Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 9
ÞURRKUR Smásaga eftir Vilhelm Moberg ALLT sumarið blés þurr og óblíður austan eða norðaustan vindur. Vestan-átt kom aldrei og aldrei rigning. Fyrir miðsumar var grasið orðið þyrkings- legt og hálf skrælnað. Það skrjáfaði undir fæti, þegar gengið var yfir engið. Smárinn blómgaðist fyrir tímann, og blómstur hans visnuðu og skorpnuðu í þurrkinum. Útlit var fyrir misæri sakir ofþurrks. Karl Óskar í Geithaga gekk út á varinhell- una á hverjum morgni, áður en hann klæddi sig, til þess að athuga veðrið. Hann leit til austurs yfir fjósþakið. Sólin reis á heiðum himni. Bóndinn varp öndinni áhyggjufullur og gekk inn til að klæðast. Útlitið var jafnan hið sama morgun eftir morgun. Sólin skein á skafheiðum himni. Anna, húsfreyja í Geithaga, stóð í eldhús- inu og síaði morgunmjólkina. „Kýrnar okkar geldast," sagði hún. „Já,“ sagði bóndinn. Við því var ekkert annað að segja. Enginn gat undrast það að kýrnar geltust, þegar grasið í haganum skrælnaði í ofurhita sólarinnar hina löngu júnídaga. Þetta sumar urðu menn að byrja sláttinn strax í júní! Smárinn visnaði og grasið niðri á enginu var orðið fullþroskað, þó lágvaxið væri, og stæði það lengur óslegið, missti það allan kjarna og fóðurgildi. Á hólum og hæðadrögum bar grasið brúnrauðan lit, sem minnti á blóðið í sláturtíðinni á haustin. Sá litur boðaði fóðurskort og einnig að mörg dýr mundu falla fyrir hnífnum, er sumri lyki. Karl Óskar og Anna hirtu það litla hey, sem af enginu fékkst. Nærri lá að telja mætti stráin, sem voru svo stutt, að hrífutindarnir námu þau varla. Hafði nokkur maður séð svo vesælan heyfeng fyrr? Þar, sem áður hafði fengizt heilt vagnhlass, varð nú með naumindum krafsað saman eitt fang. Geithagi var smábýli, sem ungu hjónin höfðu flutt til, þegar þau giftu sig fyrir tveimur árum. Allt frá því, er þau byrjuðu búskapinn, hafði óheppnin elt þau. Karli var beiskja í huga, þegar hann vann á enginu. í fyrra höfðu gengið votviðri. Heyið hafði grotnað niður í flekkjunum eða flotið burtu með vatninu. Þetta ár var of- þurrkur, svo að grasið skrælnaði á jörðunni. Og hvort mundi farsælla að kjósa: Að heyið morknaði niður í votviðrum eða skrælnaði fast á rótinni? Fyrir bóndann urðu afleið- ingarnar víst nákvæmlega þær sömu. í haust komst hann áreiðanlega ekki hjá því að munda hnífnum. I fyrra haust varð hann að slátra einni kú, í haust mundi hann neyðast til þess að fella tvær. Þá átti hann bara eina eftir fyrir utan vetrunginn. Unga húsfreyjan hlustaði á gremjufull orð bónda síns á meðan hún rakaði heyið. Hún vildi ekki sleppa trúnni á framtíðina. „Allt þetta getur lagazt enn,“ sagði hún. Fyr- irfram máttu þau ekki telja uppskeruna glat- aða. Enn þá gat veðráttan breytzt til hins betra. Ef nú færi að rigna, var vorsæðinu bjargað og haustbeitin yrði góð. Allt gat lagazt ennþá. „Já, ef rigningin kæmi. En ekki á meðan þessi vindur helzt.