Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 31
út úr húsinu og stikaði lengi, með hendurnar fyrir aftan bakið, fram og aftur undir stofuveggnum. í hvert sinn, er hann gekk fyrir gluggann, sá Elísabet, að hann var þungur á brún og gleðilaus á svipinn. Loks kom hann þó inn til hennar aftur, og var þá enn ástúðlegri en áður, og Elísabet skynjaði betur en nokkru sinni fyrr, hversu innilega hann elskaði hana og soninn unga. Þegar Sölvi kom lieim úr síðustu ferð sinni þá um vorið, hugðu þau hjónin bæði harla gott til þess, að nú ætlaði hann að dvelja heima yfir hásumarið. Honum fund- ust dagarnir alltof fljótir að líða, og Elísabet blómstraði eins og rós á vori. Þau ræddu saman um þann möguleika, að hún færi með honum næst, þegar hann sigldi til Hol- lands, og heimsækti Garvloits-fólkið. — Á sunnudögum gengu þau prúðbúin í kirkju, og þessi ungu og myndar- legu hjón vöktu athygli í hópi kirkjugestanna. Elísabet hafði nú áttað sig á því, að honum gazt ekki meira en svo að því, ef hún gaf sig á tal við eitthvað af „fína fólk- inu“, og þótti henni því dálítið furðulegt, hversu annt hann lét sér um, að hún væri sem bezt búin. En kven- legt eðlisskyn hennar sagði henni, að hann væri hreykinn af henni í hjarta sínu og vildi gjarnan, að hún vekti at- hygli fólks með fegurð sinni og glæsimennsku, enda lét hún sér þá skýringu vel líka. Og þótt hún gerði sér vel ljóst, að allar þessar kenjar hans ættu rót sína að rekja til eins konar vantrausts og tortryggni í hennar garð, tók hún þeim þó með furðulegu jafnaðargeði og lét sem ekk- ert væri um að vera, í þeirri von, að reynslan og fram- tíðin myndu leiða það í ljós, svo að ekki yrði um villst, að hann hefði á röngu að standa að þessu leyti, og tor- tryggni hans væri algerlega ástæðulaus. En vissulega skildi hún ekki til fulls, hversu djúpar og sterkar rætur þessi meinsemd átti í hugskoti hans. Dag nokkurn, þegar Sölvi kom heim utan úr eyjum — en þangað hafði hann farið til þess að ráða háseta á skip sitt —, sagði Elísabet honum frá því, starx og hann var kominn inn úr dyrunum, að Jiirgensens-hjónin hefðu komið þar sem snöggvast og spjallað við hana um stund. „Þau ætla til Friðriksvarnar á morgun. — Og hugsaðu þér! — Frúin þekkir Maríu Forstberg. Eg bað hana fyrir kveðju til hennar.“ „María Forstberg? — Hver er það?“ spurði Sölvi dálítið undrandi. „Það er hún, sem var mér svo góð, þegar---------.“ Elísa- bet hikaði allt í einu í miðjum klíðum og skipti svo lit- um. Hún stamaði þó áfram, en eins og hún vildi fella niður þetta tal: — „Það var hún, sem giftist Beck — sjó- 1 iðsforingjanum.“ „Þú hefðir átt að biðja frúna að skila kveðju minni til Becks!“ sagði Sölvi biturlega. Hann var orðinn fölur og forðaðist að líta á hana, þegar hún gekk um stofuna og sýslaði vandræðalega við heimilisstörfin. Það varð þögn um stund, en að lokum gekk hún til manns síns, settist á kné hans og lagði handleggina utan um hálsinn á honum. „Þú ert víst ekki reiður við mig út af þessu?“ „Nei. — Auðvitað mátt þú mín vegna biðja að heilsa hverjum, sem vera skal.“ „Hún var bezta vinkona mín, þegar eg var í Arnardal,“ sagði hún einlæglega, en rak þó í vörðurnar í lok setning- arinnar, því að hún var nærri búin að segja: — „þegar eg var hjá Beck,“ en hvarf frá því á síðustu stundu. „Eg efast ekki um, að þú ert í góðu vinfengi við þetta fólk!“ „Sölvi!“ hrópaði liún gröm og spratt á fætur. En hann dró hana til sín aftur. „Fyrirgefðu mér, Elísabet,“ sagði hann iðrandi og auð- mjúkur, — „mér fellur svo illa að heyra þig nefna þetta fólk. — Svo sannarlega sem eg sit hér veit eg, að það er algerlega ástæðulaust,“ bætti hann við, þegar hann sá, að henni hafði vöknað um augu. Hann lagði sig allan fram um stund að telja um fyrir henni, svo að hún fyrirgæfi honum fljótræði hans og ósann- girni. Það gekk að vonum ekki þrautalaust, og í þetta skipti sættist hún ekki við hann, fyrr en hún hafði svalað gremju sinni á honum með því að segja honum hrein- skilnislega og einarðlega til syndanna, og það af talsverð- um hita og þunga. En að lokum sættust þau þó heilum sáttum, og eins og oftast gengur eftir fyrstu regnskúra og þrumuveður ástalífsins, var samlíf þeirra og hjúskaparsæla jafnvel ennþá dýpri og innilegri en nokkru sinni áður, þegar þau sátu saman við heimilisarin sinn þá um kvöldið. En þótt sættin virtist þannig fullkomin í bili, varð Sölvi þó æ hljóðlátari með hverjum degi sem leið eftir þetta, þótt hann hins vegar sýndi henni fyllstu blíðu og nærgætni í öllu dagfari sínu að öðru leyti. Hann vildi heldur ekki fara með henni í kirkju næstu sunnudagana og sátu þau því bæði heima. Einhver óeirð og friðleysi virtist hafa gagntekið hann á nýjan leik. Nú þráði hann það eitt að komast aftur út á sjóinn og finna skipsþiljurnar og hræringar hafsins und- ir fótum sér. XXIII. Elísabet fór, svo sem ráðgert hafði verið, með Sölva til Hollands. í Amsterdam fór hún af skipinu og dvaldi all- marga daga hjá Garvloits-hjónunum. Nú voru þau á heim- leið aftur til Noregs. Ferðin hafði verið ánægjuleg að flestu leyti, þótt Sölvi hefði raunar verið allalvarlegur í bragði og fámáll lengstaf. En hann var alltaf nærgætinn og ástúðlegur í hennar garð, svo að hún tók að venjast þessum háttum hans og sætta sig við þá — á sama hátt og menn venjast því ósjálfrátt að sitja í deyfðu Ijósi, þegar stund er liðin, síðan menn komu út í glaðasólskin. Þau sigldu í stafalogni og yndislegu veðri út Zuydersjó, grunnan fjörð, krökkan af skipum og alls konar fleytum. Fjörðurinn er svo breiður og landið umhverfis hann svo marflatt, að víða sáu þau ekki til lands, en hlý og mjúklát gola fyllti seglin og bar skip þeirra óðfluga út á opið haf. Elísabet sat á þiljum uppi með Gjert litla á kjöltu sér og spurði hafnsögumanninn, sem þau samkvæmt venju og reglum höfðu fengið með sér, um allar hinar mörgu, flötu, sandgráu eyjar, sem þau sigldu framhjá, og um bæina og þorpin, sem óðum skaut upp á báða bóga og hurfu jafn- (Framhald). 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.