Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.02.1949, Blaðsíða 8
Stjarna vonarinnar Ijómar enn Fraegur rithöfndur virðir fyrir sér fordæmi fácaekrar konu og lítils barns Eftir A. J. CRONIN A. J. CRONIN er heimsfrægur, brezkur rithöfundur. Meðal bóka hans er „Borgar- virki“, er hún til í góðri íslenzkri þýðingu. í HVERJUM einasta degi allan lið- f \ langan veturinn, sem eg dvaldi í oriofi mínu í sundurskotna ítalska þorpinu Castelmare nálægt Livorno, sá eg Maríu gömlu Bendetti. Smávax- in, mögur og visin, berfætt í gömlum, upplituðum fötum, með svartan klút um höfuðið, lotin í herðum undan stóru tágakörfunni, sem hún bar á bak- inu, var hún talandi vottur þeirra hörmunga, sem gengið höfðu yfir þetta þorp. Magra og móleita andlitið henn- ar var hrukkótt og áhyggjufullt, eins og ógæfan hefði eilíflega og óaftur- kallanlega helgað sér það. Hún seldi fisk, þennan einkennilega og ólystuga Miðjarðarhafsfisk, sem var aðalmaturinn í þessu fátæklega sjávar- þorpi, ásamt naumum skammti af makkaroní eða spaghettí. Eg var kunn- ugur í þorpinu frá fyrri tíð, á dögurn friðar, ánægju og áhyggjuleysis. Nú heyrðist aldrei hljómlist né hlátur frá litla torginu, þar sem sundurskotin liús hölluðust eins og drukknir menn, sem eru í þann veginn að missa jafn- vægið. Slík sjón fékk manni hugarang- urs, en yfir rústirnar barst blómailm- ur að vitum, líkt og stæði maður yfir gröf. Þorpið var dautt, en með því að það hafði verið mér svo kært, vöktu örlög þess beiskju og örvæntingu í huga mínum. Flest unga fólkið var farið á burt. Aðeins börnin og gamla fólkið var eft- ir og sveimaði, að því er mér virtist, líkt og vofur innan um rústirnar og hélt í sér lífinu með því að róa til fiskj- ar á lélegum bátum með bætt net. í þessum hóp var María. Stundum var lítil tíu ára gömul stúlka í fylgd 8 með henni, sennilega barnabarn henn- ar, berfætt, grönn og gelgjuleg. Hún rölti við hlið gömlu konunnar og hróp- aði skrækri og áfergjulegri röddu: „Pesci.... pesci freschi“, líkt og hún væri einráðin í að taka af allan vafa um það, að fiskurinn þeirra væri sá nýjasti á markaðinum. Eg horfði á þær dapur í bragði, því að mér fannst ein- hvern veginn þær fylla þann flokk, senr í fávizku og tilgangsleysi halda dauðahaldi í fortíð, sem er horfin að eilífu. EINN MORGUN hitti eg þær á torginu og tók þær tali. Jú, þær höfðu verið í þorpinu meðan loftárás- irnar gengu yfir það. Það höfðu verið slæmir tímar meðan á styrjöldinni stóð. Nú áttu þær heima í ofurlítilli herbergiskytru í Via Eustachia, þröngri götu, sem var einustu leifarn- ar af fátækasta hverfi bæjarins. Gremjan og beiskjan, sem gróf um sig í huga mér, og var vitanlega sprott- in af minni eigin bölsýni og óánægju, varð einhvern veginn að fá útrás, og eg spurði skyndilega: „Hvers vegna farið þið ekki burt úr þessu þorpi? Hér er engin framtíð fyrir ykkur. . . . allt í rústum. . . . hér er allt búið að vera.“ Það varð stutt þögn. Gamla konan hristi hægt höfuðið. „Við eigum heima liérna. Við trú- um því ekki, að allt sé búið að vera.“ Um leið, og þær gengu burt horfð- ust þær snöggvast í augu, líkt og ein- hver leynilegur boðskapur færi á milli Jreirra. Þetta augnatillit Jreirra vakti for- vitni mína. Næstu daga hafði eg gát á hreyfingum þeirra og forvitnaðist um hvað þær hefðust að. Fyrri hluta dags sinntu þær ákveðnum verkefnum, en síðari hluta dagsins hurfu þær gjörsam- lega. Hvað eftir annað, að loknum há- degisverði, gekk eg niður í Via Eustac- hia, en kom alltaf að litla herberginu Jreirra tómu. Gat það verið, að þær væru ekki eins einfaldar og eg hafði haldið, og að fjarvera þeirra síðdegis á hverjum degi stæði í sanrbandi við ein- hverjar leynilegar fjáröflunarferðir, smygl eða svartamarkaðsbrask? Eg tók mig því til einn daginn og fór í fyrra lagi af stað áleiðis í Via Eustachia, einmitt á þeim tíma sem eg var vanur að taka mér hádegishvíld á baðströndinni. Eg tók mér stöðu í porti nokkru, skamrnt frá híbýlum konunnar. Ekki þurfti eg lengi að bíða. Klukkan rúmlega eitt komu þær Mar- ía og barnabarn hennar út úr húsinu. Þær voru báðar með tómar tágakörfur og lögðu leið sína eftir strætinu og hröðuðu sér eins og þeim lægi mikið á. Eg veitti þeim eftirför svo að lítið bar á. Þær klöngruðust yfir múrsteinslrrúg- ur og rusl, sem livarvetna þakti stræt- ið, gamla konan og barnið. í útjaðri þorpsins lögðu þær leið sína eftir vegi, sem lá niður að uppþornuðum árfar- vegi. Eg klifraði upp á hæð eina og sá mér þá til undrunar, að fleira fólk var komið á staðinn og vann af kappi með haka og skóflu í tinnuhörðum gil- botninum. María og litla stúlkan lögðu frá sér körfurnar og tóku til vinnu. í fyrstu hélt ég að þær væru að grafa eftir einhvers konar beitu, ?n svo tók eg eftir, að telpan fór að fylla litlu körfuna sína með hvítum sandi, með- an gamla konan fyllti sína af hvítum teningslaga steinum, sem hún virtist velja af mikilli vandvirkni. Þegar þær höfðu fyllt körfurnar, lyftu þær byrð- unum á axlir sér og lögðu af stað upp brattan og þröngan stíginn. Þær gengu fast fram hjá mér, en gáfu mér Jró engan gaum, frekar en þær vissu ekki af mér. Þegar þær voru (Framhald á bls. 26.)

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.