Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 6
en í þeim er SÍS aðalhluthafi svo sexn kunnugt er. Hafa félögin þarna sam- tals 10 herbergi til unnáða, og vinna þar nú um 20 manns. En ekki eru þessi fyrirtæki á því, að hagur þeiira í hús- næðismálunum sé nægilega rúmur, heldur fyrirsjáanlegt nú þegar, að vart minna en helmingi stærra húsrúm verði nægilegt til nokkurrar fram- búðar. ur, en liinn fyrir sérstakar söluskrif- stofur, þar sem liægt er að sjá sýnis- horn af þeim vörum, sem á boðstólum eru, en auk þess vörur, sem hægt er að útvega gegn nauðsynlegum leyfum. Mun mörgum þykja skemmtileg og þörf nýbreytni í þessu, sem mun vera það fyrsta sinnar tegundax í þessari mynd hér á landi. Innflutningsdeildin starfar oxðið í 5 undirdeildum: Mat- og fóðurvörudeild, Vefnaðarvöru- deiid, Búsáhalda- og járnvörudeild, Byggingavörudeild, kol og salt — og II. hæð: Útflutningsdeild SÍS notar megin- pláss þessarar hæðar gamla hússins. Hefur hún þar 4 stofur auk skjala- geymslu. Starf deildarinnar er í höluð- atriðum tvískipt: annars vegar innan- landssala, en hins vegar útflutningur. Samtals hafa nú 9 manns aðsetur í skrifstofum Útflutningsdeildar, þar af 2 er sinna eftirliti með frystum og sölt- uðum afuiðum. Auk Útflutningsdeildar eru enn- fremur 3 misstór herbergi á þessari hæð í sama hluta liússins. Vélritunin hefur það stærsta, erindreki SIS ann- að, og það þriðja — í suðausturhorni — er ætlað kaupfélagsstjórum utan af landi. Geta þeir haft þar bækistöð, þá er þeir eru í verzlunarerindum í borg- inni. Þá er það nýbyggingin Öll þessi hæð hennar er vistarvera Innflutnings- deildar Sambandsins. Er nokkur hluti lxúsnæðisins fyrir venjulegar skrifstof- Spjaldskrá Samvinnutrygginga er hagkvœm og hámóðins. A ðaIskrifstofa InnflutningsdeiIda r SÍS. hin nýstofnaða Útgerðarvörudeild. Auk þessara deilda er svo sérstök fyrir innkaup í Reykjavík. Samtals vinna nú 22 á hæðinni á vegum Innkaupa- deildarinnar. Framkvæmdastjórinn, Helgi Þorsteinsson, telur húsnæðið í alla staði prýðilegt og vinnuskilyrði hin ákjósanlegustu. III. hceð: Nú erum við komin á þá hæð í gamla Sambandshúsinu, sem áður var Samvinnuskólinn svo lengi, og íbúð Jónasar Jónssonar. Fyi'stu dyrnar, sem við sjáum, ef við göngum upp að vest- anverðu, eru að ,,Hallgrímsstofu“. Hún hefur að geyma skrifstofugögn og áhöld hins dáða forystumanns í íslenzk- um samvinnumálum og fyrrverandi forstjóra SÍS, Hallgríms Kristinssonar. Við hlið hennai',sunnangangs,erfund- arstofa stjórnar SÍS. Gegnt henni, í norður, er einkaskrifstofa Vilhjálms Þór, forstjóra SÍS, en í austur frá henni tvær aði'ar skrifstofur hans. — í suð-austurhorni þessarar hæðar gamla hússins, hefur iðnfulltrúi aðsetur. Þá er að athuga nýbygginguna. Þeg- ar larið er inn milliganginn, eru 3 her- bergi á vinstri hönd. Þau eru skiifstof- ur aðalgjaldkera og lögfræðings Sam- bandsins. Þar inn af eru stærstu ,,sal- arkynni stofnunarinnar“. Þau eru þak- in skrifborðum meðfiam glæsilegri gluggaröð, og víðar. Hin fremri til- heyra starfsfólki SÍS sjálfs, innheimtu o. fl. — þau innri starfsmönnum Sam- 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.