Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 20
Konurnar og samvinnan: FRÁ STAEFSEMl N.K.L. Frti húsmœðradeiUl NKL. Forstiiðukonan rœðir v ið ungan mann, sem cctiar að stojna heimili, gejur gnð rtið um kauj> húsbúnaðar, búsáhalda o. s. frv. ý ÁRSBYRJUN 1947 var stofn- [ sett sérstök húsmæðradeild við norska samvinusambandið, N. K. L., og kunn samvinnukona ráðin til þess að veita henni forstöðu. Hlutverk deildarinnar er einkum að vera tengiliður milli húsmæðr- anna í landinu og stjórnar sam- vinnusambandsins. Deildin hefur til umráða þátt í norska samvinnu- blaðinu „Kooperatören“, og eru þar rædd ýms áhugamál kvenna; forstöðukonan heimsækir kaupfé- lögin og kvennagildin, sem eru all- útbreidd í Noregi, heldur nám- skeið og flytur fyrirlestra. Þessi starfsemi hefur átt miklum vin- sældum að fagna í Noregi. Nú um s. 1. áramót hófst nýtt tímabil í sögu þessarar norsku hús- mæðradeildar. Henni var fengin mun betri starfsaðstaða en áður, í húsakynnum norska sambandsins, og tekið er í notkun svokallað „reynslueldhús“. Er það gert eftir sænskri fyrirmynd, en Svíar hafa í þessum efnum verið brautryðjend- ur og húsmæðradeild sænska sam- vinnusambandsins á sér langa og ILið nýja „reynslueldhús' merka sögu. í hinu nýja norska reynslueldhúsi er ætlunin að reyna ýms eldhúsáhöld, sem norska sam- bandið og kaupfélögin liafa á boð- i húsmccðradeild NKL. stólum, og gefa bæði vörukaupa- stjórum Sambandsins og húsmæðr- unum í landinu holl ráð og leið- beiningar um val og notkun slíkra tækja. Því er ennfremur ætlað að reyna matvælategundir, sem á boð- stólum eru í kaupfélagsverzdunum, og gefa góð ráð á því sviði í sam- vinnu við rannsóknarstofu þá, sem norska sambandið starfrækir til þess að ganga úr skugga um gæði varnings. í nýlegu viðtali í norsku Sam- vinnunni, segir forstöðukonan, að hlutverk deildar sinnar sé einkum það, að afla og veita upplýsingar um allt, sem við kemur starfi hús- móðurinnar á heimilinu, vera tengiliður og málsvari húsmæðr- anna innan sambandsins og kaup- félaganna. „Samvinnan" birtir hér tvær myndir frá norsku húsmæðradeild- inni. Sýna þær, að vel er búið að þessari stofnun, enda hefur starf hennar til þessa átt miklum vin- sældum að fagna meðal samvinnu- kvenna í landinu. 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.