Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 21
Roehdale eða Moskva Grein úr „Xhe Cooperative Review“ t ANNAÐ SINN í sögu alþjóða sam- X vinnuhreyfingarinnar hafa Roch- dale-grundvallaratriðin um frelsi til samtaka og samhjálpar og um lýðræð- islega stjórn, verið véfengd. í fyrra sinn gerðist það, er fasisminn og naz- isminn voru að brjótast til áhrifa. Al- þjóðasamvinnuhreyfingin kaus þá heldur að víkja þýzkum og ítölskum kaupfélögum úr alþjóðasambandinu, en samþykkja með þögninni að nazist- ar og fasistar hefðu rétt til þess að hlutast til um lýðræðisstjórn þeirra og ráða athöfnum þeirra með valdboði. Alþjóðaþing samvinnumanna í Prag á sl. hausti leiddi í ljós hin nýju við- horf í samvinnumálum Austur-Ev- rópuþjóða. Margar ræður Sovét-full- trúanna voru afsakanir fyrir alræði ríkisvaldsins í þjóðfélags- og efnahags- legum greinum. Áætlunarsérfræðing- ar ríkisvaldsins eru óskeikulir fsam- kvæmt kenningum Moskvumanna) ef þeir starfa austan Saxelfar. Vestan þeirrar línu eru þeir, sem skipuleggja þjóðarbúskapinn í lýðræðislöndunum, sem leyfa frjálsar samvinnuhreyfingar, „kapítaliskir stríðsæsingamenn“ eða ,,sósíal-fasistar“. Þessar heimskulegu fullyrðingar eru þó næsta ólíklegar til þess að vinna samvinnustefnu Vesturlanda nokkurt ógagn, en þær munu vissulega verða til tjóns samvinnuhreyfingum Austur- Evrópuþjóðanna, líklega til varanlegs tjóns, og slíkt hlýtur að verða skaði fyrir álfuna í heild. Ekki er hægt að nefna samvinnumál hinna svonefndu „alþýðu-lýðvelda“ og samvinnumál Sovét-Rússlands í sömu andránni og telja þau eitt og hið sama. Slíkt er misskilningur. Verulegur mis- munur er á viðhorfinu í Moskva og í Prag, til dæmis. Hins vegar var það augljóst á alþjóðaþinginu í Prag, að leiðsaga samvinnuhreyfingarinnar í Austur-Evrópu kom frá Sovét-Rúss- landi, og enginn efi er á því, að stefnu- mál og starfsaðferðir miðuðust við Seint á sl. ári flutti tímarit brezka sam- vinnusambandsins (Co-operative Union) eftirfarandi grein í tilcfni af þeim atburð- um, sein gerzt höfðu á Alþjóðaþingi sam- vinnimianna í Prag. kennisetningar marxismans fremur en grundvallaratriði samvinnustefnunn- ar. Stefna Sovét-stjórnarinnar í sam- vinnumálum, hefur breytzt gífurlega með árunum. Fyrst var hvatt til stofn- unar frjálsra samvinnufélaga, en síðar var smásöluverzlun landsins skipt með valdboði, þannig, að í borgum og bæj- um var aðeins ein lögleg verzlun, rík- iseinkasalan, en úti í sveitum aftur á móti aðeins ein lögleg verzlun, kaup- félagsbúðin. Á síðustu tímum hefur mátt merkja að víðsýnni stefna væri í uppsiglingu, þar sem samvinnufélög- unum hefur verið leyft að hafa nokkra starfrækslu í borgum og bæjum. Af þessu má ráða, að enginn fastur grunnur er undir samvinnustefnu Sovétstjórnarinnar, heldur er stefnan háð þeim breytingum, sem hverju sinni þykir hentugt að fyrirskipa frá Kreml. t HINUM NÝJU „alþýðu-lýðveld- X um“ hafa breytingar ekki verið eins róttækar til þessa, en þó má merkja tilhneigingar til þess að fela vissar greinar verzlunar og iðnaðar kaupfé- lögum bænda undir stjórn kommún- istaflokksins og í „alþýðu-lýðveldun- um“ má nú sjá merki þess að nýtt skipulag landbúnaðarsamtakanna sé á döfinni, í samræmi við þá stefnu Kom- inform, að útrýma hinum efnahags- lega sjálfstæðu sjálfseignarbændum og herða stéttarstríðið í sveitunum. Samvinnumenn í löndunum í Aust- ur-Evrópu hafa einskis að vænta af sí- felldum stefnubreytingum í sínum málefnum, sem fyrirskipaðar eru í samræmi við pólitísk stefnumið Sovét- ríkjanna. Sigrar samvinnuhreyfingar- innar í 100 ár hafa verið unnir vegna þátttöku fólksins í starfi hennar, en ekki með valdboði ríkisstjóma. Sam- vinnuhreyfingin hefur vaxið með lýð- ræðislegri stjórn. Hún hefur ævinlega tapað er utanaðkomandi öflum hefur tekizt að neyða vilja sínum upp á hana. Samvinnumenn í hinum vest- rænu lýðræðisríkjum munu áreiðan- lega halda fullri tryggð við hin þraut- reyndu Rochdale-grundvallaratriði. Vafalaust mundi það fyrir beztu fyrir samvinnuhreyfingar Austur-Evrópu, að fara að þeirra dæmi. Samvinnuhreyfingin getur ekki lif- að og þróast nema hún sé frjáls og henni sé stjórnað eftir hinum lýðræð- islegu Rochdalereglum. Einræðis- stjórn og samvinnustefna eru miklar andstæður. Þar sem einræði dafnar, þar hnignar samvinnustefnunni og hún deyr. Þýzkir, ítalskir og austur- rískir samvinnumenn þekkja það af sárri reynslu. Geta Austur-Evrópulöndin lært þá lexíu áður en það er orðið of seint? Þýzk kaupfélög aftur í ICA. Á stjórnarfundi Alþjóðasambands samvinnumanna (ICA), sem haldinn var í Zúrich í janúar sl„ var samþykkt, að Samband þýzku kaupfélaganna skyldi aftur á ný tekið inn í alþjóða- sambandið. Þar með er lokið útlegð þýzkra samvinnumanna frá alþjóðlegu samstarfi, sem hófst skömmu eftir valdatöku nazista, er þýzka samvinnu- hreyfingin var ýmist lögð undir ríkið eða lögð niður. Á sama stjórnarfundi Alþjóðasam- bandsins, var samþykkt að setja á stofn skrifstofu í Nýju Delhi í Indlandi. — Jafnframt var ákveðið að hafa alþjóð- legt samvinnunámskeið í Bretlandi næstkomandi sumar. 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.