Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 26
Gjaldkerinn aÖ verki. Sambandshúsið í Reykjavík (Framhald af bls. 7) Það má ljóst verða af lestri þessarar greinar, að Jrví fer mjög fjarri, að liús- næði SIS og fyrirtækja Jress sé stærra en vera þarf. Ennþá er það svo, t. d. að eft- irlitsmaður með Sambandsfélögunnm heldur ennþá til úti í húsi Grænmetis- verzlunarinnar, Jregar liann er ekki ,,í förum“. Nú, hljóðið í sumum ráða- mönnum hinna ýmsu greina starfsins í húsinu, liafið Jrið iieyrt. Það bendir ekki til þess, að ofbyggt hafi verið, þrátt fyrir Jiá miklu og glæsilegu við- bót, er nýlega reis af grunni sem Jrak yfir höfuð Sambandsins,; er svo mjög hefur fært út kvíarnar hin síðustu árin, eins og almenningi er kunnugt. Og þetta er ekki óeðlilegt! Hvort tveggja er, að tíðarandinn sækir æ meira í það horf að krefjast rúmgóðra og bjartra húsakynna, enda líka er samvinnustarf livers lands af svo sterk- um og safaríkum rótum runnið, að vöxtur þess má álítast öruggur. Það er að vísu hægt að kyrkja hann nokkuð á hörðum árum, en stöðvaður verður hann vart, nema eðlilegum leikreglum lífsins sé kippt burt og hnefi valdsins á loft hafinn. En þá lætur líka fleira á sjá. Vonandi kemur ekki til þess. — Þannig er þetta einnig hér á okkar 26 landi. Þess vegna niun líka sú reyndin á verða framvegis, að erfitt verður að sníða samvinnuhreyfingu landsmanna stakk, sem hentar til langframa. Samvinnusamtökin munu ekki hvað sízt, og eigi síður liér eftir en hingað til, sýna það í ýmsum myndum, að spá eða Jró öllu heldur heitstrengingarögr- un Einars Benediktssonar mun hvergi verða sér til skannnar á íslandi, ef allt fer með felldu: „Heimur skal í landi líta lifna risa fyrir dverg“. B. Þ. Kr. STJARNA VONARINNAR LJÓMAR ENN. komnar spölkorn fram hjá mér, liélt eg í humátt á eftir þeim. LEIÐIN LÁ upp á hæð, er var slétt að ofan, og sá þaðan út yfir allt þorpið. Þangað hafði eg ekki komið fyrr á gönguferðum mínum, en þessi staður virtist sá eini á stóru svæði, sem óspilltur var af sprengjum og öðrum styrjaldarmerkjum. í akasíulundi nokkrum þarna uppi á hæðinni var mikill fjöldi þorpsbúa að verki. Þeir unnu þarna hljóðlega og lágmæltir að því að blanda steypu og höggva til hina fallegu, hvítu steina, og hlóðu úr þeim veggi að nýrri og mikilli byggingu. Allar aðfarir Jreirra höfðu á sér ein- kennilegan hátíðleikablæ. Mér var í fyrstu ráðgáta, hvað fólkið væri að gera, en skyndilega varð mér Ijóst, af því litla sem búið var að reisa, hvers konar bygging var að rísa Jrarna af grunni. Eg greip andann á lofti. Þetta fólk, sem hafði naumast þak yfir höfuðið og var svo grátt leikið af styrj- öldinni, senr raun bar vitni, þessar konur, börn og gamalmenni, sem í mínum augum voru einungis sigraðir og útdauðir skuggar, höfðu valið sér sem sitt fyrsta verkefni að reisa með eigin höndum nýja og veglega kirkju. Ekki bænahús til bráðabirgða, heldur fegurra og stærra guðshús en þeir höfðu nokkru sinni fyrr átt. María og litla telpan tæmdu körf- urnar sínar. Þær staðnæmdust ofur- litla stund til að kasta mæðinni, svo lögðu Jrær af stað eftir nýrri byrði. Um leið og gamla konan gekk fram hjá mér, með svitaperlur á enni sér, leit hún skyndilega til mín og brosti örlít- ið við mér. Mér fannst vera ögrun í biosinu, eins og hún vildi segja: „Er- um við kannski búin að vera, eða hvað?“ Mér fannst eg geta lesið alla ævi hennar út úr þessu eina tilliti, for- tíðina, nútímann og framtíðina. Þarna var hugrekki og Jirautseigja, trúnaðar- traust og þolinmæði, vilji til að lifa frá degi til dags og sætta sig við Jiað, sem að höndum bar, en umfram allt truin. EG STÓÐ ÞARNA vandræðalegur og auðmýktur í sömu sporum, þar til gamla konan og barnið hurfu mér sjónum. Og eg fékk samvizkubit fyrir bölsýnishugsanir mínar. Hverju skipti rústirnar og eyðileggingin Jiegar á allt var lið út? Úr því bæði ungir og gamlir sýndu slíka trú, þá var ekki vonlaust um framtíð mannkynsins. Eg stóð þarna langa stund, og þegar eg gekk ofan hæðina aftur fullur bjartsýni, var fyrsta kvöldstjarnan að koma í ljós á einum eilífa himni. Og í daufri kvöld- skímunni fannst mér hið eyðilega Jrorp liverfa, en í stað þess reis fyrir innri sjónum mínum hin skínandi borg and- ans. Þýtt úr Reader’s Digest.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.