Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 10
Veðráttan, sem ótvírætt boðaði komandi hallæri, lagðist þjakandi þungt á skap al- mennings. Menn urðu þunglyndir og þög- ulir, uppstökkir og þrætugjarnir. Gleðin hvarf úr augum þeirra og brosin af vörunum. Börnin fengu ekki heldur haldið gleði sinni lengur. Hvenær, sem saklaus óviti liló og ærslaðist, var ætíð einhver fullorðinn nær- staddur, sem snupraði hann fyrir. Fyrsta verk fólksins á morgnana var að athuga hvort ekki sæist einhvers staðar ský- drög á himninum. Og hið síðasta, sem gert var áður en gengið var til hvílu, var að skyggnast eftir skýi einhversstaðar niður við sjóndeildarliringinn. Stundum dró upp smáský, en það voru aðeins reykský, sem eyddust og hurfu án þess að úr þeim kæmi nokkur rigning. Slík ský voru aðeins tálsýnir og blekkingar. Hið eina gagn, scm þau gerðu, var að skýla um stundarkorn fyrir brennandi sólargeislunum. Hverjum heiðskírum morgni fylgdu brostnar vonir um breytta veðráttu. Austan vindurinn blés stöðugt. Blástur hans þýddi aukna eyðileggingu. Það var vestan vindur- inn, sem flutti með sér rigninguna og lif- ið. Austan vindurinn var andblær dauðans. Rúgurinn á akrinum í Geithaga bar þroskuð öx, þó smá væru, og kornið byrjað að hrynja úr öxunum. Hjónin hófu korn- skurðinn. Þau fóru með teppið af hjóna- rúntinu með sér út á akurinn og breiddu það á jörðina. A teppinu knýttu þau hin- ar lágvöxnu og kyrkingslegu rúgstengur í bundini. Rúgkornin, sem hrundu úr öxun- um, féllu þá á teppið, svo hægt var að hirða þau. Karl Óskar skar komið, en Anna batt. Mittismjó bundinin lágu í riðlum á akrinum. Anna tíndi af mikilli nákvæmni upp hvert ax, sem brotnaði og safnaði þeim saman á teppinu. Um kvöldið hafði hún safnað fullu merkurmáli af rúgi, sem hrunið hafði úr öxunum. Það var nóg efni í eina eða tvær kökur. Og hversu mikils virði mundi ekki hver brauðkaka verða á vetrinum, sem nú fór i hönd? Húsfreyjan knýtti rúmteppið saman á hornunum. Fyrir tveimur árum hafði þetta verið brúðarteppið hennar. Hún hafði búið það til sjálf, áður en hún giftist. Og hún mundi glöggt, hvað stolt hún hafði verið þegar hún sýndi Karli Óskari það í fyrsta skipti. Undir þessu teppi höfðu þau hvílt brúðkaupsnóttina og notið ástar sinnar. Nú var brúðarteppið tekið með út á akurinn þegar leitast var við að bjarga korninu, og nú bar húsfreyjan það heim á handleggn- um eins og poka. Karl Óskar og Anna höfðu alltaf lifað saman í sátt og eindrægni. Styggðaryrði hafði aldrei fallið á milli þeirra fyrr en dag- inn, sem þau hirtu heyið á enginu og bóndi hennar kastaði lieyinu upp i loftið og smán- aði Guð. Önnu skildist að hann iðraðist orða sinna og óttaðist afleiðingar athafna sinna. En er frá leið beindist hugarbeiskja hans gagnvart henni. Hann gerðist þung- búinn og fálátur. Það var ofþurrkurinn, sem þreytti hann og olli skapbrigðum hans. Ekki átti hún þó sök á því, að gróð- ur jarðarinnar brást. Það var Guð, sem réði. En nú leit svo út sem maður hennar krefð- ist þess, að hún skyldi standa við hlið hans gagnvart Drottni. Skylda konunnar var *tð standa við hlið eiginmanns síns í blíðu og stríðu. En hvers, sem hann krafðist af henni, þá var þó víst, að hún gat ekki hlustað þegj- andi á, þegar hann guðlastaði. Og nú gekk hann orðfár og þungbúinn að störfum. Slíkt þreytti hana svo að liún dró sig einnig inn í skel sína og þagði. Samlíf þeirra var breytt. Óvinir voru þau raunar ekki orðin, en þau voru ekki held- ur góðir vinir lengur. Á morgnana töluðust þau við um venc þau, er vinna skyldi um daginn, og á kvöld- in um hvað starfa skyldi að morgni. Enginn dagur leið svo að annaðhvort þeirra minnt- ist ekki á það, livort ekki mundi nú fara að rigna. Mjólkurföturnar, sem unga húsfreyjan bar heim úr fjósinu, léttust dag frá degi. „Kýrnar okkar eru að þorna,“ sagði hún. „Já, svaraði bóndinn, „já.