að efnismagn elektrónanna er 1/1800 af efnismagni vatns- efnisatómunnar, sem er þó léttust allra atóma. Var sú uppgötvun, að atómur væru ekki smæstu ódeilisagnir efnisins, á sína vísu eins nýstárleg og það var á miðöldum, er fyrst varð ljóst, að jörðin væri hnattlaga en ekki flöt. Þar sem efnið var samsett úr atóm- um, varð nú að fella elektrónurnar inn í þær. Leysti Thomson það á þann hátt, að hann gerði ráð fyrir, að einnig væru til við- lægt hlaðnar elektrónur, og að í atómunum væri hvort tveggja blandað saman, á svipað- an hátt og þegar rúsínum er hrært út í jóla- kökudeig, og væru viðlægu elektrónurnar deigið en elektrónurnar rúsínurnar. A meðan Thomson og Crookes fengust við sínar rannsóknir í Bretlandi, unnu Wilhelm Röntgen og aðrir að svipuðum rannsóknum í Þýzkalandi, og uppgötvaði Röntgen árið 1895 geisla þá, sem við hann eru kenndir, en hann sjálfur nefndi X-geisla. Veitti hann því athygli, að ýmsir kristallar, eins og zink- súlfið, lýstu, er þeir voru í námunda við til- raunaútbúnáð hans, og það enda þótt ógagn- sæ efni væru látin skyggja á þá. Rafmagns- agnirnar í glerhylkinu, Thomson-agnirnar eða elektrónurnar, höfðu orðið fyrir þeim verkunum í málmskautum hylkisins, að þau sendu frá sér geislun, sem komst í gegnum ógagnsæ efni. Þessi uppgötvun varð til þess, að franskur eðlisfræðingur, Henri Bequerel, ákvað að rannsaka öll efni, sem lýstu í myrkri eftir að þau höfðu orðið fyrir sólar- ljósi. Þar á meðal var bikblendi eða úran- íumgrýti. Árið 1896 uppgötvaði hann af hendingu, að bikblendið var „geislavirkt", þ. e. sendi út geisla, sem á svipaðan hátt og Röntgengeislar fóru í gegnum ljósþéttan um- búnað ljósmyndaplötu og svertu hana. Curie-hjónin, sem voru efnafræðingar, hófu leit að því efni, sem geislunin stafaði frá, og fundu, að hún kom úr áður ókunnu frumefni, er þau nefndu Radíum, og annað Brautryðjendur: Curie-hjónin á rannsóknarstofu sinni. Rutherford lávarður, einn helzti frömuður á st RAD og þróun atóm Höfundur þessarar greinar er vísindaritstjóri stórblaðs geislavirkt frumefni, er þau fundu, nefndu þau Pólóníum, ættlandi frú Curie til heið- urs. Radium var sérstaklega athyglisvert, hitastig þess var ætíð nokkru hærra en um- hverfis þess. Það gaf eitthvað frá sér, sem spillti öllu í kringum það og litaði glervarn- ing rannsóknarstofunnar. Ekkert gat stöðvað geislaverkanir þess. Þareð engar tilraunaniðurstöður fengust, sem brutu í bága við uppgötvanir þeirra Nýlega eru liðin 50 ár, síða uppgötvað, en uppgötvun þess var fyrir skömmu minnst 70 ái telja má fremstan núlifandi eðl móta virðist ekki úr vegi að rat orðið í þessum efnum og enn ei 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.