“ Karl Óskar daufheyrðist við öllum hug- hreystingarorðum. Hann hélt áfram að telja áhyggjur sínar um framtíðina. Þau voru frumbýlingar. Þetta var nú önnur uppsker- an þeirra. Fyrra árið var uppskerubrestur, — annað árið einnig uppskerubrestur. Hvað mundu frumbýlingarnir í Geithaga þola slíkt lengi? „Verði einnig uppskerubrestur næsta ár, hlýtur slíkt að vera refsidómur Guðs,“ sagði Anna. „Það verður að minnsta kosti bölvað basl og bágindi," sagði Karl Óskar. Konan hætti að raka og leit á manninn. „Gættu tungu þinnar, Karl Óskar," sagði hún. Anna var uppalin á guðhræddu heimili og gædd öruggri trúarvissu. Karl Óskar efað- ist um margt af því, sem hann hafði numið í barnalærdóminum sínum. Hann var alls ekki öruggur um það, að Guð væri góður og liðsinnti mönnum í þrengingum þeirra. Sjálfur hafði hann margsinnis beðið hinn Almáttuga um hjálp í erfiðleikum sínum, en enga bænheyrslu taldi hann sig hafa hlotið. Maðurinn varð fyrst og fremst að hjálpa sér sjálfur, og enginn gat annað sagt en að hann hefði notað hendur sínar til starfa svo sem orka hans leyfði. Sannarlega hafði hann ekki legið á liði sínu um æfina og ekki mögl- að, við að ganga undir okið, þegar þess þurfti með. Ekki vanrækti hann litlu og mögru akrana sína í Geithaga. Hann plægði og herfaði, plantaði og sáði, ruddi burtu grjóti og bar áburð í moldina og vökvaði hana með svita sínum. Og hvað hafði hon- um svo gefizt til endurgjalds? Ekkert að kalla. Veðráttan, sem var í Herrans hendi, hafði ýmist verið of votviðrasöm eða of þurr. Svei því sem Guð liafði nokkru sinni verið honum innan handar hér í Geithaga. Nei, þvert á móti. Guð hafði gert erfiði hans að engu. Hann fékk enga hjálp að ofan, hversu athafnasamur sem hann var. „Hvernig var það til dæmis hérna á eng- inu? Sjá nú þessi vesældarhý, sem þau voru að krafsa saman. . . .“ Reiðin og gremjan fengu völdin í huga Karls Óskars. Hann tók heyfangið og sveiíl- aði því frá sér með hrífunni, — sveiflaði því hátt upp í loftið, móti himni. Og um leið sagði hann: „Hafðu þetta líka eins og liitt heyið, sem þú tókst af mér.“ „Hvað gerir þú? Hvað segir þú?“ hrópaði konan. „Þú heyrir það víst. Hann þarna uppi má hirða þetta." „Karl Óskar,“ hrópaði konan, djúpri skelf- ingu lostin. „Þú guðlastar." Heyfangið staðnæmdist í loftinu og féll aftur til jarðar. Stráin hringsnerust á leið sinni til jarðar og dreifðust víðsvegar fyrir vindinum. Konan kreppti hendurnar fast að hrífu- skaftinu og fölnaði. Maður hennar vildi kasta heyinu til baka til hans, sem í upp- liæðum bjó. Hún leit stórum, óttaslegnum augum til himins, eins og hún byggist við reiðarslagi frá himnum sem svari við guð- lasti manns síns. Hjónin stóðu bæði kyrr. Sólin hellti brennheitum geislum sínum yfir engið sein fyrr. Austan vindurinn þaut í laufum trjánna og lét að nokkrum vesælum heystrá- um. Ekkert skeði. „Guð fyrirgefi þér,“ sagði Anna. „Guð fyrirgefi þér það, sem þú gerðir." Karl Óskar leit undan og sagði ekki auka- tekið orð. Og ungu bóndahjónin héldu áfram að hirða heyið sitt. Hlaðan niðri á enginu, sem í góðæri var jafnan troðfull af lieyi, var nú nærri því tóm, heyið var ekki nema ofur- lítil dreif í botninum á henni. Sannarlega var nú uppskerubrestur. URRKURINN hélst. í ágústmánuði gulnaði lauf linditrjánna. Byggið og rúgurinn þroskaðist og harðnaði fyrir tím- ann og varð að skerast tafarláust. Brunn- arnir þornuðu svo sækja varð neyzluvatn í uppsprettur langt inni í skógi. Búpening- urinn stóð allan daginn við girðingarnar, soltinn og þyrstur og drundi ólundarlega. 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.