“ Við því var ekkert annað að segja. Við mátt þann, er veðrinu réði og rændi jtau mjólkinni, réði hann ekki. Til þess, er sök- ina átti, náði hann ekki. Stundum langaði hann til þess að kreppa hnefann móti himni og formæla Guði. En einhver máttur hélt honum til baka. „Guð náði þig,“ hafði Anna sagt. Og hann var hræddur. Hann viður- kenndi fyrir sjálfum sér, að það var hræðslan, sem hélt aftur af honum. Það, sem gerzt hatði við heyhirðinguna, þjakaði huga hans. Hann iðraðist þess verks. Tjónið, sem af jmrrkinum hlauzt, var æ tilfinnanlegra því lengur sem leið. Þegar reynt var að veiða í vatninu, varð ekki fram- ar lífs vart. Allir fiskar voru horfnir í djúpið þar, svo hvorki var hægt að veiða þá í net né háf. í skóginum fundust heldur engin veiðidýr lengur. Kýrnar, sem leiddar höfðu verið til nautsins, höfnuðust ekki, þurrkur- inn var einnig orsök þeirra vandræða. Þegar kornskurðinu lauk, kom í ljós að uppskeran var naumast meiri en til útsæðis næsta vor. Karl Óskar hefði sparað sér mikið erfiði, ef hann hefði látið rúginn liggja kyrr- an í útsæðisbingnum frá því haustið áður, í stað þess að erja hann ofan í moldina. Þegar Guð skapaði heiminn, hafði hann látið svo ummælt, að maðurinn skyldi neyta síns brauðs í sveita síns andlitis. Karl Óskar í Geithaga óskaði einskis frekar en að fá að gera það. Hann hafði erfiðað á akrinum og vökvað hann með sveita sinum. Átti hann þá ekki líka rétt á því að krefjast þess, að Guð veitti honum brauðið í staðinn? NÓTT eina vaknaði Karl Óskar við það, að kona hans sagði: „Það eru þrumur." Rödd hennar titraði. Hann settist upp •' rúminu og hlustaði. Brestir og skruðningar. sem enduðu í voldugri, dynjandi þrumu, bárust að eyrum hans. Fagnaðaralda streymdi í gegnum hjarta hans: Nú hlaut að koma rigning. Anna hræddist, þegar þrumurnar riðu yf- ir. Hún sat uppi í rúminu og spennti greip- ar, eins og að hún bæðist fyrir. Karl Óskar gekk út á varinhelluna og stóð þar í skyrt- unni einni klæða. Þungir en gisnir regndrop- ar byrjuðu að falla. Nú hlaut það að koma. Beiskjan hvarf úr huga hans og hann hugs- aði: Maður ætti ekki að efast og vantreysta Guði. Ef til vill var Guð miskunnsamur, þrátt fyrir allt, og vildi hjálpa mönnunum. Hann gekk aftur inn til konu sinnar. Þrumurnar riðu yfir á ný, enn þá hærri en áður. Það var líkast því, sem heilu vagn- lilassi af smásteinum væri velt eftir járnþaki yfir höfðum jteirra. Eldingaleiftur skar þau í augun. „Henni sló niður!" hrópaði Anna. „Svo var að heyra," tautaði maðurinn, „og hafi það verið, þá var það skammt frá.“ Úti féllu strjálir regndropar. Rigningin virtist eiga mjög erfitt með að falla. Karl Óskar gat ekki hjálpað regndropun- um að falla, þótt hann feginn vildi. Hann lagðist því aftur til hvílu. Anna var hrædd og bað hann að sofna ekki á meðan á þruniu- veðrinu stæði. Hann lofaði því. Það dróst, að stórrigningin kæmi. En skyndilega gerðist annað: Sterka ljósbirtu bar á gluggann. Bóndinn og kona hans þutu upp úr rúminu. 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.